Lífeyrissjóðir í sæng með kvótakóngum Björn Ólafsson skrifar 30. janúar 2025 10:01 „Money makes the world go round“ Hvort sem þú ferð út að versla í matinn, notar símann, ferð í bankann, farir í keilu, kaupir fiskbúðing, pizzu eða hamborgara, færð þér kaffi, kokteilsósu, kaupir brauð, farir í apótek, út að skemmta þér, kaupir eldsneyti á bílinn eða gefur húsdýri fóður; þá ertu með beinum eða óbeinum hætti að eiga viðskipti við kvótakónga Uppspretta peninga er verðmætasköpun. Fátt gefur af sér meira af peningum en sjávarauðlindirnar. Og á þeim tímum sem við lifum, ræður ekkert meiru en peningar. Með framsali kvóta gátu „kvótaeigendur“ útleyst gífurlegan hagnað. Þeir seldu kvóta sem þeir fengu gefins til stærri öflugra útgerða. Þannig gátu margir farið hlæjandi í bankann með fullar hendur fjár. Á fáum árum hafa orðið til útgerðarrisar, kvótakóngar, sem hafa hreiðrað um sig um allt hagkerfið. Auðlindin hefur malað þeim gull. Hlutafélögin, einkahlutafélögin og önnur félagsform sem stærstu kvótakóngarnir hafa komið á koppinn eru óteljandi. Ekki besti netagerðarmeistari gæti þrætt sig um netið sem myndað hefur verið. Þannig hefur fjármagni frá auðlindinni verið komið inn í og út úr hagkerfinu. Völd þessara hagsmunaaðila eru slík að pólitíkin fær ekki rönd við reist. Til að flækja málin hafa lífeyrissjóðir landsmanna, bankar og aðrar fjármálastofnanir, tryggingafélög ,lögfræðistofur og endurskoðendur, tekið höndum saman með kvótakóngum. Lífeyrissjóðir eiga orðið hlut í nokkrum af stærstu útgerðarrisunum, og eiga þar með sameiginlega hagsmuni. Gróði kvótakónga er gróði lífeyrissjóða. Hér er sýnishorn af eign lífeyrissjóða í nokkrum stærri félögum landsins: Þó ekki komi fram hér, þá eiga kvótakóngar hluti í bönkunum, tryggingafélögunum og fasteignafélögunum í gegnum allskyns eignarhaldsfélög. Staðreyndavaktin. Það er sorglegt hversu flestum landsmönnum er gjörsamlega sama um sjávarauðlindina. Ef ekki væri fyrir þessa auðlind, væri landið varla í byggð. Hafrannsóknarstofnun (Hafró) er með einkaleyfi á allri ráðgjöf varðandi nýtingu á auðlindinni, án ábyrgðar, án gagnrýni. Eins og forstjóri Hafró sagði; „Hafró bera enga ábyrgð á nýtingu fiskistofnanna“. Ef árangurinn af fiskveiðistjórnunarkerfinu er skoðaður, koma eftirfarandi staðreyndir í ljós: (samkvæmt gögnum Hafró) Þorskstofninn hefur minnkað um 61 þúsund tonn. Meðalþorskaflinn hefur minnkað um nær 50%. Ufsaveiði hefur dregist saman úr 63 þúsund tonnum í 45 þúsund tonn Karfaveiði dregist saman út 110 þúsund tonnum í 35 þúsund tonn. Humarveiði farið úr 2.450 tonnum í 0 tonn. Stofninn hruninn. Rækjuveiði farið úr 24.166 tonnum í 161 tonn. Stofninn hruninn. Lúðuveiðibann frá 2012 . – Frá 1970 til 1990 voru veidd 2300-3000 tonn á ári. Loðnubrestur ár eftir ár. Aflinn fór mest yfir 1.500 þús tonn á ári. 1.500.000 tonn! Ef einhver önnur ríkisstofnun skilaði álíka árangri, yrði hún líklega lögð niður. Ábyrgðina á þessari hörmung, bera fyrrverandi sjávarútvegsráðherrar. Í 40 ár hefur þeim ekki dottið í hug að hugleiða þá staðreynd að ráðgjöf Hafró hefur ekki skilað neinum árangri, þvert á móti. Grundvallarspurningin aldrei lögð fram. “ Þjóðarbúið hefur ekki efni á loðnubresti“, sagði bæjarstjóri Vestmannaeyja. Loðna er undirstöðufæða þorsks og annarra botnfiska, óumdeilanlegt. Talið er að allt að 40% af fæðu botnfiska sé loðna. Samt er ákveðið að ræna þessa verðmætu nytjastofna fæðu sinni, en á sama tíma á að byggja þá upp. Loðnubrestur er nú og hefur verið viðloðandi. Meira segja hjálp gervigreindar, dugir ekki til að finna nægt magn. Hver eru áhrif loðnuveiða á botnfiskstofna? „ Ef ekki er farið varlega í loðnuveiðar, getur það haft mjög alvarlegar afleiðingar fyrir þorskstofninn og aðrar fiskitegundir sem eiga mikið undir loðnu sem fæðu.” (ChatGPT) Samfleytt í yfir 30 ár áður en loðnuveiðar voru hafnar, var þorskveiðin 400-550 þús tonn. Nú samfleytt í 40 ár hefur veiðin verið um 50% af því magni. Erlendis er veiði smáfisktegunda eins og loðnu og sardínu í fiskeldisfóður, talin mikið vandamál. Vísindamenn óttast afleiðingarnar fyrir aðra fiskistofna. Fiskeldisfyrirtæki eru því farin að leyta í aðra próteingjafa, t.d. úr plöntu- og skordýraríkinu til fóðurframleiðslu og draga úr veiðum á smáfisktegundum. Hafró segist árlega “skilja eftir” 400 þús tonn árlega, til að viðhalda stofninum og fæða botnfiskistofna. Vísindi sem aðeins Hafró getur útskýrt. Við Nýfundaland er allt gert til að efla loðnustofninn, vegna mikilvægi hennar í vistkerfi sjávar. Hér er ein af mörgum greinum um það málefni: https://oceana.ca/en/reports/capelin-in-crisis/ Þar segir m.a: “More capelin in the water means more capelin in the mouths of northern cod…” Fiskeldisfyrirtæki geta sparað milljarða. Samkvæmt kenning Hafró, hefur það engin áhrif á stærð botnfiskstofna þó þeir séu sviptir um allt að 40% af fæðu sinni(loðnuna) Ekkert tillit er tekið til þess að t.d. þorskurinn er ránfiskur, og ef ekkert annað er í boði; étur þorskur smáþorsk. Það er því borðleggjandi; að fiskeldisfyritækjum ætti að vera óhætt að minnka fóðrun hjá sér um 30-40%, án þess að það hafi áhrif á afkomu eldisfisksins. Þannig ættu fyrirtækin að geta sparað milljarða í fóðurkostnað. Hafró kvittar undir á slíkt. Valkyrjurnar bugta sig og beygja fyrir kvótakóngum. Stjórn breytinga og verka. Valkyrjurnar hneigðu sig strax fyrir kvótakóngunum. Við hróflum ekki við kvótakerfinu. Ný ríkisstjórn, breytinga og verka, sýndi undirgefni sýna strax. Sagan lýgur ekki. Ráðgjöf Hafró hefur verið ein allsherjar hörmungarsaga. Því ekki af háum stalli að falla, að setja sig á sama stall og Hafró. Ríkisstjórnin hefur lofað að rétta við hlut krókaveiðiútgerða. Hún veit bara enn ekki hvernig. Tilflutningur á kvóta er ekki lausnin. Ný stjórn, nýtt kerfi fyrir smábáta. Nú er lag að rétta hlut landsbyggðarinnar, sjávarplássanna. Nýting auðlindarinnar er samfélagsmál. Ríkisstjórnin getur í orði og verki verið stjórn breytinga. Sjálfstæðismenn og framsókn komu kvótakerfinu á, nú geta Valkyrjurnar komið með sitt kerfi. Hætta að hræra í kvótakerfinu og setja krókaveiðiútgerðina í annað kerfi. Kerfi sem væri alfarið ótengt núverandi kvótakerfi, enda eiga smábátar enga samleið með stærri bátum og togurum. Krókaveiðar/handfæraveiðar eru í eðli sínu allt annar veiðiskapur en t.d. togveiðar og netaveiðar. Gefa þyrfti út sér aflamark fyrir smábátana, sem yrði hrein viðbót við aflamarkið í núverandi kerfi. Sú viðbót rúmast vel innan skekkjumarka ráðgjafar Hafró. Það er löngu tímabært að fara í saumana á aðferðarfræði Hafró, fá til þess óháða aðila erlendis frá, rétt eins og Færeyingar gerðu. Það er sjávarútvegsráðherra sem hefur völdin, ekki kvótakóngar, og enn síður sérfræðingar Hafró í ljósi 40 ára hörmungarsögu. Höfundur er útgerðartæknir, fyrrverandi sjómaður og framleiðslustjóri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sjávarútvegur Mest lesið Til hamingju Víkingur Heiðar! Halla Hrund Logadóttir Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson Skoðun Skattaferðalandið Ísland Björn Ragnarsson Skoðun Glerbrotin í ryksugupokanum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir Skoðun Hvernig léttum við daglega lífið þitt? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Bakslag í opinberri þróunarsamvinnu Gunnar Salvarsson Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir Skoðun Jöfn skipting skulda og eigna í sambúð Sævar Þór Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Skattaferðalandið Ísland Björn Ragnarsson skrifar Skoðun Til hamingju Víkingur Heiðar! Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Líf eftir afplánun – þegar stuðningur gerir frelsið raunverulegt Steinunn Ósk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Á hvorum endanum viljum við byrja að skera af? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Bakslag í opinberri þróunarsamvinnu Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fyrirmyndar forvarnarstefna í Mosfellsbæ Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun Hvernig léttum við daglega lífið þitt? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Kína mun ekki bjarga Vesturlöndum að þessu sinni Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Glerbrotin í ryksugupokanum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir skrifar Skoðun Draghi-skýrslan og veikleikar Íslands Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Nokkur orð um sérlausn í flugi Birna Sigrún Hallsdóttir,Hrafnhildur Bragadóttir skrifar Skoðun Geta öll dýrin í skóginum verið vinir? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Iðjuþjálfun í verki Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íbúðalán Landsbankans og fyrstu kaupendur Helgi Teitur Helgason skrifar Skoðun Að læra íslensku sem annað mál: ný brú milli íslensku og ensku Guðrún Nordal skrifar Skoðun Hamona Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ógn og ofbeldi á vinnustöðum – hvað er til ráða Gísli Níls Einarsson skrifar Skoðun Lesum meira með börnunum okkar Steinn Jóhannsson skrifar Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson skrifar Skoðun Núll mínútur og þrjátíuogeittþúsund Grétar Birgisson skrifar Skoðun Barnvæn borg byggist á traustu leikskólakerfi Stefán Pettersson skrifar Skoðun Kirkjur og kynfræðsla Bjarni Karlsson skrifar Sjá meira
„Money makes the world go round“ Hvort sem þú ferð út að versla í matinn, notar símann, ferð í bankann, farir í keilu, kaupir fiskbúðing, pizzu eða hamborgara, færð þér kaffi, kokteilsósu, kaupir brauð, farir í apótek, út að skemmta þér, kaupir eldsneyti á bílinn eða gefur húsdýri fóður; þá ertu með beinum eða óbeinum hætti að eiga viðskipti við kvótakónga Uppspretta peninga er verðmætasköpun. Fátt gefur af sér meira af peningum en sjávarauðlindirnar. Og á þeim tímum sem við lifum, ræður ekkert meiru en peningar. Með framsali kvóta gátu „kvótaeigendur“ útleyst gífurlegan hagnað. Þeir seldu kvóta sem þeir fengu gefins til stærri öflugra útgerða. Þannig gátu margir farið hlæjandi í bankann með fullar hendur fjár. Á fáum árum hafa orðið til útgerðarrisar, kvótakóngar, sem hafa hreiðrað um sig um allt hagkerfið. Auðlindin hefur malað þeim gull. Hlutafélögin, einkahlutafélögin og önnur félagsform sem stærstu kvótakóngarnir hafa komið á koppinn eru óteljandi. Ekki besti netagerðarmeistari gæti þrætt sig um netið sem myndað hefur verið. Þannig hefur fjármagni frá auðlindinni verið komið inn í og út úr hagkerfinu. Völd þessara hagsmunaaðila eru slík að pólitíkin fær ekki rönd við reist. Til að flækja málin hafa lífeyrissjóðir landsmanna, bankar og aðrar fjármálastofnanir, tryggingafélög ,lögfræðistofur og endurskoðendur, tekið höndum saman með kvótakóngum. Lífeyrissjóðir eiga orðið hlut í nokkrum af stærstu útgerðarrisunum, og eiga þar með sameiginlega hagsmuni. Gróði kvótakónga er gróði lífeyrissjóða. Hér er sýnishorn af eign lífeyrissjóða í nokkrum stærri félögum landsins: Þó ekki komi fram hér, þá eiga kvótakóngar hluti í bönkunum, tryggingafélögunum og fasteignafélögunum í gegnum allskyns eignarhaldsfélög. Staðreyndavaktin. Það er sorglegt hversu flestum landsmönnum er gjörsamlega sama um sjávarauðlindina. Ef ekki væri fyrir þessa auðlind, væri landið varla í byggð. Hafrannsóknarstofnun (Hafró) er með einkaleyfi á allri ráðgjöf varðandi nýtingu á auðlindinni, án ábyrgðar, án gagnrýni. Eins og forstjóri Hafró sagði; „Hafró bera enga ábyrgð á nýtingu fiskistofnanna“. Ef árangurinn af fiskveiðistjórnunarkerfinu er skoðaður, koma eftirfarandi staðreyndir í ljós: (samkvæmt gögnum Hafró) Þorskstofninn hefur minnkað um 61 þúsund tonn. Meðalþorskaflinn hefur minnkað um nær 50%. Ufsaveiði hefur dregist saman úr 63 þúsund tonnum í 45 þúsund tonn Karfaveiði dregist saman út 110 þúsund tonnum í 35 þúsund tonn. Humarveiði farið úr 2.450 tonnum í 0 tonn. Stofninn hruninn. Rækjuveiði farið úr 24.166 tonnum í 161 tonn. Stofninn hruninn. Lúðuveiðibann frá 2012 . – Frá 1970 til 1990 voru veidd 2300-3000 tonn á ári. Loðnubrestur ár eftir ár. Aflinn fór mest yfir 1.500 þús tonn á ári. 1.500.000 tonn! Ef einhver önnur ríkisstofnun skilaði álíka árangri, yrði hún líklega lögð niður. Ábyrgðina á þessari hörmung, bera fyrrverandi sjávarútvegsráðherrar. Í 40 ár hefur þeim ekki dottið í hug að hugleiða þá staðreynd að ráðgjöf Hafró hefur ekki skilað neinum árangri, þvert á móti. Grundvallarspurningin aldrei lögð fram. “ Þjóðarbúið hefur ekki efni á loðnubresti“, sagði bæjarstjóri Vestmannaeyja. Loðna er undirstöðufæða þorsks og annarra botnfiska, óumdeilanlegt. Talið er að allt að 40% af fæðu botnfiska sé loðna. Samt er ákveðið að ræna þessa verðmætu nytjastofna fæðu sinni, en á sama tíma á að byggja þá upp. Loðnubrestur er nú og hefur verið viðloðandi. Meira segja hjálp gervigreindar, dugir ekki til að finna nægt magn. Hver eru áhrif loðnuveiða á botnfiskstofna? „ Ef ekki er farið varlega í loðnuveiðar, getur það haft mjög alvarlegar afleiðingar fyrir þorskstofninn og aðrar fiskitegundir sem eiga mikið undir loðnu sem fæðu.” (ChatGPT) Samfleytt í yfir 30 ár áður en loðnuveiðar voru hafnar, var þorskveiðin 400-550 þús tonn. Nú samfleytt í 40 ár hefur veiðin verið um 50% af því magni. Erlendis er veiði smáfisktegunda eins og loðnu og sardínu í fiskeldisfóður, talin mikið vandamál. Vísindamenn óttast afleiðingarnar fyrir aðra fiskistofna. Fiskeldisfyrirtæki eru því farin að leyta í aðra próteingjafa, t.d. úr plöntu- og skordýraríkinu til fóðurframleiðslu og draga úr veiðum á smáfisktegundum. Hafró segist árlega “skilja eftir” 400 þús tonn árlega, til að viðhalda stofninum og fæða botnfiskistofna. Vísindi sem aðeins Hafró getur útskýrt. Við Nýfundaland er allt gert til að efla loðnustofninn, vegna mikilvægi hennar í vistkerfi sjávar. Hér er ein af mörgum greinum um það málefni: https://oceana.ca/en/reports/capelin-in-crisis/ Þar segir m.a: “More capelin in the water means more capelin in the mouths of northern cod…” Fiskeldisfyrirtæki geta sparað milljarða. Samkvæmt kenning Hafró, hefur það engin áhrif á stærð botnfiskstofna þó þeir séu sviptir um allt að 40% af fæðu sinni(loðnuna) Ekkert tillit er tekið til þess að t.d. þorskurinn er ránfiskur, og ef ekkert annað er í boði; étur þorskur smáþorsk. Það er því borðleggjandi; að fiskeldisfyritækjum ætti að vera óhætt að minnka fóðrun hjá sér um 30-40%, án þess að það hafi áhrif á afkomu eldisfisksins. Þannig ættu fyrirtækin að geta sparað milljarða í fóðurkostnað. Hafró kvittar undir á slíkt. Valkyrjurnar bugta sig og beygja fyrir kvótakóngum. Stjórn breytinga og verka. Valkyrjurnar hneigðu sig strax fyrir kvótakóngunum. Við hróflum ekki við kvótakerfinu. Ný ríkisstjórn, breytinga og verka, sýndi undirgefni sýna strax. Sagan lýgur ekki. Ráðgjöf Hafró hefur verið ein allsherjar hörmungarsaga. Því ekki af háum stalli að falla, að setja sig á sama stall og Hafró. Ríkisstjórnin hefur lofað að rétta við hlut krókaveiðiútgerða. Hún veit bara enn ekki hvernig. Tilflutningur á kvóta er ekki lausnin. Ný stjórn, nýtt kerfi fyrir smábáta. Nú er lag að rétta hlut landsbyggðarinnar, sjávarplássanna. Nýting auðlindarinnar er samfélagsmál. Ríkisstjórnin getur í orði og verki verið stjórn breytinga. Sjálfstæðismenn og framsókn komu kvótakerfinu á, nú geta Valkyrjurnar komið með sitt kerfi. Hætta að hræra í kvótakerfinu og setja krókaveiðiútgerðina í annað kerfi. Kerfi sem væri alfarið ótengt núverandi kvótakerfi, enda eiga smábátar enga samleið með stærri bátum og togurum. Krókaveiðar/handfæraveiðar eru í eðli sínu allt annar veiðiskapur en t.d. togveiðar og netaveiðar. Gefa þyrfti út sér aflamark fyrir smábátana, sem yrði hrein viðbót við aflamarkið í núverandi kerfi. Sú viðbót rúmast vel innan skekkjumarka ráðgjafar Hafró. Það er löngu tímabært að fara í saumana á aðferðarfræði Hafró, fá til þess óháða aðila erlendis frá, rétt eins og Færeyingar gerðu. Það er sjávarútvegsráðherra sem hefur völdin, ekki kvótakóngar, og enn síður sérfræðingar Hafró í ljósi 40 ára hörmungarsögu. Höfundur er útgerðartæknir, fyrrverandi sjómaður og framleiðslustjóri.
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun
Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir Skoðun
Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar
Skoðun Líf eftir afplánun – þegar stuðningur gerir frelsið raunverulegt Steinunn Ósk Óskarsdóttir skrifar
Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir skrifar
Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun
Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir Skoðun