„Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. febrúar 2025 09:32 Anníe Mist Þórisdóttir, Katrín Tanja Davíðsdóttir og Sara Sigmundsdóttir bregða á leik með þeim Heber Cannon og Marston Sawyers. @butterybros Buttery Bros voru á staðnum þegar íslensku goðsagnirnar þrjár kepptu saman í fyrsta sinn á Wodapalooza mótinu um síðustu helgi. Strákarnir hafa nú skilað af sér skemmtilegu myndbandi um íslensku CrossFit drottningarnar en þeir fengu einstakt tækifæri til að fylgjast með Anníe, Katrínu og Söru á bak við tjöldin. Það verður varla komist hjá því fyrir þá Íslendinga sem horfa á myndbandið að þeir verði enn stoltari af þessum íslensku hetjum. Það verður að minnsta kosti erfitt að koma í veg fyrir gæsahúð og þjóðarstolt þegar horft er rökstuðning Smjörstrákanna fyrir því af hverju íslensku CrossFit drottningarnar verði alltaf hluti af sögu íþróttarinnar. Anníe Mist Þórisdóttir, Katrín Tanja Davíðsdóttir og Sara Sigmundsdóttir glöddu marga með því að keppa undir nafninu „The Dottirs“ í Miami. Dóttir nafnið er risastórt í CrossFit íþróttinni þökk sé frábærri frammistöðu þeirra undanfarinn einn og hálfan áratug. Innblástur fyrir milljónir Smjörstrákarnir eru líka jafnhrifnir af íslensku CrossFit stelpunum og íslenska þjóðin enda er fyrirsögnin á myndbandinu: „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu.“ Því er ekki bara hent út í loftið heldur rökstutt með viðtölum og upprifjun á stórbrotnum ferli. „Þessar konur breyttu CrossFit heiminum og voru í leiðinni innblástur fyrir milljónir manns út um allan heim. Þær eru þekktar sem dæturnar,“ byrjaði Heber Cannon myndbandið um okkar konur. View this post on Instagram A post shared by ButteryBros (@butterybros) „Þær hafa náð frábærum árangri í einstaklingskeppni en geta þær komið saman og myndað sterkt lið í liðakeppninni á Wodapalooza? Við ætlum að fara með ykkur á bak við tjöldin og fylgjast með þeim innan og utan keppnisgólfsins. Um leið ætlum við að forvitnast meira um hvað gerði þær að þessum goðsögnum,“ sagði Marston Sawyers, hinn umsjónarmaður Buttery Bros. Svolítið stressuð Allar voru okkar konur að koma til baka, eftir meiðsli eða barnsburð. Katrín Tanja viðurkenndi strax að hún væri svolítið stressuð. „Ég fann það um leið og ég kom hingað að ég var stressuð,“ sagði Katrín Tanja svolítið áhyggjufull. Hún er hætt að keppa en tók eina keppni í viðbót til að gera keppt við hlið Anníe og Söru. Sara er byrjuð á fullu eftir meiðslin sem hafa eyðilagt undanfarin ár fyrir henni. Hún mætti Miami eftir að hafa keppt á öðru móti fyrr í janúar. „Aldur er bara númer eða það er það sem ég er að segja líkamanum mínum,“ sagði Sara og hló. Gaman að fá að gera þetta með þeim „Ég hef áður verið með Katrínu í liði og svo á öðrum tíma með Anníe í liðið. Þetta var í fyrsta sinn sem við erum allar þrjár saman í liði,“ sagði Sara. „Við hittum fyrst á fimmtudaginn til að skipuleggja allt og það er svo gaman að fá að gera þetta með þeim,“ sagði Sara. Myndavélarnar eru á okkar konum í keppnunum og á milli ræða strákarnir við þær um það sem gekk á í hverri grein. Einnig er farið yfir magnaðan feril þeirra. „Ég held að við séum allar svolítið stressaðar en það er allt í lagi. Svo gæti farið að við fáum aldrei að upplifa þetta aftur og það er því langbest bara að fara út og njóta þess að keppa saman,“ sagði Katrín. Það var sjálfsögðu mikið um það að aðdáendurnir þeirra komu til þeirra og báðu um mynd eða smá spjall. Nánast undantekningarlaus var það til að segja íslensku goðsögnunum að þau hafi farið af stað vegna þeirra. Anníe Mist kann líka að meta það. Skiptir Anníe Mist miklu máli „Ég held að fólk átti sig ekki á því hvað það skiptir mig miklu máli fólk kemur til mín og segir hæ og fer að segja mér frá því að ég hafi haft góð áhrif á líf þeirra. Það er ekki að ég þurfi á því að halda en stundum hugsar maður: Af hverju er ég að gera sjálfri mér þetta? Svona stundir skipta mann máli og er ástæðan fyrir því að ég held áfram. Það er svo gott að gera haft góð áhrif á fólk,“ sagði Anníe meyr. Hér fyrir neðan má sjá þetta gæsahúðarmyndband þar sem strákarnir sýna og sanna hvað íslensku goðsagnirnar hafa gert fyrir íþróttina sína á meðan hún hefur stækkað ár frá árið og orðið að þeirri vinsælu íþrótt sem hún er í dag. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=FR3C1Yt9cA8">watch on YouTube</a> CrossFit Mest lesið „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Formúla 1 Kærastinn kemur til varnar: „Allir glíma við sín vandamál“ Sport Gott silfur gulli betra en hvað nú? Enski boltinn Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Fótbolti „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Enski boltinn Barist um undirskrift Nunez Enski boltinn Dagskráin í dag: Bikar- og Íslandsmeistararnir mætast Sport „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ Íslenski boltinn Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Íslenski boltinn Tómas Bent seldur til Skotlands Íslenski boltinn Fleiri fréttir Breiðablik og Víkingur vita hverjum þau mæta næst Rashford með sitt fyrsta mark fyrir Barcelona Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Sjáðu tvennu Sigurðar og snögg svör Víkinga Barist um undirskrift Nunez Tómas Bent seldur til Skotlands „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Ronaldo vill gera Greenwood aftur að liðsfélaga Kærastinn kemur til varnar: „Allir glíma við sín vandamál“ „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Dagskráin í dag: Bikar- og Íslandsmeistararnir mætast Hato mættur á Brúnna Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Partey á leið til Villareal þrátt fyrir nauðgunar ákærur Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Bröndby mætir í Víkina með tap í farteskinu Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Viðar var ekki lengi að stanga boltann í netið Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Sjá meira
Það verður varla komist hjá því fyrir þá Íslendinga sem horfa á myndbandið að þeir verði enn stoltari af þessum íslensku hetjum. Það verður að minnsta kosti erfitt að koma í veg fyrir gæsahúð og þjóðarstolt þegar horft er rökstuðning Smjörstrákanna fyrir því af hverju íslensku CrossFit drottningarnar verði alltaf hluti af sögu íþróttarinnar. Anníe Mist Þórisdóttir, Katrín Tanja Davíðsdóttir og Sara Sigmundsdóttir glöddu marga með því að keppa undir nafninu „The Dottirs“ í Miami. Dóttir nafnið er risastórt í CrossFit íþróttinni þökk sé frábærri frammistöðu þeirra undanfarinn einn og hálfan áratug. Innblástur fyrir milljónir Smjörstrákarnir eru líka jafnhrifnir af íslensku CrossFit stelpunum og íslenska þjóðin enda er fyrirsögnin á myndbandinu: „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu.“ Því er ekki bara hent út í loftið heldur rökstutt með viðtölum og upprifjun á stórbrotnum ferli. „Þessar konur breyttu CrossFit heiminum og voru í leiðinni innblástur fyrir milljónir manns út um allan heim. Þær eru þekktar sem dæturnar,“ byrjaði Heber Cannon myndbandið um okkar konur. View this post on Instagram A post shared by ButteryBros (@butterybros) „Þær hafa náð frábærum árangri í einstaklingskeppni en geta þær komið saman og myndað sterkt lið í liðakeppninni á Wodapalooza? Við ætlum að fara með ykkur á bak við tjöldin og fylgjast með þeim innan og utan keppnisgólfsins. Um leið ætlum við að forvitnast meira um hvað gerði þær að þessum goðsögnum,“ sagði Marston Sawyers, hinn umsjónarmaður Buttery Bros. Svolítið stressuð Allar voru okkar konur að koma til baka, eftir meiðsli eða barnsburð. Katrín Tanja viðurkenndi strax að hún væri svolítið stressuð. „Ég fann það um leið og ég kom hingað að ég var stressuð,“ sagði Katrín Tanja svolítið áhyggjufull. Hún er hætt að keppa en tók eina keppni í viðbót til að gera keppt við hlið Anníe og Söru. Sara er byrjuð á fullu eftir meiðslin sem hafa eyðilagt undanfarin ár fyrir henni. Hún mætti Miami eftir að hafa keppt á öðru móti fyrr í janúar. „Aldur er bara númer eða það er það sem ég er að segja líkamanum mínum,“ sagði Sara og hló. Gaman að fá að gera þetta með þeim „Ég hef áður verið með Katrínu í liði og svo á öðrum tíma með Anníe í liðið. Þetta var í fyrsta sinn sem við erum allar þrjár saman í liði,“ sagði Sara. „Við hittum fyrst á fimmtudaginn til að skipuleggja allt og það er svo gaman að fá að gera þetta með þeim,“ sagði Sara. Myndavélarnar eru á okkar konum í keppnunum og á milli ræða strákarnir við þær um það sem gekk á í hverri grein. Einnig er farið yfir magnaðan feril þeirra. „Ég held að við séum allar svolítið stressaðar en það er allt í lagi. Svo gæti farið að við fáum aldrei að upplifa þetta aftur og það er því langbest bara að fara út og njóta þess að keppa saman,“ sagði Katrín. Það var sjálfsögðu mikið um það að aðdáendurnir þeirra komu til þeirra og báðu um mynd eða smá spjall. Nánast undantekningarlaus var það til að segja íslensku goðsögnunum að þau hafi farið af stað vegna þeirra. Anníe Mist kann líka að meta það. Skiptir Anníe Mist miklu máli „Ég held að fólk átti sig ekki á því hvað það skiptir mig miklu máli fólk kemur til mín og segir hæ og fer að segja mér frá því að ég hafi haft góð áhrif á líf þeirra. Það er ekki að ég þurfi á því að halda en stundum hugsar maður: Af hverju er ég að gera sjálfri mér þetta? Svona stundir skipta mann máli og er ástæðan fyrir því að ég held áfram. Það er svo gott að gera haft góð áhrif á fólk,“ sagði Anníe meyr. Hér fyrir neðan má sjá þetta gæsahúðarmyndband þar sem strákarnir sýna og sanna hvað íslensku goðsagnirnar hafa gert fyrir íþróttina sína á meðan hún hefur stækkað ár frá árið og orðið að þeirri vinsælu íþrótt sem hún er í dag. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=FR3C1Yt9cA8">watch on YouTube</a>
CrossFit Mest lesið „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Formúla 1 Kærastinn kemur til varnar: „Allir glíma við sín vandamál“ Sport Gott silfur gulli betra en hvað nú? Enski boltinn Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Fótbolti „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Enski boltinn Barist um undirskrift Nunez Enski boltinn Dagskráin í dag: Bikar- og Íslandsmeistararnir mætast Sport „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ Íslenski boltinn Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Íslenski boltinn Tómas Bent seldur til Skotlands Íslenski boltinn Fleiri fréttir Breiðablik og Víkingur vita hverjum þau mæta næst Rashford með sitt fyrsta mark fyrir Barcelona Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Sjáðu tvennu Sigurðar og snögg svör Víkinga Barist um undirskrift Nunez Tómas Bent seldur til Skotlands „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Ronaldo vill gera Greenwood aftur að liðsfélaga Kærastinn kemur til varnar: „Allir glíma við sín vandamál“ „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Dagskráin í dag: Bikar- og Íslandsmeistararnir mætast Hato mættur á Brúnna Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Partey á leið til Villareal þrátt fyrir nauðgunar ákærur Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Bröndby mætir í Víkina með tap í farteskinu Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Viðar var ekki lengi að stanga boltann í netið Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Sjá meira