Að minnsta kosti fimm vilja verða rektor Háskóla Íslands Hólmfríður Gísladóttir skrifar 30. janúar 2025 10:39 Að minnsta kosti fimm verða í kjöri í kosningum til rektors. Að minnsta kosti fimm hafa í hyggju að sækja um embætti rektors Háskóla Íslands en umsóknarfresturinn rennur út á morgun. Nýr rektor verður skipaður í embætti frá 1. júlí 2025. Jón Atli Benediktsson, sem hefur sinnt embættinu í tíu ár, hefur ákveðið að láta af starfinu. Silja Bára Ómarsdóttir, prófessor við stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands, og Magnús Karl Magnússon, læknir og prófessor við HÍ, greindu frá því í október síðastliðnum að þau ætluðu að sækja um. Þá bættist Kolbrún Þ. Pálsdóttir, sviðsforseti og dósent við Menntavísindasvið, í hóp umsækjenda í desember. Björn Þorsteinsson, prófessor við sagnfræði- og heimspekideild, tilkynnti svo um framboð á samfélagsmiðlum 10. janúar og Ingibjörg Gunnarsdóttir, næringarfræðingur og aðstoðarrektor vísinda við HÍ, í gær. „Ég hef ákveðið að gefa kost á mér í embætti rektors Háskóla Íslands. Ákvörðunin er tekin að vandlega athuguðu máli. Ég hef trú á því að ég hafi margt til að bera sem reynst geti vel í starfi rektors á næstu árum. Ég hef víðtæka reynslu af kennslu, rannsóknum og stjórnun innan Háskólans og hef brennandi áhuga á hlutverki hans í samfélaginu,“ sagði Björn á Facebook. „Ég tel mig búa yfir ágætis reynslu til að takast á við fjölbreytt og krefjandi verkefni sem starfinu fylgja. Hins vegar er ég fullkomlega reynslulaus þegar kemur að kosningabaráttu, en hlakka til að takast á við óvissuna næstu vikurnar. Ég þigg með þökkum góð ráð og stuðning frá mér reynslumeira fólki á þessu sviði og þeim sem eru tilbúnir að styðja mig í þessu ferli,“ sagði Ingibjörg á sama miðli. Menningar-, nýsköpunar- og háskólaráðherra skipar háskólarektor til fimm ára samkvæmt tilefningu háskólaráðs. Tilnefning háskólaráðs fer fram að undangengnum kosningum í háskólanum en þar hafa atkvæðarétt skipaðir eða ráðnir starfsmenn HÍ, akademískir starfsmenn samstarfsstofnana HÍ og allir skráðir stúdentar við skólann. Atkvæði starfsmanna nema 70 prósentum og stúdenta 30 prósentum. Samkvæmt reglum skal kjördagur vera sem næst 5. mars og kjörfundur standa í þrjá sólarhringa. Kosið er rafrænt. Háskólar Rektorskjör við Háskóla Íslands Skóla- og menntamál Tengdar fréttir Stefnir á að sækjast eftir embætti rektors Silja Bára Ómarsdóttir, prófessor við stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands, gerir ráð fyrir að sækjast eftir embætti rektors Háskóla Íslands. Rektor er skipaður til fimm ára í senn en Jón Atli Benediktsson, núverandi rektor, var fyrst kjörinn í embættið árið 2015 og tók við starfi 1. júlí sama ár. Hann var endurskipaður rektor árið 2020 og hefur því bráðum gegnt embættinu í tíu ár. Jón Atli hyggst ekki sækjast áfram eftir embættinu þegar skipunartíma hans lýkur næsta sumar. 15. október 2024 11:56 Magnús Karl tekur slaginn við Silju Báru Magnús Karl Magnússon, læknir og prófessor við Háskóla Íslands, hefur lýst yfir framboði sínu til embættis rektors Háskóla Íslands. Núverandi rektor hyggst ekki fara fram á ný þegar skipunartíma hans líkur en Silja Bára Ómarsdóttir, prófessor við stjórnmálafræðideild skólans, hefur lýst yfir áformum um framboð. 29. október 2024 12:02 Blandar sér í baráttuna um rektorinn Kolbrún Þ. Pálsdóttir sviðsforseti og dósent við Menntavísindasvið Háskóla Íslands hefur gefið kost á sér til embættis rektors Háskóla Íslands. Hún greinir frá framboði sínu á Facebook. 3. desember 2024 13:41 Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Stebbi í Lúdó látinn Innlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Fleiri fréttir „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Sjá meira
Jón Atli Benediktsson, sem hefur sinnt embættinu í tíu ár, hefur ákveðið að láta af starfinu. Silja Bára Ómarsdóttir, prófessor við stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands, og Magnús Karl Magnússon, læknir og prófessor við HÍ, greindu frá því í október síðastliðnum að þau ætluðu að sækja um. Þá bættist Kolbrún Þ. Pálsdóttir, sviðsforseti og dósent við Menntavísindasvið, í hóp umsækjenda í desember. Björn Þorsteinsson, prófessor við sagnfræði- og heimspekideild, tilkynnti svo um framboð á samfélagsmiðlum 10. janúar og Ingibjörg Gunnarsdóttir, næringarfræðingur og aðstoðarrektor vísinda við HÍ, í gær. „Ég hef ákveðið að gefa kost á mér í embætti rektors Háskóla Íslands. Ákvörðunin er tekin að vandlega athuguðu máli. Ég hef trú á því að ég hafi margt til að bera sem reynst geti vel í starfi rektors á næstu árum. Ég hef víðtæka reynslu af kennslu, rannsóknum og stjórnun innan Háskólans og hef brennandi áhuga á hlutverki hans í samfélaginu,“ sagði Björn á Facebook. „Ég tel mig búa yfir ágætis reynslu til að takast á við fjölbreytt og krefjandi verkefni sem starfinu fylgja. Hins vegar er ég fullkomlega reynslulaus þegar kemur að kosningabaráttu, en hlakka til að takast á við óvissuna næstu vikurnar. Ég þigg með þökkum góð ráð og stuðning frá mér reynslumeira fólki á þessu sviði og þeim sem eru tilbúnir að styðja mig í þessu ferli,“ sagði Ingibjörg á sama miðli. Menningar-, nýsköpunar- og háskólaráðherra skipar háskólarektor til fimm ára samkvæmt tilefningu háskólaráðs. Tilnefning háskólaráðs fer fram að undangengnum kosningum í háskólanum en þar hafa atkvæðarétt skipaðir eða ráðnir starfsmenn HÍ, akademískir starfsmenn samstarfsstofnana HÍ og allir skráðir stúdentar við skólann. Atkvæði starfsmanna nema 70 prósentum og stúdenta 30 prósentum. Samkvæmt reglum skal kjördagur vera sem næst 5. mars og kjörfundur standa í þrjá sólarhringa. Kosið er rafrænt.
Háskólar Rektorskjör við Háskóla Íslands Skóla- og menntamál Tengdar fréttir Stefnir á að sækjast eftir embætti rektors Silja Bára Ómarsdóttir, prófessor við stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands, gerir ráð fyrir að sækjast eftir embætti rektors Háskóla Íslands. Rektor er skipaður til fimm ára í senn en Jón Atli Benediktsson, núverandi rektor, var fyrst kjörinn í embættið árið 2015 og tók við starfi 1. júlí sama ár. Hann var endurskipaður rektor árið 2020 og hefur því bráðum gegnt embættinu í tíu ár. Jón Atli hyggst ekki sækjast áfram eftir embættinu þegar skipunartíma hans lýkur næsta sumar. 15. október 2024 11:56 Magnús Karl tekur slaginn við Silju Báru Magnús Karl Magnússon, læknir og prófessor við Háskóla Íslands, hefur lýst yfir framboði sínu til embættis rektors Háskóla Íslands. Núverandi rektor hyggst ekki fara fram á ný þegar skipunartíma hans líkur en Silja Bára Ómarsdóttir, prófessor við stjórnmálafræðideild skólans, hefur lýst yfir áformum um framboð. 29. október 2024 12:02 Blandar sér í baráttuna um rektorinn Kolbrún Þ. Pálsdóttir sviðsforseti og dósent við Menntavísindasvið Háskóla Íslands hefur gefið kost á sér til embættis rektors Háskóla Íslands. Hún greinir frá framboði sínu á Facebook. 3. desember 2024 13:41 Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Stebbi í Lúdó látinn Innlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Fleiri fréttir „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Sjá meira
Stefnir á að sækjast eftir embætti rektors Silja Bára Ómarsdóttir, prófessor við stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands, gerir ráð fyrir að sækjast eftir embætti rektors Háskóla Íslands. Rektor er skipaður til fimm ára í senn en Jón Atli Benediktsson, núverandi rektor, var fyrst kjörinn í embættið árið 2015 og tók við starfi 1. júlí sama ár. Hann var endurskipaður rektor árið 2020 og hefur því bráðum gegnt embættinu í tíu ár. Jón Atli hyggst ekki sækjast áfram eftir embættinu þegar skipunartíma hans lýkur næsta sumar. 15. október 2024 11:56
Magnús Karl tekur slaginn við Silju Báru Magnús Karl Magnússon, læknir og prófessor við Háskóla Íslands, hefur lýst yfir framboði sínu til embættis rektors Háskóla Íslands. Núverandi rektor hyggst ekki fara fram á ný þegar skipunartíma hans líkur en Silja Bára Ómarsdóttir, prófessor við stjórnmálafræðideild skólans, hefur lýst yfir áformum um framboð. 29. október 2024 12:02
Blandar sér í baráttuna um rektorinn Kolbrún Þ. Pálsdóttir sviðsforseti og dósent við Menntavísindasvið Háskóla Íslands hefur gefið kost á sér til embættis rektors Háskóla Íslands. Hún greinir frá framboði sínu á Facebook. 3. desember 2024 13:41