Anton fær liðið sem tapar varla leik: „Hollt fyrir þær að fá eitthvað nýtt og ferskt“ Sindri Sverrisson skrifar 31. janúar 2025 09:02 Anton Rúnarsson er öllum hnútum kunnugur á Hlíðarenda eftir að hafa verið lykilleikmaður hjá Val og svo aðstoðarþjálfari karlaliðsins síðustu tvær leiktíðir. vísir/Sigurjón „Þetta verður ekki auðvelt,“ segir Anton Rúnarsson sem í sumar verður nýr þjálfari hins sigursæla kvennaliðs Vals í handbolta. Þetta verður fyrsta starf Antons sem aðalþjálfari. Valskonur unnu alla sína leiki, í öllum keppnum, á árinu 2024. Þær eru því ríkjandi Ísland- og bikarmeistarar, efstar í Olís-deildinni og komnar í 8-liða úrslit í Evrópukeppni. Það er í raun varla hægt að gera betur og Anton er meðvitaður um það. „Ég er hrikalega spenntur og tilbúinn í þetta verkefni. Fullur tilhlökkunar að glíma við þetta. Það hefur verið frábær árangur hérna undir handleiðslu Ágústs, sem er auðvitað frábær þjálfari, en ég er mjög spenntur fyrir þessu,“ segir Anton og bætir við: „Þetta verður ekki auðvelt. En ég er til í svona áskorun og ég held að það sé rétt skref á mínum ferli að taka við svona verkefni, sem mun reyna rosalega mikið á mig og hópinn. Það verður bara veisla að glíma við þetta og ég er fullur tilhlökkunar og spenntur fyrir þessu.“ Getur leitað til margra reynslumikilla þjálfara Anton, sem er 36 ára, tekur við af Ágústi Jóhannssyni, sem hefur stýrt kvennaliði Vals síðustu átta ár við afar góðan orðstír. Ágúst tekur við karlaliði Vals í sumar en þar hefur Anton verið aðstoðarþjálfari síðustu tvö ár og meðal annars tekið þátt í fyrsta sigri íslensks liðs í Evrópukeppni. Það verður því auðvelt fyrir Anton að heyra í Ágústi kjósi hann svo: „Ég er í toppmálum hérna í Val og get leitað til margra reynslumikilla þjálfara. Gústi verður hérna á kantinum, Óskar [Bjarni Óskarsson, aðalþjálfari karlaliðs Vals] og fleiri. Ég verð í góðum höndum og mun eflaust leita einhverra ráða. Það er mjög gott og gerir Val að því sem félagið er í dag. Frábær liðsandi, sama í hvaða deild það er, svo ég er í mjög góðum málum,“ segir Anton. Mjög efnilegar stelpur banka á dyrnar „Núna fer maður á fullt í að skoða leikmannamálin, setjast niður og ræða við stelpurnar. Ég held það sé líka hollt fyrir þær að fá eitthvað nýtt og ferskt inn í þetta. Vonandi verður árangurinn áfram góður, við reynum að gera þetta saman og nýta alla krafta sem við getum,“ segir Anton en hvernig sér hann framhaldið fyrir sér þegar hann tekur við liðinu? „Þetta er frábært lið eins og það hefur sýnt síðustu ár en við erum líka með mjög efnilegar stelpur í yngri flokkum sem banka á dyrnar. Við ætlum, eins og undanfarin ár, að gefa ungum stelpum tækifæri til að komast inn í þetta hægt og rólega. Þetta er spennandi og mjög björt framtíð.“ Olís-deild kvenna Valur Mest lesið Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Íslenski boltinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Formúla 1 Hljóp í tólf klukkutíma rifbeinsbrotinn Sport Hárið í hættu hjá United manninum Enski boltinn Setja fjórtán milljarða í kvennadeildina Fótbolti „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Enski boltinn Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Körfubolti Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Enski boltinn Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn og Glódís sátu fyrir svörum Fótbolti Kennir Carvajal um lætin eftir El Clasico Fótbolti Fleiri fréttir Gísli bjó til meira en þriðjung markanna Haukur magnaður í sigri Löwen Blær skoraði þrjú og lagði upp jöfnunarmarkið KA/Þór sótti sigur gegn Fram og stigalausar Stjörnukonur Fram kjöldró HK og spenna í Eyjum Meistararnir unnu gegn ÍBV og ÍR hafði betur gegn Selfyssingum Donni og félagar björguðu stigi undir lokin Afturelding komst upp að hlið Hauka Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Bernard fór mikinn en Valsmenn sluppu með sigurinn Fyrsti sigur Þórsara síðan í byrjun september Ómar Ingi með fullkomnan leik í Meistaradeildinni Guðjón Valur og lærisveinar hársbreidd frá því að vinna Kiel Hlakka til að sjá Viktor Gísla aftur og senda honum skilaboð Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Hatar hvítu stuttbuxurnar Fjölga stórmótum landsliða í handboltanum Allt jafnt í bikarslag íslensku stelpnanna Orri fagnaði í Íslendingaslag í Meistaradeildinni Hjartavandamál halda Reyni frá keppni Stórar breytingar á Evrópukeppnum í handbolta Framarar töpuðu aftur á heimavelli í Evrópudeildinni Magdeburg komst örugglega áfram í sextán liða úrslitin Íslensku strákarnir áberandi í Evrópudeildinni „Stærri og sterkari en liðin sem við þekkjum hérna heima“ Viktor til liðs við frænda sinn og bróður Uppgjörið: Portúgal - Ísland 26-25 | Annar eltingaleikur íslenska liðsins endar með öðru tapi Kom að fjórtán mörkum í stórsigri á Leipzig Sjá meira
Valskonur unnu alla sína leiki, í öllum keppnum, á árinu 2024. Þær eru því ríkjandi Ísland- og bikarmeistarar, efstar í Olís-deildinni og komnar í 8-liða úrslit í Evrópukeppni. Það er í raun varla hægt að gera betur og Anton er meðvitaður um það. „Ég er hrikalega spenntur og tilbúinn í þetta verkefni. Fullur tilhlökkunar að glíma við þetta. Það hefur verið frábær árangur hérna undir handleiðslu Ágústs, sem er auðvitað frábær þjálfari, en ég er mjög spenntur fyrir þessu,“ segir Anton og bætir við: „Þetta verður ekki auðvelt. En ég er til í svona áskorun og ég held að það sé rétt skref á mínum ferli að taka við svona verkefni, sem mun reyna rosalega mikið á mig og hópinn. Það verður bara veisla að glíma við þetta og ég er fullur tilhlökkunar og spenntur fyrir þessu.“ Getur leitað til margra reynslumikilla þjálfara Anton, sem er 36 ára, tekur við af Ágústi Jóhannssyni, sem hefur stýrt kvennaliði Vals síðustu átta ár við afar góðan orðstír. Ágúst tekur við karlaliði Vals í sumar en þar hefur Anton verið aðstoðarþjálfari síðustu tvö ár og meðal annars tekið þátt í fyrsta sigri íslensks liðs í Evrópukeppni. Það verður því auðvelt fyrir Anton að heyra í Ágústi kjósi hann svo: „Ég er í toppmálum hérna í Val og get leitað til margra reynslumikilla þjálfara. Gústi verður hérna á kantinum, Óskar [Bjarni Óskarsson, aðalþjálfari karlaliðs Vals] og fleiri. Ég verð í góðum höndum og mun eflaust leita einhverra ráða. Það er mjög gott og gerir Val að því sem félagið er í dag. Frábær liðsandi, sama í hvaða deild það er, svo ég er í mjög góðum málum,“ segir Anton. Mjög efnilegar stelpur banka á dyrnar „Núna fer maður á fullt í að skoða leikmannamálin, setjast niður og ræða við stelpurnar. Ég held það sé líka hollt fyrir þær að fá eitthvað nýtt og ferskt inn í þetta. Vonandi verður árangurinn áfram góður, við reynum að gera þetta saman og nýta alla krafta sem við getum,“ segir Anton en hvernig sér hann framhaldið fyrir sér þegar hann tekur við liðinu? „Þetta er frábært lið eins og það hefur sýnt síðustu ár en við erum líka með mjög efnilegar stelpur í yngri flokkum sem banka á dyrnar. Við ætlum, eins og undanfarin ár, að gefa ungum stelpum tækifæri til að komast inn í þetta hægt og rólega. Þetta er spennandi og mjög björt framtíð.“
Olís-deild kvenna Valur Mest lesið Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Íslenski boltinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Formúla 1 Hljóp í tólf klukkutíma rifbeinsbrotinn Sport Hárið í hættu hjá United manninum Enski boltinn Setja fjórtán milljarða í kvennadeildina Fótbolti „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Enski boltinn Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Körfubolti Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Enski boltinn Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn og Glódís sátu fyrir svörum Fótbolti Kennir Carvajal um lætin eftir El Clasico Fótbolti Fleiri fréttir Gísli bjó til meira en þriðjung markanna Haukur magnaður í sigri Löwen Blær skoraði þrjú og lagði upp jöfnunarmarkið KA/Þór sótti sigur gegn Fram og stigalausar Stjörnukonur Fram kjöldró HK og spenna í Eyjum Meistararnir unnu gegn ÍBV og ÍR hafði betur gegn Selfyssingum Donni og félagar björguðu stigi undir lokin Afturelding komst upp að hlið Hauka Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Bernard fór mikinn en Valsmenn sluppu með sigurinn Fyrsti sigur Þórsara síðan í byrjun september Ómar Ingi með fullkomnan leik í Meistaradeildinni Guðjón Valur og lærisveinar hársbreidd frá því að vinna Kiel Hlakka til að sjá Viktor Gísla aftur og senda honum skilaboð Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Hatar hvítu stuttbuxurnar Fjölga stórmótum landsliða í handboltanum Allt jafnt í bikarslag íslensku stelpnanna Orri fagnaði í Íslendingaslag í Meistaradeildinni Hjartavandamál halda Reyni frá keppni Stórar breytingar á Evrópukeppnum í handbolta Framarar töpuðu aftur á heimavelli í Evrópudeildinni Magdeburg komst örugglega áfram í sextán liða úrslitin Íslensku strákarnir áberandi í Evrópudeildinni „Stærri og sterkari en liðin sem við þekkjum hérna heima“ Viktor til liðs við frænda sinn og bróður Uppgjörið: Portúgal - Ísland 26-25 | Annar eltingaleikur íslenska liðsins endar með öðru tapi Kom að fjórtán mörkum í stórsigri á Leipzig Sjá meira