Plottað um heimsyfirráð eða dauða Sunna Sæmundsdóttir skrifar 30. janúar 2025 11:47 Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB, býst við mikilli stemningu í Iðnó í kvöld. vísir/vilhelm Blásið verður til Kvennaárs með dansveislu í Iðnó í kvöld. Í ár eru fimmtíu ár liðin frá Kvennafrídeginum og í tilefni þess verður allt árið verður lagt undir jafnréttisbaráttu að sögn formanns BSRB. Tugir samtaka standa að viðburðinum. „Þetta er fyrsti formlegi viðburðurinn okkar og við erum hátt í fimmtíu samtök, þau sömu og stóðu að kvennaverkfalli, að fylgja eftir byltingunni og vitundarvakningunni og höfum boðað til Kvennaárs 2025,“ segir Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB. Blásið er til Kvennaárs í tilefni þess að í ár eru fimmtíu ár liðin frá kvennafrídeginum. Sonja segir aðstandendur kvennaverkfallsins, sem efnt var árið 2023 með útifundi á Arnarhóli, hafa greint mikla eftirspurn eftir frekari samstöðuvettvangi. „Þannig við horfðum aðeins aftur í söguna og sáum að árið 1975, þegar kvennafrí var fyrst haldið, var allt árið undir. Það var af því að Sameinuðu þjóðirnar höfðu lýst yfir alþjóðlegu kvennaári og konur hér á landi tóku þetta mjög föstum tökum. Margir viðburðir og mikið að gerast þannig við ákváðum að blása aftur til þessa.“ Myndin er tekin á kvennaverkfalli árið 2023, líklega stærsta útifundi Íslandssögunnar. Talið er að hátt í hundrað þúsund manns hafi safnast saman á Arnarhóli.Vísir/Vilhelm Kröfurnar eru ýmsar og snúa meðal annars að því að uppræta kynbundinn launamun og kynbundið ofbeldi. „Svo erum við líka að fjalla um ólaunuðu störfin. Að það þurfi að grípa til aðgerða til þess að það sé jöfn skipting á ábyrgð á börnum og heimilshaldi hjá kynjum.“ Árið verður litað að ýmsum viðburðum en Sonja segir enn óákveðið hvað gert verður á kvennafrídeginum sjálfum í október. Ekki verði boðað aftur til verkfalls en aðstandendur taki á móti öllum hugmyndum, meðal annars í partýinu í Iðnó í kvöld. Sonja býst við góðri mætingu en viðburðurinn stendur frá klukkan fimm til níu og boðið verður upp á danskennslu til þess að keyra stemninguna í gang. „Svo ætlum við að hafa líka „trúnó og plott svæði“ þar sem fólk getur lagt á ráðin um það sem það ætlar að gera á árinu – heimsyfirráð eða dauða,“ segir Sonja glettin. Kvennafrídagurinn Jafnréttismál Stéttarfélög Dans Mest lesið Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Erlent Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Erlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent Fleiri fréttir Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Sjá meira
„Þetta er fyrsti formlegi viðburðurinn okkar og við erum hátt í fimmtíu samtök, þau sömu og stóðu að kvennaverkfalli, að fylgja eftir byltingunni og vitundarvakningunni og höfum boðað til Kvennaárs 2025,“ segir Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB. Blásið er til Kvennaárs í tilefni þess að í ár eru fimmtíu ár liðin frá kvennafrídeginum. Sonja segir aðstandendur kvennaverkfallsins, sem efnt var árið 2023 með útifundi á Arnarhóli, hafa greint mikla eftirspurn eftir frekari samstöðuvettvangi. „Þannig við horfðum aðeins aftur í söguna og sáum að árið 1975, þegar kvennafrí var fyrst haldið, var allt árið undir. Það var af því að Sameinuðu þjóðirnar höfðu lýst yfir alþjóðlegu kvennaári og konur hér á landi tóku þetta mjög föstum tökum. Margir viðburðir og mikið að gerast þannig við ákváðum að blása aftur til þessa.“ Myndin er tekin á kvennaverkfalli árið 2023, líklega stærsta útifundi Íslandssögunnar. Talið er að hátt í hundrað þúsund manns hafi safnast saman á Arnarhóli.Vísir/Vilhelm Kröfurnar eru ýmsar og snúa meðal annars að því að uppræta kynbundinn launamun og kynbundið ofbeldi. „Svo erum við líka að fjalla um ólaunuðu störfin. Að það þurfi að grípa til aðgerða til þess að það sé jöfn skipting á ábyrgð á börnum og heimilshaldi hjá kynjum.“ Árið verður litað að ýmsum viðburðum en Sonja segir enn óákveðið hvað gert verður á kvennafrídeginum sjálfum í október. Ekki verði boðað aftur til verkfalls en aðstandendur taki á móti öllum hugmyndum, meðal annars í partýinu í Iðnó í kvöld. Sonja býst við góðri mætingu en viðburðurinn stendur frá klukkan fimm til níu og boðið verður upp á danskennslu til þess að keyra stemninguna í gang. „Svo ætlum við að hafa líka „trúnó og plott svæði“ þar sem fólk getur lagt á ráðin um það sem það ætlar að gera á árinu – heimsyfirráð eða dauða,“ segir Sonja glettin.
Kvennafrídagurinn Jafnréttismál Stéttarfélög Dans Mest lesið Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Erlent Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Erlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent Fleiri fréttir Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Sjá meira