Enn bætast við feitir bitar: „Viss um að Tindastóll hugsar þetta öðruvísi núna“ Sindri Sverrisson skrifar 30. janúar 2025 10:01 Nýi Stjörnumaðurinn Jaka Klobucar hefur átt langan og flottan feril. Hér er hann í leik á HM árið 2014. Getty/Evrim Aydin „Þetta er byrjað að hitna, og ég held að þetta verði heitara,“ segir Pavel Ermolinskij um félagaskiptamarkaðinn í íslenska körfuboltanum, í nýjasta þætti GAZins. Á miðnætti annað kvöld verður glugganum skellt í lás og bannað að bæta við fleiri leikmönnum í liðin í Bónus-deild karla í körfubolta. Á síðustu dögum hafa afar áhugaverðir leikmenn verið kynntir til leiks og strákarnir í GAZinu veltu vöngum yfir nýjum og væntanlegum mönnum sem eflaust munu setja sterkan svip á komandi umferðir og úrslitakeppnina. Pavel segir ljóst að félögin í deildinni hafi áhrif hvert á annað með því að næla sér í feita bita. „Hin liðin voru að reyna að átta sig á því hvað andstæðingar þeirra eru að fara að gera. Til dæmis lið Stjörnunnar sem að bætti við sig… Ég er viss um að Tindastóll er að hugsa þetta öðruvísi núna,“ segir Pavel en hægt er að hlusta á þáttinn hér að neðan sem og á hlaðvarpsveitum. HM í handbolta bar þar einnig á góma. Stjörnumenn, sem fyrir leiki kvöldsins eru tveimur stigum á undan Tindastóli á topp deildarinnar, bættu í vikunni við sig 37 ára fyrrverandi landsliðsmanni Slóveníu, sem átt hefur frábæran feril í Evrópu. Sá heitir Jaka Klobucar. En gæti hann ruggað bátnum sem siglt hefur svo vel í vetur? „Þetta er maður sem að hefur spilað fyrir lið þar sem eru 12 góðir leikmenn. Þú færð 18-24 mínútur i leik. Hann verður ekkert litill í sér ef hann spilar 18 mín. Á meðan að það eru margir erlendir leikmenn sem koma hingað eru vanir því að vera sleðar í sínum líðum,“ sagði Helgi Már Magnússon og Pavel tók við boltanum: „Það sem allir höfðu áhyggjur af er hvort að Stjarnan mundi riðla einhverju með þessari viðbót. Þess vegna bjóst maður við meiri varaskeifu. Þetta gæti verið byrjunarliðsmaður í mörgum liðum.“ Pruitt að lenda í Keflavík Bandaríkjamaðurinn Nigel Pruitt, sem var í Þór Þorlákshöfn á síðustu leiktíð, er samkvæmt GAZ-mönnum að lenda í Keflavík og mun klára tímabilið þar. „Enn sem komið er eru allar breytingar og bætingar [hjá Keflavík] þannig að þeir hafa ekki farið út fyrir þennan ramma sem þeir eru að vinna eftir. Annað hvort ertu góður í að koma þér á körfuna eða þú ert góður skotmaður. Allt annað er í raun og veru aukaatriði,“ segir Pavel. „Ég er samt alveg sammála því að ef að Pétur [Ingvarsson] er þinn þjálfari og hann er með einhvern leikstíl eða einhverja fílósofiu þá verður þú bara að trúa og styðja hann í þeirri pælingu, þú getur ekki bara allt í einu fengið einhvern til að gera eitthvað öfugt við það sem hann er búinn að tala um í allan vetur,“ segir Helgi og bætir við: „Hann mun eiga leiki, þar sem hann er heitur og skila tuttugu og eitthvað stigum.“ „Hann var einu sinni háloftafugl“ Gæðin í Bónus-deildinni eru slík í vetur að fyrrverandi NBA-leikmenn eru farnir að láta á sér kræla og landaði Grindavík hinum 38 ára gamla Jeremy Pargo. „Hann var einu sinni háloftafugl en það hefur hægst verulega á honum enda 38 ára gamall,“ „Hann er orðinn meiri svona naskur leikstjórnandi. Góður sendingarmaður og notar líkamann vel til þess að hlífa boltanum, hægja á sér og fara aftur af stað, þessi týpa,“ segir Pavel. Bónus-deild karla Mest lesið Í beinni: Tindastóll - Stjarnan | Hvað gera Stólarnir eftir rassskellinn? Körfubolti Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur Handbolti „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Körfubolti Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Handbolti Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Enski boltinn Sonur Ronaldo spilaði fyrsta landsleikinn fyrir Portúgal Fótbolti Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Enski boltinn Dæmdur fyrir að keyra yfir eiginkonu sína eftir rifrildi um eldhúsinnréttingu Sport Stólarnir klárir og vita hvað fór úrskeiðis í leik tvö: „Við misstum hausinn“ Körfubolti Fleiri fréttir „Þegar þeir eru orðnir þreyttir hinum megin þá erum við með eitt stykki Basile“ Í beinni: Tindastóll - Stjarnan | Hvað gera Stólarnir eftir rassskellinn? Lovísa samskiptastjóri, „mini-mes“ og ástæðan fyrir engum leikhléum Vonast til að Giannis standist freistinguna og klári ferilinn hjá Milwaukee Stólarnir klárir og vita hvað fór úrskeiðis í leik tvö: „Við misstum hausinn“ „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Aftur í Síkið: „Held að menn séu búnir að grafa þetta“ Slógu toppliðið út og komust í austur úrslitin annað árið í röð Myndaveisla: Haukar Íslandsmeistarar eftir ótrúlegan oddaleik „Að lokum var það betra liðið sem vann“ „Við ætluðum ekki að tapa þremur leikjum í röð“ Tatum með slitna hásin Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Sjáðu stemmningsmyndbandið fyrir oddaleikinn „Mætum óttalaus“ Settu nýtt met í heppni og fá velja fyrstir Meistararnir á bjargbrún og langri bið Knicks að ljúka Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Steinar Kaldal: Ótrúleg tilfinning Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Uppgjörið: Ármann - Hamar 91-85 | Ármann leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Lögmálið: „Er eitthvað að því að Randle sé búinn að vera betri en Ant?“ Indiana tók Cleveland í bakaríið „Pabbi og mamma Milka, Hesseldal, Basile og Dinkins hljóta að koma sterk inn í haust“ Hermann Hauks um hegðun Agravanis: Lið í Evrópu vilja hann ekki út af þessu „Gerðum hlutina rétt í þessum leik“ Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74 | Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis KKÍ breytir reglum varðandi erlenda leikmenn „Stoltið sem fylgir því að verja sinn heimavöll verður að vera til staðar“ „Við ætluðum bara ekki að tapa“ Sjá meira
Á miðnætti annað kvöld verður glugganum skellt í lás og bannað að bæta við fleiri leikmönnum í liðin í Bónus-deild karla í körfubolta. Á síðustu dögum hafa afar áhugaverðir leikmenn verið kynntir til leiks og strákarnir í GAZinu veltu vöngum yfir nýjum og væntanlegum mönnum sem eflaust munu setja sterkan svip á komandi umferðir og úrslitakeppnina. Pavel segir ljóst að félögin í deildinni hafi áhrif hvert á annað með því að næla sér í feita bita. „Hin liðin voru að reyna að átta sig á því hvað andstæðingar þeirra eru að fara að gera. Til dæmis lið Stjörnunnar sem að bætti við sig… Ég er viss um að Tindastóll er að hugsa þetta öðruvísi núna,“ segir Pavel en hægt er að hlusta á þáttinn hér að neðan sem og á hlaðvarpsveitum. HM í handbolta bar þar einnig á góma. Stjörnumenn, sem fyrir leiki kvöldsins eru tveimur stigum á undan Tindastóli á topp deildarinnar, bættu í vikunni við sig 37 ára fyrrverandi landsliðsmanni Slóveníu, sem átt hefur frábæran feril í Evrópu. Sá heitir Jaka Klobucar. En gæti hann ruggað bátnum sem siglt hefur svo vel í vetur? „Þetta er maður sem að hefur spilað fyrir lið þar sem eru 12 góðir leikmenn. Þú færð 18-24 mínútur i leik. Hann verður ekkert litill í sér ef hann spilar 18 mín. Á meðan að það eru margir erlendir leikmenn sem koma hingað eru vanir því að vera sleðar í sínum líðum,“ sagði Helgi Már Magnússon og Pavel tók við boltanum: „Það sem allir höfðu áhyggjur af er hvort að Stjarnan mundi riðla einhverju með þessari viðbót. Þess vegna bjóst maður við meiri varaskeifu. Þetta gæti verið byrjunarliðsmaður í mörgum liðum.“ Pruitt að lenda í Keflavík Bandaríkjamaðurinn Nigel Pruitt, sem var í Þór Þorlákshöfn á síðustu leiktíð, er samkvæmt GAZ-mönnum að lenda í Keflavík og mun klára tímabilið þar. „Enn sem komið er eru allar breytingar og bætingar [hjá Keflavík] þannig að þeir hafa ekki farið út fyrir þennan ramma sem þeir eru að vinna eftir. Annað hvort ertu góður í að koma þér á körfuna eða þú ert góður skotmaður. Allt annað er í raun og veru aukaatriði,“ segir Pavel. „Ég er samt alveg sammála því að ef að Pétur [Ingvarsson] er þinn þjálfari og hann er með einhvern leikstíl eða einhverja fílósofiu þá verður þú bara að trúa og styðja hann í þeirri pælingu, þú getur ekki bara allt í einu fengið einhvern til að gera eitthvað öfugt við það sem hann er búinn að tala um í allan vetur,“ segir Helgi og bætir við: „Hann mun eiga leiki, þar sem hann er heitur og skila tuttugu og eitthvað stigum.“ „Hann var einu sinni háloftafugl“ Gæðin í Bónus-deildinni eru slík í vetur að fyrrverandi NBA-leikmenn eru farnir að láta á sér kræla og landaði Grindavík hinum 38 ára gamla Jeremy Pargo. „Hann var einu sinni háloftafugl en það hefur hægst verulega á honum enda 38 ára gamall,“ „Hann er orðinn meiri svona naskur leikstjórnandi. Góður sendingarmaður og notar líkamann vel til þess að hlífa boltanum, hægja á sér og fara aftur af stað, þessi týpa,“ segir Pavel.
Bónus-deild karla Mest lesið Í beinni: Tindastóll - Stjarnan | Hvað gera Stólarnir eftir rassskellinn? Körfubolti Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur Handbolti „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Körfubolti Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Handbolti Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Enski boltinn Sonur Ronaldo spilaði fyrsta landsleikinn fyrir Portúgal Fótbolti Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Enski boltinn Dæmdur fyrir að keyra yfir eiginkonu sína eftir rifrildi um eldhúsinnréttingu Sport Stólarnir klárir og vita hvað fór úrskeiðis í leik tvö: „Við misstum hausinn“ Körfubolti Fleiri fréttir „Þegar þeir eru orðnir þreyttir hinum megin þá erum við með eitt stykki Basile“ Í beinni: Tindastóll - Stjarnan | Hvað gera Stólarnir eftir rassskellinn? Lovísa samskiptastjóri, „mini-mes“ og ástæðan fyrir engum leikhléum Vonast til að Giannis standist freistinguna og klári ferilinn hjá Milwaukee Stólarnir klárir og vita hvað fór úrskeiðis í leik tvö: „Við misstum hausinn“ „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Aftur í Síkið: „Held að menn séu búnir að grafa þetta“ Slógu toppliðið út og komust í austur úrslitin annað árið í röð Myndaveisla: Haukar Íslandsmeistarar eftir ótrúlegan oddaleik „Að lokum var það betra liðið sem vann“ „Við ætluðum ekki að tapa þremur leikjum í röð“ Tatum með slitna hásin Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Sjáðu stemmningsmyndbandið fyrir oddaleikinn „Mætum óttalaus“ Settu nýtt met í heppni og fá velja fyrstir Meistararnir á bjargbrún og langri bið Knicks að ljúka Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Steinar Kaldal: Ótrúleg tilfinning Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Uppgjörið: Ármann - Hamar 91-85 | Ármann leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Lögmálið: „Er eitthvað að því að Randle sé búinn að vera betri en Ant?“ Indiana tók Cleveland í bakaríið „Pabbi og mamma Milka, Hesseldal, Basile og Dinkins hljóta að koma sterk inn í haust“ Hermann Hauks um hegðun Agravanis: Lið í Evrópu vilja hann ekki út af þessu „Gerðum hlutina rétt í þessum leik“ Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74 | Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis KKÍ breytir reglum varðandi erlenda leikmenn „Stoltið sem fylgir því að verja sinn heimavöll verður að vera til staðar“ „Við ætluðum bara ekki að tapa“ Sjá meira
Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn
Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn