„Ég er mjög vonsvikinn að við leyfum okkur þetta“ Siggeir Ævarsson skrifar 30. janúar 2025 22:03 Rúnar Ingi reynir að koma skilaboðum áleiðis til leikmanna sinna Vísir/Hulda Margrét Njarðvíkingar byrjuðu leikinn í kvöld gegn Valsmönnum á fleygiferð en virtust svo algjörlega missa móðinn eftir því sem leið á en Valsmenn unnu að lokum nokkuð öruggan 88-76 sigur þegar liðin mættust í Bónus-deild karla. Rúnar Ingi Erlingsson, þjálfari Njarðvíkur, var ekki sáttur með hvernig hans menn tóku á mótlæti kvöldsins en tók sökina þó á sig. „Þeir voru bara andlega betur tilbúnir fyrir baráttu í 40 mínútur. Tókust betur á við þær áskoranir sem eru innifaldar í því að spila alvöru körfuboltaleik, með öllum þeim ófullkomnu hlutum sem eiga að gerast á þeim 40 mínutum. Þeir díluðu bara betur við það og sýndu mátt sinn varnarmegin í seinni hálfleik. Ég þarf að taka sökina á mig fyrir að halda mínum mönnum ekki nægilega vel öguðum til að taka betri ákvarðanir sóknarlega.“ „Ég á að ráða hvernig spilað“ Njarðvíkingar hittu mjög vel fyrir utan í byrjun leiks og settu niður sex þrista. Nýtingin þeirra í leiknum var góð en þristunum fækkaði mjög eftir því sem leið á leikinn. Þar var það varnarleikur Valsmanna sem réð úrslitum sem og ákvarðanataka gestanna. „Við verðum eitthvað ragir, smeykir. Vorum ekki að ná að brjóta vörnina jafn mikið í seinni hálfleiknum. Vorum að velja „drive-in“ of snemma á móti varnarmönnum sem við eigum ekki að ráðast á. Seinir að gefa hann, ef við gáfum hann! Þar af leiðandi erum við að opna færri háprósentu þriggjastiga skot eins og við vorum að ná að gera meira af í fyrri hálfleik.“ „Þetta er bara eitthvað sem ég verð að taka á mig sem þjálfara. Ég á að ráða hvernig spilað og að hverju við erum að leita, ég þarf að skýra það greinilega aðeins betur út fyrir mönnum að við þurfum að spila liðskörfubolta ef við ætlum að vinna eitthvað.“ Valsmenn náðu 14-0 áhlaupi í lok þriðja og í upphafi fjórða leikhluta og það var engu líkara en Njarðvíkingar gæfust hreinlega upp í kjölfarið. Rúnar ítrekaði fyrri orð sín aðspurður um þennan kafla. „Aftur, áskoranirnar sem eru innifaldar í 40 mínútna körfuboltaleik. Bæði það að geta verið með góðan anda og hafa gaman þegar vel gengur þá snýst þetta líka um að halda velli. Ekki vera einhver fórnarlömb aðstæðna. Dómarar hér og þar. Það voru hvað, átta körfuboltalið að keppa í kvöld og allir fengu fullt af dómum á móti sér sem þeir voru mjög ósammála í mómentinu. Liðin sem díla betur við það andlega og eru ekki með eitthvað væl, það eru yfirleitt liðin sem vinna.“ Hann viðurkenndi að hann væri vonsvikinn með það hvernig hans menn brugðust við mótlætinu en sjálfur ætlar hann ekki að leggja árar í bát heldur vinna enn betur í því að undirbúa liðið fyrir átök eins og þessi. „Núna þarf ég að leggja meiri áherslu á hvernig ég stilli mína menn inn. Við erum búnir að vera að vinna í þessum hlutum mjög mikið og ég er mjög vonsvikinn að við leyfum okkur þetta. Það þýðir að ég þarf að vinna vinnuna mína betur til þess að passa upp á að við bregðumst betur við sem heild og einstaklingar inn á vellinum.“ Körfubolti Bónus-deild karla UMF Njarðvík Mest lesið Hatar hvítu stuttbuxurnar Handbolti Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Handbolti Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Körfubolti Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Fótbolti Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Enski boltinn Breiðablik - KuPS | Landa þeir fyrsta sigri með nýjum skipstjóra? Fótbolti Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Körfubolti Mo Salah fjarlægði allt tengt Liverpool af miðlum sínum Enski boltinn Betri en allar konur í sögu bakgarðshlaupanna Sport Ótrúlegur Kane sá við Messi og Ronaldo Fótbolti Fleiri fréttir Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Elvar tapaði á grátlegan hátt á móti gömlu félögunum Uppgjör: Keflavík - Haukar 94-84 | Keflvíkingar tóku Íslandsmeistarana Nablinn sparkaði upp hurðinni í byrjun þáttarins Pedersen með landsliðið til 2029 Breyta reglum eftir brellu Stjörnunnar Troðslur og Braveheart fagn í Kemi tilþrifum umferðarinnar Uppgjörið: Grindavík-Stjarnan 79-66 | Frábær fjórði hjá Grindavík Nýliðar KR stöðvuðu sigurgöngu Njarðvíkur og fyrsti sigurinn í 65 ár Tryggvi frábær í öruggum Evrópusigri Músin Ragnar og stemning Stólanna Keflavík fær erlendan leikmann Keflvíkingar komu til baka í seinni hálfleik Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 99-93 | Álftanes vann Njarðvík í bikarnum í hörkuleik Stólarnir skotnir niður á jörðina í Tékklandi Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Nýr Ármenningur „með allan pakkann“ og pabba sem vann NBA Skagamenn bæta fyrrum landsliðsmanni Serbíu í hópinn Kevin Durant semur við Rockets til tveggja ára Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Teitur segir að Keflavík eigi að stefna á titilinn Uppgjörið: Keflavík - Stjarnan 92-71 | Meistararnir teknir til slátrunar Leik lokið: ÍR-Tindastóll 67-113 | Stólarnir í stuði í Skógarselinu Vill að hún fái að þjálfa í NBA Hraðinn hjá Stjörnunni hentar Orra vel „Við þurfum að hafa mjög góðar gætur á bakvörðunum“ Rúnar Ingi: Glaður að ég þurfti ekki að vera í opnunarleiknum á nýja húsinu Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 70-79 | Grindvíkingar með fullt hús Sjá meira
Rúnar Ingi Erlingsson, þjálfari Njarðvíkur, var ekki sáttur með hvernig hans menn tóku á mótlæti kvöldsins en tók sökina þó á sig. „Þeir voru bara andlega betur tilbúnir fyrir baráttu í 40 mínútur. Tókust betur á við þær áskoranir sem eru innifaldar í því að spila alvöru körfuboltaleik, með öllum þeim ófullkomnu hlutum sem eiga að gerast á þeim 40 mínutum. Þeir díluðu bara betur við það og sýndu mátt sinn varnarmegin í seinni hálfleik. Ég þarf að taka sökina á mig fyrir að halda mínum mönnum ekki nægilega vel öguðum til að taka betri ákvarðanir sóknarlega.“ „Ég á að ráða hvernig spilað“ Njarðvíkingar hittu mjög vel fyrir utan í byrjun leiks og settu niður sex þrista. Nýtingin þeirra í leiknum var góð en þristunum fækkaði mjög eftir því sem leið á leikinn. Þar var það varnarleikur Valsmanna sem réð úrslitum sem og ákvarðanataka gestanna. „Við verðum eitthvað ragir, smeykir. Vorum ekki að ná að brjóta vörnina jafn mikið í seinni hálfleiknum. Vorum að velja „drive-in“ of snemma á móti varnarmönnum sem við eigum ekki að ráðast á. Seinir að gefa hann, ef við gáfum hann! Þar af leiðandi erum við að opna færri háprósentu þriggjastiga skot eins og við vorum að ná að gera meira af í fyrri hálfleik.“ „Þetta er bara eitthvað sem ég verð að taka á mig sem þjálfara. Ég á að ráða hvernig spilað og að hverju við erum að leita, ég þarf að skýra það greinilega aðeins betur út fyrir mönnum að við þurfum að spila liðskörfubolta ef við ætlum að vinna eitthvað.“ Valsmenn náðu 14-0 áhlaupi í lok þriðja og í upphafi fjórða leikhluta og það var engu líkara en Njarðvíkingar gæfust hreinlega upp í kjölfarið. Rúnar ítrekaði fyrri orð sín aðspurður um þennan kafla. „Aftur, áskoranirnar sem eru innifaldar í 40 mínútna körfuboltaleik. Bæði það að geta verið með góðan anda og hafa gaman þegar vel gengur þá snýst þetta líka um að halda velli. Ekki vera einhver fórnarlömb aðstæðna. Dómarar hér og þar. Það voru hvað, átta körfuboltalið að keppa í kvöld og allir fengu fullt af dómum á móti sér sem þeir voru mjög ósammála í mómentinu. Liðin sem díla betur við það andlega og eru ekki með eitthvað væl, það eru yfirleitt liðin sem vinna.“ Hann viðurkenndi að hann væri vonsvikinn með það hvernig hans menn brugðust við mótlætinu en sjálfur ætlar hann ekki að leggja árar í bát heldur vinna enn betur í því að undirbúa liðið fyrir átök eins og þessi. „Núna þarf ég að leggja meiri áherslu á hvernig ég stilli mína menn inn. Við erum búnir að vera að vinna í þessum hlutum mjög mikið og ég er mjög vonsvikinn að við leyfum okkur þetta. Það þýðir að ég þarf að vinna vinnuna mína betur til þess að passa upp á að við bregðumst betur við sem heild og einstaklingar inn á vellinum.“
Körfubolti Bónus-deild karla UMF Njarðvík Mest lesið Hatar hvítu stuttbuxurnar Handbolti Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Handbolti Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Körfubolti Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Fótbolti Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Enski boltinn Breiðablik - KuPS | Landa þeir fyrsta sigri með nýjum skipstjóra? Fótbolti Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Körfubolti Mo Salah fjarlægði allt tengt Liverpool af miðlum sínum Enski boltinn Betri en allar konur í sögu bakgarðshlaupanna Sport Ótrúlegur Kane sá við Messi og Ronaldo Fótbolti Fleiri fréttir Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Elvar tapaði á grátlegan hátt á móti gömlu félögunum Uppgjör: Keflavík - Haukar 94-84 | Keflvíkingar tóku Íslandsmeistarana Nablinn sparkaði upp hurðinni í byrjun þáttarins Pedersen með landsliðið til 2029 Breyta reglum eftir brellu Stjörnunnar Troðslur og Braveheart fagn í Kemi tilþrifum umferðarinnar Uppgjörið: Grindavík-Stjarnan 79-66 | Frábær fjórði hjá Grindavík Nýliðar KR stöðvuðu sigurgöngu Njarðvíkur og fyrsti sigurinn í 65 ár Tryggvi frábær í öruggum Evrópusigri Músin Ragnar og stemning Stólanna Keflavík fær erlendan leikmann Keflvíkingar komu til baka í seinni hálfleik Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 99-93 | Álftanes vann Njarðvík í bikarnum í hörkuleik Stólarnir skotnir niður á jörðina í Tékklandi Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Nýr Ármenningur „með allan pakkann“ og pabba sem vann NBA Skagamenn bæta fyrrum landsliðsmanni Serbíu í hópinn Kevin Durant semur við Rockets til tveggja ára Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Teitur segir að Keflavík eigi að stefna á titilinn Uppgjörið: Keflavík - Stjarnan 92-71 | Meistararnir teknir til slátrunar Leik lokið: ÍR-Tindastóll 67-113 | Stólarnir í stuði í Skógarselinu Vill að hún fái að þjálfa í NBA Hraðinn hjá Stjörnunni hentar Orra vel „Við þurfum að hafa mjög góðar gætur á bakvörðunum“ Rúnar Ingi: Glaður að ég þurfti ekki að vera í opnunarleiknum á nýja húsinu Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 70-79 | Grindvíkingar með fullt hús Sjá meira