Gagnrýna að einkarekstri leikskóla hafi verið haldið frá bæjarstjórn Kjartan Kjartansson skrifar 31. janúar 2025 10:40 Frá undirritun þjónustusamnings Hafnarfjarðarbæjar við Framtíðar fólk ehf. um rekstur leikskólans Áshamars 23. janúar. Valdimar Víðisson, bæjarstjóri (fremst til vinstri) og Guðrún Jóna Thorarensen (fremst til hægri) með pennana á lofti. Hafnarfjarðarbær Fulltrúar Samfylkingarinnar í bæjarstjórn Hafnarfjarðar gagnrýna að meirihlutinn hafi ákveðið að nýr leikskóli í bænum yrði einkarekinn án umræðu í bæjarstjórn í trássi við sveitarstjórnarlög. Samingur um reksturinn var samþykktur á miðvikudag. Hafnarfjarðarbær auglýsti eftir aðilum sem væru áhugasamir um að reka Áshamar, nýjan leikskóla fyrir 120 börn í jaðri Hamraneshverfis 3. október. Skrifað var undir þjónustusamning við fyrirtækið Framtíðarfólk ehf. í síðustu viku. Framkvæmdastjóri Framtíðar fólks er Guðrún Jóna Thorarensen sem hefur meðal annars starfað sem leikskólastjóri hjá Reykjavíkurborg og fyrir Hjallastefnuna. Fyrirtækið var stofnað í lok desember og skráð í byrjun árs. Þegar samningurinn var lagður fyrir til samþykkis í bæjarstjórn Hafnarfjarðarbæjar á miðvikudag fóru fulltrúar Samfylkingarinnar fram á að afgreiðslu hans yrði frestað og óskað yrði eftir greinargerð um aðdraganda hans og rök fyrir því að samið var við einkafyrirtæki um reksturinn. Frestuninni var hafnað og var samningurinn samþykktu með sjö atkvæðum fulltrúa Sjálfstæðisflokks, Framsóknarflokks og Viðreisnar. Fulltrúar Samfylkingarinnar bókuðu hörð gagnrýni við vinnubrögð meirihluta Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks í málinu. Ákvörðunin um að nýi leikskólinn yrði einkarekinn hefði aldrei komið til umræðu í bæjarstjórn þrátt fyrir að kveðið væri á um í lögum um leikskóla að það væri hlutverk bæjarstjórna að taka ákvarðanir um útvistun reksturs leikskóla. Þá lægi engin ákvörðun fyrir innan stjórnsýslunnar um að fara út í einkarekstur leikskólans. „En meirihluti Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks leitar hins vegar allra leiða til þess að halda málinu frá bæjarstjórn og er núna búinn að skrifa undir skuldbindandi samning við einkaaðila um rekstur leikskólans án þess að bæjarstjórn hafi fengið tækifæri til þess að ræða málið,“ segir í bókuninni. Guðmundur Árni Stefánsson, oddviti Samfylkingarinnar í Hafnarfirði, var á meðal þeirra sem kvöddu sér hljóðs um leikskólann á bæjarstjórnarfundi á miðvikudag.Vísir/Stöð 2 Ellefu virkir dagar til að skila inn umsókn Þá segja samfylkingarfulltrúarnir að áhugasamir aðilar hafi aðeins fengið ellefu virka daga til þess að leggja inn umsóknir um reksturinn til bæjarins. Aðeins ein umsókn hafi borist og meirihlutinn hafi skrifað undir þjónustusamning við Framtíðar fólk án fyrirvara um endanlegt samþykki bæjarstjórnar. „Með vísan til ólýðræðislegra og óvandraðra vinnubragða meirihluta Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks þar sem farið er á svig við sveitarstjórnarlög, auk þess að engar upplýsingar um fjárhagslega og faglega getu tilvonandi rekstraraðila liggja fyrir, sitja fulltrúar Samfylkingarinnar hjá við afgreiðslu þessa máls,“ segir í bókun Samfylkingarinnar. Kristín Thoroddsen, fulltrúi Sjálfstæðisflokksins, bókaði á móti að fræðsluráð bæjarins hefði samþykkt þjónustusamninginn með öllum greiddum atkvæðum bæði meiri- og minnihluta. Samfylkingin á tvo fulltrúa í fræðsluráðinu. „Með tilkomu leikskólans verður fjölskylduvænt samfélag í hverfinu styrkt enn frekar, og tryggð verður öflug og framsýn leikskólastarfsemi sem mætir þörfum ungra barna og fjölskyldna í ört vaxandi bæjarhluta,“ segir í bókun Kristínar. Hafnarfjörður Leikskólar Sveitarstjórnarmál Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Erlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Innlent Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Erlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Innlent Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Innlent Fleiri fréttir „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Sjá meira
Hafnarfjarðarbær auglýsti eftir aðilum sem væru áhugasamir um að reka Áshamar, nýjan leikskóla fyrir 120 börn í jaðri Hamraneshverfis 3. október. Skrifað var undir þjónustusamning við fyrirtækið Framtíðarfólk ehf. í síðustu viku. Framkvæmdastjóri Framtíðar fólks er Guðrún Jóna Thorarensen sem hefur meðal annars starfað sem leikskólastjóri hjá Reykjavíkurborg og fyrir Hjallastefnuna. Fyrirtækið var stofnað í lok desember og skráð í byrjun árs. Þegar samningurinn var lagður fyrir til samþykkis í bæjarstjórn Hafnarfjarðarbæjar á miðvikudag fóru fulltrúar Samfylkingarinnar fram á að afgreiðslu hans yrði frestað og óskað yrði eftir greinargerð um aðdraganda hans og rök fyrir því að samið var við einkafyrirtæki um reksturinn. Frestuninni var hafnað og var samningurinn samþykktu með sjö atkvæðum fulltrúa Sjálfstæðisflokks, Framsóknarflokks og Viðreisnar. Fulltrúar Samfylkingarinnar bókuðu hörð gagnrýni við vinnubrögð meirihluta Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks í málinu. Ákvörðunin um að nýi leikskólinn yrði einkarekinn hefði aldrei komið til umræðu í bæjarstjórn þrátt fyrir að kveðið væri á um í lögum um leikskóla að það væri hlutverk bæjarstjórna að taka ákvarðanir um útvistun reksturs leikskóla. Þá lægi engin ákvörðun fyrir innan stjórnsýslunnar um að fara út í einkarekstur leikskólans. „En meirihluti Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks leitar hins vegar allra leiða til þess að halda málinu frá bæjarstjórn og er núna búinn að skrifa undir skuldbindandi samning við einkaaðila um rekstur leikskólans án þess að bæjarstjórn hafi fengið tækifæri til þess að ræða málið,“ segir í bókuninni. Guðmundur Árni Stefánsson, oddviti Samfylkingarinnar í Hafnarfirði, var á meðal þeirra sem kvöddu sér hljóðs um leikskólann á bæjarstjórnarfundi á miðvikudag.Vísir/Stöð 2 Ellefu virkir dagar til að skila inn umsókn Þá segja samfylkingarfulltrúarnir að áhugasamir aðilar hafi aðeins fengið ellefu virka daga til þess að leggja inn umsóknir um reksturinn til bæjarins. Aðeins ein umsókn hafi borist og meirihlutinn hafi skrifað undir þjónustusamning við Framtíðar fólk án fyrirvara um endanlegt samþykki bæjarstjórnar. „Með vísan til ólýðræðislegra og óvandraðra vinnubragða meirihluta Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks þar sem farið er á svig við sveitarstjórnarlög, auk þess að engar upplýsingar um fjárhagslega og faglega getu tilvonandi rekstraraðila liggja fyrir, sitja fulltrúar Samfylkingarinnar hjá við afgreiðslu þessa máls,“ segir í bókun Samfylkingarinnar. Kristín Thoroddsen, fulltrúi Sjálfstæðisflokksins, bókaði á móti að fræðsluráð bæjarins hefði samþykkt þjónustusamninginn með öllum greiddum atkvæðum bæði meiri- og minnihluta. Samfylkingin á tvo fulltrúa í fræðsluráðinu. „Með tilkomu leikskólans verður fjölskylduvænt samfélag í hverfinu styrkt enn frekar, og tryggð verður öflug og framsýn leikskólastarfsemi sem mætir þörfum ungra barna og fjölskyldna í ört vaxandi bæjarhluta,“ segir í bókun Kristínar.
Hafnarfjörður Leikskólar Sveitarstjórnarmál Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Erlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Innlent Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Erlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Innlent Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Innlent Fleiri fréttir „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Sjá meira