Þetta segir Sigríður Inga Sigurðardóttir, á samskiptasviði Vegagerðarinnar, í samtali við fréttastofu. Reykjanesbraut hefur verið lokað við Fitjar í átt að höfuðborginni, en gámabíllinn þveraði veginn við Voga.
„Það er búið að losa bílinn,“ segir Sigríður. Hún bendir vegfarendum á að allar nýjustu fréttir af færð verði settar inn á vef Vegagerðarinnar, Umferðin.is.
Bílaröð hafi myndast við lokunina, en þó ekki mjög löng.
„Við erum með hefil, hjólaskóflu og tvo mokstursbíla á svæðinu. Það er ágætis færi núna, ekki lengur þessi mikli skafrenningur.“