Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Jón Ísak Ragnarsson skrifar 1. febrúar 2025 18:58 Sérstökum viðbúnaði vegna krapaflóða og votra snjóflóða á Stöðvarfirði, Fáskrúðsfirði og Seyðisfirði hefur verið aflétt. Óvissustig er enn í gildi. Mynd af Seyðisfirði úr safni. Vísir/Vilhelm Óvissustigi vegna ofanflóðahættu hefur verið aflétt á Vesturlandi og sunnanverðum Vestfjörðum, en gert er ráð fyrir áframhaldandi óvissustigi á Austfjörðum fram til mánudags. Í tilkynningu frá Veðurstofunni segir að snjór hafi sjatnað á Vesturlandi og hann mikið til tekið upp í lágum hlíðum ofan byggðar síðan í gær og nótt. Veðurspár geri ráð fyrir að hlýindin og rigningin séu að mestu gengin yfir og talið sé ólíklegt að stór ofanflóð falli nálægt byggð úr þessu. Á Austurlandi hefur kólnað í veðri en hitinn er enn yfir frostmarki á láglendi og víða til fjalla. Nokkur krapaflóð hafa fallið yfir vegi á sunnanverðum Austfjörðum. Fram kemur hjá Veðurstofunni að mesta rigningin virðist gengin yfir, en annað kvöld sé spáð rigningu og þar með sé gert ráð fyrir að óvissustig verði í gildi fram á mánudag af þeim sökum. Vegfarendur og ferðafólk er hvatt til að sýna aðgæslu á stöðum þar sem grjót og skriður geta fallið og nærri vatnsfarvegum þar sem krapaspýjur geta borist niður. Fjallabyggð Snjóflóð á Íslandi Múlaþing Snæfellsbær Vesturbyggð Tengdar fréttir Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Fjórtán íbúar á Patreksfirði, sem þurftu að yfirgefa heimili sín í gær vegna snjóflóðahættu, hafa nú mátt snúa heim eftir á hættustigi var aflétt. Óvissustig vegna snjóflóðahættu er enn víða í gildi en Veðurstofunni er kunnugt um nokkur krapaflóð sem hafa fallið frá því í gær, meðal annars yfir vegi á Vesturlandi og á Austfjörðum. Varðskip Landhelgisgæslunnar er í viðbragðsstöðu fyrir vestan og almenningur er hvattur til að fylgjast vel með færð enda geti vegir lokast vegna ofanflóða. 1. febrúar 2025 12:20 Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Björgunarsveitir sinntu fimmtán útköllum víða um land í gær vegna veðursins sem gengur yfir landið. Í morgun losnuðu þakplötur af byggingum í Bolungarvík og ferðamenn í vanda voru sóttir á Fagradal í nótt. 1. febrúar 2025 14:06 Mest lesið Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Ekið á konu á Langholtsvegi Innlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Undrandi á ráðningu ráðgjafa Innlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Innlent Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Innlent Skapari Call of Duty lést í bílslysi Erlent Fleiri fréttir Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Glæný Maskínukönnun og jólaóveður Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Ósannað að fimmtán ára stúlka hafi stungið sextán ára pilt tvisvar Sameina Farice, Öryggisfjarskipti og hluta Neyðarlínunnar Gaf fingurinn á Miklubraut Birtir drög að lögum um lagareldi: Hyggst leggja niður Fiskeldissjóð Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Skemmdir í kirkjugörðum vegna aksturs utan vegar Sjá meira
Í tilkynningu frá Veðurstofunni segir að snjór hafi sjatnað á Vesturlandi og hann mikið til tekið upp í lágum hlíðum ofan byggðar síðan í gær og nótt. Veðurspár geri ráð fyrir að hlýindin og rigningin séu að mestu gengin yfir og talið sé ólíklegt að stór ofanflóð falli nálægt byggð úr þessu. Á Austurlandi hefur kólnað í veðri en hitinn er enn yfir frostmarki á láglendi og víða til fjalla. Nokkur krapaflóð hafa fallið yfir vegi á sunnanverðum Austfjörðum. Fram kemur hjá Veðurstofunni að mesta rigningin virðist gengin yfir, en annað kvöld sé spáð rigningu og þar með sé gert ráð fyrir að óvissustig verði í gildi fram á mánudag af þeim sökum. Vegfarendur og ferðafólk er hvatt til að sýna aðgæslu á stöðum þar sem grjót og skriður geta fallið og nærri vatnsfarvegum þar sem krapaspýjur geta borist niður.
Fjallabyggð Snjóflóð á Íslandi Múlaþing Snæfellsbær Vesturbyggð Tengdar fréttir Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Fjórtán íbúar á Patreksfirði, sem þurftu að yfirgefa heimili sín í gær vegna snjóflóðahættu, hafa nú mátt snúa heim eftir á hættustigi var aflétt. Óvissustig vegna snjóflóðahættu er enn víða í gildi en Veðurstofunni er kunnugt um nokkur krapaflóð sem hafa fallið frá því í gær, meðal annars yfir vegi á Vesturlandi og á Austfjörðum. Varðskip Landhelgisgæslunnar er í viðbragðsstöðu fyrir vestan og almenningur er hvattur til að fylgjast vel með færð enda geti vegir lokast vegna ofanflóða. 1. febrúar 2025 12:20 Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Björgunarsveitir sinntu fimmtán útköllum víða um land í gær vegna veðursins sem gengur yfir landið. Í morgun losnuðu þakplötur af byggingum í Bolungarvík og ferðamenn í vanda voru sóttir á Fagradal í nótt. 1. febrúar 2025 14:06 Mest lesið Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Ekið á konu á Langholtsvegi Innlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Undrandi á ráðningu ráðgjafa Innlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Innlent Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Innlent Skapari Call of Duty lést í bílslysi Erlent Fleiri fréttir Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Glæný Maskínukönnun og jólaóveður Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Ósannað að fimmtán ára stúlka hafi stungið sextán ára pilt tvisvar Sameina Farice, Öryggisfjarskipti og hluta Neyðarlínunnar Gaf fingurinn á Miklubraut Birtir drög að lögum um lagareldi: Hyggst leggja niður Fiskeldissjóð Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Skemmdir í kirkjugörðum vegna aksturs utan vegar Sjá meira
Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Fjórtán íbúar á Patreksfirði, sem þurftu að yfirgefa heimili sín í gær vegna snjóflóðahættu, hafa nú mátt snúa heim eftir á hættustigi var aflétt. Óvissustig vegna snjóflóðahættu er enn víða í gildi en Veðurstofunni er kunnugt um nokkur krapaflóð sem hafa fallið frá því í gær, meðal annars yfir vegi á Vesturlandi og á Austfjörðum. Varðskip Landhelgisgæslunnar er í viðbragðsstöðu fyrir vestan og almenningur er hvattur til að fylgjast vel með færð enda geti vegir lokast vegna ofanflóða. 1. febrúar 2025 12:20
Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Björgunarsveitir sinntu fimmtán útköllum víða um land í gær vegna veðursins sem gengur yfir landið. Í morgun losnuðu þakplötur af byggingum í Bolungarvík og ferðamenn í vanda voru sóttir á Fagradal í nótt. 1. febrúar 2025 14:06