Kristianstad um söluna á Hlín: Hefði ekki gerst fyrir fjórum til fimm árum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 31. janúar 2025 07:30 Hlín Eiríksdóttir átti tvö frábær ár með Kristianstad og var með 26 mörk og 11 stoðsendingar á tveimur tímabilum. @kristianstadsdff Hlín Eiríksdóttir er orðinn leikmaður enska úrvalsdeildarliðsins Leicester City eftir að enska liðið keypti hana í gær frá sænska liðinu Kristianstad. Kristianstad þakkaði Hlín fyrir á miðlum sínum og óskaði henni góðs gengis í enska boltanum. Hlín átti tvö frábær tímabil með Kristianstad, skoraði 11 mörk í 26 leikjum fyrra tímabilið og 15 mörk í 25 leikjum síðara tímabilið. Hlín skrifaði síðan undir nýjan samning við sænska félagið en áður en hún spilaði sinn fyrsta leik undir honum þá var hún seld til Englands. Kristianstad fór yfir gang mála á miðlum sínum. „Fyrir nokkrum viku þá ákvað Hlín Eiríksdóttir að framlengja samning sinn við Kristianstads DFF. Það kom mörgum á óvart af því að það hafi verið mikill áhugi á henni frá erlendum félögum síðustu mánuði,“ segir í færslu á miðlum Kristianstad. „Í síðustu viku kom síðan í ljós að áhuginn á henni hafði ekki minnkað. Það endaði með því að Leicester City FC og Kristianstads DFF komu sér saman um að sölu á leikmanninum og hún hefur nú skipt um lið,“ segir í færslunni. Þar er einnig stutt viðtal við Lovisa Ström, framkvæmdastjóra sænska félagsins. „Það var mjög ofarlega á óskalista mínum síðasta haust að framlengja samninginn við Hlín. Það tók sinn tíma að landa þeim samningi. Við ræddum saman og gerðum okkur grein fyrir því að það gætu komið tilboð í hana og þá yrðum við að meta stöðuna aftur,“ sagði Lovisa Ström. „Nú hefur Leicester City komið með tilboð sem bæði við í KDFF og Hlín erum sátt við. Það gerði þessi félagsskipti möguleg. Þetta hefði ekki gerst fyrir fjórum til fimm árum,“ sagði Ström og vísar þá í það að þá var mjög sjaldgæft að kvennaliðin hefðu peninga til að kaupa leikmenn. „Ef sama staða hefði komið upp þá þá hefði Leicester haft áhuga á henni en ekki gert meira í því. Nú er kaup á leikmönnum í kvennafóboltanum orðin náttúrulegur hluti af okkar fótboltaheimi,“ sagði Ström. „Við erum ofboðslega þakklát fyrir það sem Hlín gerði fyrir félagið á þessum tveimur tímabilum hjá KDFF og við óskum henni alls hins besta í ensku úrvalsdeildinni,“ sagði Ström. View this post on Instagram A post shared by Kristianstads DFF (@kristianstadsdff) Enski boltinn Mest lesið Færeyingar taka upp VAR Fótbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Stjörnur Kolstad þurfa að taka á sig launalækkun Handbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Dregið í enska bikarnum: Mávarnir fljúga til Manchester Enski boltinn Sandra María með þrennu og er markahæst í Þýskalandi Fótbolti Úlfarnir lítil fyrirstaða fyrir Rauðu djöflana Enski boltinn Barton dæmdur í hálfs árs fangelsi Enski boltinn Átta liða úrslitin á HM klár Handbolti „Hortugasta klapp sem ég hef séð“ Körfubolti Fleiri fréttir Úlfarnir lítil fyrirstaða fyrir Rauðu djöflana Dregið í enska bikarnum: Mávarnir fljúga til Manchester Slot: „Hef ekki hugmynd hvort Salah hafi spilað sinn síðasta leik fyrir Liverpool“ Barton dæmdur í hálfs árs fangelsi Salah ekki með Liverpool til Ítalíu Kom stjórnendum Liverpool á óvart hversu harðorður Salah var Scholes segir félagið eyðileggja Mainoo Búist við að Salah verði hent úr hóp Salah-málið farið að minna mikið á þegar Ronaldo yfirgaf Man Utd „Hann er með einhverjar Ibiza-myndir af Slot“ Sjáðu markið sem West Ham-menn sáu tvær ástæður til að dæma af Beðið eftir blaðamannafundi Slot í dag: Er einhver leið til baka fyrir Salah? Landsliðsmaður handtekinn í London Sér bara eina leið fyrir Salah: „Komi og biðjist innilega afsökunar“ Guéhi hetjan og Palace upp í fjórða sæti Hópslagsmál á vellinum: „Áður en ég vissi af flugu hnefar út um allt“ Hömrunum heitt í hamsi eftir dramatík Owen um Salah: „Skil hvernig þér líður“ Karólína lagði upp en Hlín meiddist Íslenskir Púlarar í sárum: „Takk fyrir allt Mósi minn“ Kominn með nóg og vill fara frá United Fyrrum eigandi Liverpool látinn Skýtur á Salah: „Lætur þetta allt snúast um sig“ Sjáðu mörkin: Guimaraes beint úr horni, dramatík hjá Liverpool og öll hin Sprengja frá Salah: Gerður að blóraböggli og brostið samband við Slot „Erfitt þegar þú færð á þig mörk án þess að fá á þig færi“ Hádramatík í sex marka leik Aftur aflýst hjá Andra vegna bleytu Everton í fimmta sæti og langþráður sigur Spurs Varnarmenn City í stuði og aðeins tvö stig í Arsenal Sjá meira
Kristianstad þakkaði Hlín fyrir á miðlum sínum og óskaði henni góðs gengis í enska boltanum. Hlín átti tvö frábær tímabil með Kristianstad, skoraði 11 mörk í 26 leikjum fyrra tímabilið og 15 mörk í 25 leikjum síðara tímabilið. Hlín skrifaði síðan undir nýjan samning við sænska félagið en áður en hún spilaði sinn fyrsta leik undir honum þá var hún seld til Englands. Kristianstad fór yfir gang mála á miðlum sínum. „Fyrir nokkrum viku þá ákvað Hlín Eiríksdóttir að framlengja samning sinn við Kristianstads DFF. Það kom mörgum á óvart af því að það hafi verið mikill áhugi á henni frá erlendum félögum síðustu mánuði,“ segir í færslu á miðlum Kristianstad. „Í síðustu viku kom síðan í ljós að áhuginn á henni hafði ekki minnkað. Það endaði með því að Leicester City FC og Kristianstads DFF komu sér saman um að sölu á leikmanninum og hún hefur nú skipt um lið,“ segir í færslunni. Þar er einnig stutt viðtal við Lovisa Ström, framkvæmdastjóra sænska félagsins. „Það var mjög ofarlega á óskalista mínum síðasta haust að framlengja samninginn við Hlín. Það tók sinn tíma að landa þeim samningi. Við ræddum saman og gerðum okkur grein fyrir því að það gætu komið tilboð í hana og þá yrðum við að meta stöðuna aftur,“ sagði Lovisa Ström. „Nú hefur Leicester City komið með tilboð sem bæði við í KDFF og Hlín erum sátt við. Það gerði þessi félagsskipti möguleg. Þetta hefði ekki gerst fyrir fjórum til fimm árum,“ sagði Ström og vísar þá í það að þá var mjög sjaldgæft að kvennaliðin hefðu peninga til að kaupa leikmenn. „Ef sama staða hefði komið upp þá þá hefði Leicester haft áhuga á henni en ekki gert meira í því. Nú er kaup á leikmönnum í kvennafóboltanum orðin náttúrulegur hluti af okkar fótboltaheimi,“ sagði Ström. „Við erum ofboðslega þakklát fyrir það sem Hlín gerði fyrir félagið á þessum tveimur tímabilum hjá KDFF og við óskum henni alls hins besta í ensku úrvalsdeildinni,“ sagði Ström. View this post on Instagram A post shared by Kristianstads DFF (@kristianstadsdff)
Enski boltinn Mest lesið Færeyingar taka upp VAR Fótbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Stjörnur Kolstad þurfa að taka á sig launalækkun Handbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Dregið í enska bikarnum: Mávarnir fljúga til Manchester Enski boltinn Sandra María með þrennu og er markahæst í Þýskalandi Fótbolti Úlfarnir lítil fyrirstaða fyrir Rauðu djöflana Enski boltinn Barton dæmdur í hálfs árs fangelsi Enski boltinn Átta liða úrslitin á HM klár Handbolti „Hortugasta klapp sem ég hef séð“ Körfubolti Fleiri fréttir Úlfarnir lítil fyrirstaða fyrir Rauðu djöflana Dregið í enska bikarnum: Mávarnir fljúga til Manchester Slot: „Hef ekki hugmynd hvort Salah hafi spilað sinn síðasta leik fyrir Liverpool“ Barton dæmdur í hálfs árs fangelsi Salah ekki með Liverpool til Ítalíu Kom stjórnendum Liverpool á óvart hversu harðorður Salah var Scholes segir félagið eyðileggja Mainoo Búist við að Salah verði hent úr hóp Salah-málið farið að minna mikið á þegar Ronaldo yfirgaf Man Utd „Hann er með einhverjar Ibiza-myndir af Slot“ Sjáðu markið sem West Ham-menn sáu tvær ástæður til að dæma af Beðið eftir blaðamannafundi Slot í dag: Er einhver leið til baka fyrir Salah? Landsliðsmaður handtekinn í London Sér bara eina leið fyrir Salah: „Komi og biðjist innilega afsökunar“ Guéhi hetjan og Palace upp í fjórða sæti Hópslagsmál á vellinum: „Áður en ég vissi af flugu hnefar út um allt“ Hömrunum heitt í hamsi eftir dramatík Owen um Salah: „Skil hvernig þér líður“ Karólína lagði upp en Hlín meiddist Íslenskir Púlarar í sárum: „Takk fyrir allt Mósi minn“ Kominn með nóg og vill fara frá United Fyrrum eigandi Liverpool látinn Skýtur á Salah: „Lætur þetta allt snúast um sig“ Sjáðu mörkin: Guimaraes beint úr horni, dramatík hjá Liverpool og öll hin Sprengja frá Salah: Gerður að blóraböggli og brostið samband við Slot „Erfitt þegar þú færð á þig mörk án þess að fá á þig færi“ Hádramatík í sex marka leik Aftur aflýst hjá Andra vegna bleytu Everton í fimmta sæti og langþráður sigur Spurs Varnarmenn City í stuði og aðeins tvö stig í Arsenal Sjá meira