„Ég er mjög vonsvikinn að við leyfum okkur þetta“ Siggeir Ævarsson skrifar 30. janúar 2025 22:03 Rúnar Ingi reynir að koma skilaboðum áleiðis til leikmanna sinna Vísir/Hulda Margrét Njarðvíkingar byrjuðu leikinn í kvöld gegn Valsmönnum á fleygiferð en virtust svo algjörlega missa móðinn eftir því sem leið á en Valsmenn unnu að lokum nokkuð öruggan 88-76 sigur þegar liðin mættust í Bónus-deild karla. Rúnar Ingi Erlingsson, þjálfari Njarðvíkur, var ekki sáttur með hvernig hans menn tóku á mótlæti kvöldsins en tók sökina þó á sig. „Þeir voru bara andlega betur tilbúnir fyrir baráttu í 40 mínútur. Tókust betur á við þær áskoranir sem eru innifaldar í því að spila alvöru körfuboltaleik, með öllum þeim ófullkomnu hlutum sem eiga að gerast á þeim 40 mínutum. Þeir díluðu bara betur við það og sýndu mátt sinn varnarmegin í seinni hálfleik. Ég þarf að taka sökina á mig fyrir að halda mínum mönnum ekki nægilega vel öguðum til að taka betri ákvarðanir sóknarlega.“ „Ég á að ráða hvernig spilað“ Njarðvíkingar hittu mjög vel fyrir utan í byrjun leiks og settu niður sex þrista. Nýtingin þeirra í leiknum var góð en þristunum fækkaði mjög eftir því sem leið á leikinn. Þar var það varnarleikur Valsmanna sem réð úrslitum sem og ákvarðanataka gestanna. „Við verðum eitthvað ragir, smeykir. Vorum ekki að ná að brjóta vörnina jafn mikið í seinni hálfleiknum. Vorum að velja „drive-in“ of snemma á móti varnarmönnum sem við eigum ekki að ráðast á. Seinir að gefa hann, ef við gáfum hann! Þar af leiðandi erum við að opna færri háprósentu þriggjastiga skot eins og við vorum að ná að gera meira af í fyrri hálfleik.“ „Þetta er bara eitthvað sem ég verð að taka á mig sem þjálfara. Ég á að ráða hvernig spilað og að hverju við erum að leita, ég þarf að skýra það greinilega aðeins betur út fyrir mönnum að við þurfum að spila liðskörfubolta ef við ætlum að vinna eitthvað.“ Valsmenn náðu 14-0 áhlaupi í lok þriðja og í upphafi fjórða leikhluta og það var engu líkara en Njarðvíkingar gæfust hreinlega upp í kjölfarið. Rúnar ítrekaði fyrri orð sín aðspurður um þennan kafla. „Aftur, áskoranirnar sem eru innifaldar í 40 mínútna körfuboltaleik. Bæði það að geta verið með góðan anda og hafa gaman þegar vel gengur þá snýst þetta líka um að halda velli. Ekki vera einhver fórnarlömb aðstæðna. Dómarar hér og þar. Það voru hvað, átta körfuboltalið að keppa í kvöld og allir fengu fullt af dómum á móti sér sem þeir voru mjög ósammála í mómentinu. Liðin sem díla betur við það andlega og eru ekki með eitthvað væl, það eru yfirleitt liðin sem vinna.“ Hann viðurkenndi að hann væri vonsvikinn með það hvernig hans menn brugðust við mótlætinu en sjálfur ætlar hann ekki að leggja árar í bát heldur vinna enn betur í því að undirbúa liðið fyrir átök eins og þessi. „Núna þarf ég að leggja meiri áherslu á hvernig ég stilli mína menn inn. Við erum búnir að vera að vinna í þessum hlutum mjög mikið og ég er mjög vonsvikinn að við leyfum okkur þetta. Það þýðir að ég þarf að vinna vinnuna mína betur til þess að passa upp á að við bregðumst betur við sem heild og einstaklingar inn á vellinum.“ Körfubolti Bónus-deild karla UMF Njarðvík Mest lesið Féll á lyfjaprófi á HM íslenska hestsins og missir silfur: „Eins og ég sé glæpamaður“ Sport Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Enski boltinn „Þetta svíður mig mjög sárt“ Fótbolti Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Íslenski boltinn Lausanne - Breiðablik 3-0 | Enn stigalausir á stóra sviðinu Fótbolti Benedikt gefur Stjörnunni ráð: Alls ekki hringja í eldri bróðurinn Körfubolti Drónabannið í Danmörku skapar vandamál fyrir fótboltafélögin Fótbolti FIFA: Donald Trump ræður engu um það Fótbolti Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? Íslenski boltinn Töpuðu fyrir Íslandi en ekki í Meistaradeildinni Fótbolti Fleiri fréttir Álftanes - Ármann | Ljúka 44 ára bið Keflavík - ÍR | Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? ÍA - Þór Þ. | Loksins aftur leikið á Akranesi í efstu deild KR - Stjarnan | Titilvörnin hefst í Vesturbæ Ekkert þriggja stiga skot þegar Ármann spilaði síðast í efstu deild Fannst Þórsarar og Lárus þurfa frí frá hvor öðrum Benedikt gefur Stjörnunni ráð: Alls ekki hringja í eldri bróðurinn „Vorum eiginlega búnar að reka hana í hálfleik“ Uppgjörið: Keflavík - Valur 79-88 |Frábær endurkomusigur hjá Val Beeman gekk frá fyrrum félögum Stólarnir sóttu sigur til Slóvakíu í fyrsta leik Verður sá síðasti í sögunni til að spila í treyju númer sex Jón vísar ummælum Rögnvaldar til föðurhúsanna Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Craig Pedersen heldur áfram með íslenska landsliðið Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana KR vann nýliðaslaginn Meistararnir byrja á góðum sigri Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 64-81 | Reynslan skilaði gestunum sigri „Væri eiginlega kjánalegt að segjast ekki ætla að gera betur“ Ragnar frá Þorlákshöfn í Grindavík „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Al Horford til Golden State Uppgjörið: Stjarnan - Valur 90-89 | Stjarnan náði að halda út og er meistari meistaranna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 83-86 | Njarðvík meistari meistaranna eftir kaflaskiptan leik Tindastóli og Njarðvík spáð toppnum í vetur Svona var kynningarfundurinn fyrir Bónus-deildirnar í vetur Yfirlýsing KKÍ: Hvorki vilja né geta tjáð sig um mál Davíðs Helenu nóg boðið: „Ætlum við í alvöru að leyfa þessu að gerast?“ Formaður dómaranefndar KKÍ tjáir sig ekki Sjá meira
Rúnar Ingi Erlingsson, þjálfari Njarðvíkur, var ekki sáttur með hvernig hans menn tóku á mótlæti kvöldsins en tók sökina þó á sig. „Þeir voru bara andlega betur tilbúnir fyrir baráttu í 40 mínútur. Tókust betur á við þær áskoranir sem eru innifaldar í því að spila alvöru körfuboltaleik, með öllum þeim ófullkomnu hlutum sem eiga að gerast á þeim 40 mínutum. Þeir díluðu bara betur við það og sýndu mátt sinn varnarmegin í seinni hálfleik. Ég þarf að taka sökina á mig fyrir að halda mínum mönnum ekki nægilega vel öguðum til að taka betri ákvarðanir sóknarlega.“ „Ég á að ráða hvernig spilað“ Njarðvíkingar hittu mjög vel fyrir utan í byrjun leiks og settu niður sex þrista. Nýtingin þeirra í leiknum var góð en þristunum fækkaði mjög eftir því sem leið á leikinn. Þar var það varnarleikur Valsmanna sem réð úrslitum sem og ákvarðanataka gestanna. „Við verðum eitthvað ragir, smeykir. Vorum ekki að ná að brjóta vörnina jafn mikið í seinni hálfleiknum. Vorum að velja „drive-in“ of snemma á móti varnarmönnum sem við eigum ekki að ráðast á. Seinir að gefa hann, ef við gáfum hann! Þar af leiðandi erum við að opna færri háprósentu þriggjastiga skot eins og við vorum að ná að gera meira af í fyrri hálfleik.“ „Þetta er bara eitthvað sem ég verð að taka á mig sem þjálfara. Ég á að ráða hvernig spilað og að hverju við erum að leita, ég þarf að skýra það greinilega aðeins betur út fyrir mönnum að við þurfum að spila liðskörfubolta ef við ætlum að vinna eitthvað.“ Valsmenn náðu 14-0 áhlaupi í lok þriðja og í upphafi fjórða leikhluta og það var engu líkara en Njarðvíkingar gæfust hreinlega upp í kjölfarið. Rúnar ítrekaði fyrri orð sín aðspurður um þennan kafla. „Aftur, áskoranirnar sem eru innifaldar í 40 mínútna körfuboltaleik. Bæði það að geta verið með góðan anda og hafa gaman þegar vel gengur þá snýst þetta líka um að halda velli. Ekki vera einhver fórnarlömb aðstæðna. Dómarar hér og þar. Það voru hvað, átta körfuboltalið að keppa í kvöld og allir fengu fullt af dómum á móti sér sem þeir voru mjög ósammála í mómentinu. Liðin sem díla betur við það andlega og eru ekki með eitthvað væl, það eru yfirleitt liðin sem vinna.“ Hann viðurkenndi að hann væri vonsvikinn með það hvernig hans menn brugðust við mótlætinu en sjálfur ætlar hann ekki að leggja árar í bát heldur vinna enn betur í því að undirbúa liðið fyrir átök eins og þessi. „Núna þarf ég að leggja meiri áherslu á hvernig ég stilli mína menn inn. Við erum búnir að vera að vinna í þessum hlutum mjög mikið og ég er mjög vonsvikinn að við leyfum okkur þetta. Það þýðir að ég þarf að vinna vinnuna mína betur til þess að passa upp á að við bregðumst betur við sem heild og einstaklingar inn á vellinum.“
Körfubolti Bónus-deild karla UMF Njarðvík Mest lesið Féll á lyfjaprófi á HM íslenska hestsins og missir silfur: „Eins og ég sé glæpamaður“ Sport Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Enski boltinn „Þetta svíður mig mjög sárt“ Fótbolti Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Íslenski boltinn Lausanne - Breiðablik 3-0 | Enn stigalausir á stóra sviðinu Fótbolti Benedikt gefur Stjörnunni ráð: Alls ekki hringja í eldri bróðurinn Körfubolti Drónabannið í Danmörku skapar vandamál fyrir fótboltafélögin Fótbolti FIFA: Donald Trump ræður engu um það Fótbolti Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? Íslenski boltinn Töpuðu fyrir Íslandi en ekki í Meistaradeildinni Fótbolti Fleiri fréttir Álftanes - Ármann | Ljúka 44 ára bið Keflavík - ÍR | Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? ÍA - Þór Þ. | Loksins aftur leikið á Akranesi í efstu deild KR - Stjarnan | Titilvörnin hefst í Vesturbæ Ekkert þriggja stiga skot þegar Ármann spilaði síðast í efstu deild Fannst Þórsarar og Lárus þurfa frí frá hvor öðrum Benedikt gefur Stjörnunni ráð: Alls ekki hringja í eldri bróðurinn „Vorum eiginlega búnar að reka hana í hálfleik“ Uppgjörið: Keflavík - Valur 79-88 |Frábær endurkomusigur hjá Val Beeman gekk frá fyrrum félögum Stólarnir sóttu sigur til Slóvakíu í fyrsta leik Verður sá síðasti í sögunni til að spila í treyju númer sex Jón vísar ummælum Rögnvaldar til föðurhúsanna Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Craig Pedersen heldur áfram með íslenska landsliðið Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana KR vann nýliðaslaginn Meistararnir byrja á góðum sigri Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 64-81 | Reynslan skilaði gestunum sigri „Væri eiginlega kjánalegt að segjast ekki ætla að gera betur“ Ragnar frá Þorlákshöfn í Grindavík „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Al Horford til Golden State Uppgjörið: Stjarnan - Valur 90-89 | Stjarnan náði að halda út og er meistari meistaranna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 83-86 | Njarðvík meistari meistaranna eftir kaflaskiptan leik Tindastóli og Njarðvík spáð toppnum í vetur Svona var kynningarfundurinn fyrir Bónus-deildirnar í vetur Yfirlýsing KKÍ: Hvorki vilja né geta tjáð sig um mál Davíðs Helenu nóg boðið: „Ætlum við í alvöru að leyfa þessu að gerast?“ Formaður dómaranefndar KKÍ tjáir sig ekki Sjá meira