Styrkjamálið hefur engin áhrif á ríkisstjórnarsamstarfið Kjartan Kjartansson skrifar 29. janúar 2025 09:30 Gustað hefur um nýja ríkisstjórn Flokks fólksins, Samfylkingar og Viðreisnar í upphafi árs. Vísir/Vilhelm Formaður Flokks fólksins segir það ekki hafa nokkur áhrif á ríkisstjórnarsamstarfið að fjármálaráðherra samstarfsflokksins þurfi að skera úr um hvort að endurgreiða þurfi ríkisstyrki. Hann segir að reynt sé að draga fram „tittlingaskít“ til að kasta rýrð á samstarfið. Flokkur fólksins er einn nokkurra stjórnmálaflokka sem komið hefur í ljós að fékk greidda styrki úr ríkissjóði þrátt fyrir að þeir uppfylltu ekki skilyrði laga til þess vegna þess að þeir voru ekki skráðir hjá ríkisskattstjóra sem stjórnmálasamtök. Flokkurinn er sá eini sem hefur enn ekki breytt skráningu sinni. Fjármálaráðuneytið fer nú yfir greiðslurnar, meðal annars hvort að flokkunum verði gert að endugreiða þá styrki sem þeir fengu þegar þeir uppfylltu ekki skilyrði laga. Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, var spurð að því hvort að það setti ekki ríkisstjórnina í klemmu að fjármálaráðherra úr samstarfsflokknum Viðreisn hefði fjárhagslega framtíð Flokks fólksins þannig í hendi sér í viðtali í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Inga gaf lítið fyrir það og sagðist virða þær reglur sem Alþingi hefði sett sem lögfræðingur. „Þetta mál hefur engin áhrif á okkur að einu eða neinu leyti,“ sagði Inga og fullyrti að samstaða ríkti innan stjórnarinnar. Fundur með Frederiksen hafi borið brátt að Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, fyrrverandi utanríkisráðherra Sjálfstæðisflokksins, er á meðal þeirra sem gagnrýna harðlega að Kristrún Frostadóttir, forsætisráðherra, hefði verið eini norræni þjóðarleiðtoginn sem mætti ekki á fund leiðtoga Norðurlandanna um öryggismál sem Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur, hélt á mánudag. Þáttastjórnendur Bítisins spurðu Ingu hvort að Kristrún hefði ekki farið vegna þess að hún hefði verið upptekin vegna styrkjamálsins. Inga sagðist ekki hafa heyrt af málinu fyrr en í fréttum. Fundurinn hefði borið brátt að og Frederiksen hefði boðað til hans með skömmum fyrirvara. „Ég veit ekki með ykkur en stundum þarf maður kannski einhverja klukkutíma undirbúning að setja ofan í töskuna og koma sér út á flugvöll. Ég veit ekki hver fyrirvarinn var. Þetta er ekki mitt að tala um,“ sagð Inga um samráðherra sinn. Forsætisráðuneytið sagði að forsætisráðherra hefði verið látinn vita af fundi norrænu leiðtoganna sama dag og hann var haldinn og svo upplýstur um efni hans. Vill ekki ræða frekar um „gömul lík í lestinni“ Morgunblaðið hefur haldið úti stöðugri umfjöllun um málefni Flokks fólksins undanfarna daga og rifjaði í morgun upp væringar innan hans eftir Klaustursmálið svonefnda þar sem tveir þáverandi þingmenn flokksins komu fram í leynilegri upptöku sem var gerð af spjalli þingmanna Miðflokksins á öldurhúsi við hliðina á Alþingishúsinu árið 2017. Vísaði Morgunblaðið til þess að Karl Gauti Hjaltason, annar þáverandi þingmanna Flokks fólksins og núverandi þingmaður Miðflokksins, hefði gert athugasemdir við fjármál flokksins á þingflokksfundi, sérstaklega að Inga færi með prókúru. Inga sagðist ekki hafa neinn áhuga á að tala um „einhver gömul lík í lestinni“ sem dregin væru upp á yfirborðið til þess að reyna að klekkja á flokknum þegar honum gengi vel og væri kominn í ríkisstjórn. „Allur þessi tittlingaskítur sem er verið að draga upp til þess að reyna kasta rýrð á okkur og okkar góða samstarf í þessari samhentu, frábæru ríkisstjórn. Ég tek ekki lengur þátt í því,“ sagði félagsmálaráðherrann sem hét því að það yrðu sín síðustu orð um málið. „Hvað öðrum gengur til með því að halda áfram að grafa. Ég get ekki hjálpað því fólki og ég get ekki ráðið því. Það er málfrelsi hér og þau mega tala eins og þau vilja. Ég ætla hins vegar að reyna að vanda mig.“ Alþingi Flokkur fólksins Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Fjölmiðlar Styrkir til stjórnmálasamtaka Upptökur á Klaustur bar Mest lesið Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Innlent Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn Innlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Erlent Fleiri fréttir Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Svona var haldið upp á fimmtíu ára afmæli kvennafrídagsins Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Sjá meira
Flokkur fólksins er einn nokkurra stjórnmálaflokka sem komið hefur í ljós að fékk greidda styrki úr ríkissjóði þrátt fyrir að þeir uppfylltu ekki skilyrði laga til þess vegna þess að þeir voru ekki skráðir hjá ríkisskattstjóra sem stjórnmálasamtök. Flokkurinn er sá eini sem hefur enn ekki breytt skráningu sinni. Fjármálaráðuneytið fer nú yfir greiðslurnar, meðal annars hvort að flokkunum verði gert að endugreiða þá styrki sem þeir fengu þegar þeir uppfylltu ekki skilyrði laga. Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, var spurð að því hvort að það setti ekki ríkisstjórnina í klemmu að fjármálaráðherra úr samstarfsflokknum Viðreisn hefði fjárhagslega framtíð Flokks fólksins þannig í hendi sér í viðtali í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Inga gaf lítið fyrir það og sagðist virða þær reglur sem Alþingi hefði sett sem lögfræðingur. „Þetta mál hefur engin áhrif á okkur að einu eða neinu leyti,“ sagði Inga og fullyrti að samstaða ríkti innan stjórnarinnar. Fundur með Frederiksen hafi borið brátt að Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, fyrrverandi utanríkisráðherra Sjálfstæðisflokksins, er á meðal þeirra sem gagnrýna harðlega að Kristrún Frostadóttir, forsætisráðherra, hefði verið eini norræni þjóðarleiðtoginn sem mætti ekki á fund leiðtoga Norðurlandanna um öryggismál sem Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur, hélt á mánudag. Þáttastjórnendur Bítisins spurðu Ingu hvort að Kristrún hefði ekki farið vegna þess að hún hefði verið upptekin vegna styrkjamálsins. Inga sagðist ekki hafa heyrt af málinu fyrr en í fréttum. Fundurinn hefði borið brátt að og Frederiksen hefði boðað til hans með skömmum fyrirvara. „Ég veit ekki með ykkur en stundum þarf maður kannski einhverja klukkutíma undirbúning að setja ofan í töskuna og koma sér út á flugvöll. Ég veit ekki hver fyrirvarinn var. Þetta er ekki mitt að tala um,“ sagð Inga um samráðherra sinn. Forsætisráðuneytið sagði að forsætisráðherra hefði verið látinn vita af fundi norrænu leiðtoganna sama dag og hann var haldinn og svo upplýstur um efni hans. Vill ekki ræða frekar um „gömul lík í lestinni“ Morgunblaðið hefur haldið úti stöðugri umfjöllun um málefni Flokks fólksins undanfarna daga og rifjaði í morgun upp væringar innan hans eftir Klaustursmálið svonefnda þar sem tveir þáverandi þingmenn flokksins komu fram í leynilegri upptöku sem var gerð af spjalli þingmanna Miðflokksins á öldurhúsi við hliðina á Alþingishúsinu árið 2017. Vísaði Morgunblaðið til þess að Karl Gauti Hjaltason, annar þáverandi þingmanna Flokks fólksins og núverandi þingmaður Miðflokksins, hefði gert athugasemdir við fjármál flokksins á þingflokksfundi, sérstaklega að Inga færi með prókúru. Inga sagðist ekki hafa neinn áhuga á að tala um „einhver gömul lík í lestinni“ sem dregin væru upp á yfirborðið til þess að reyna að klekkja á flokknum þegar honum gengi vel og væri kominn í ríkisstjórn. „Allur þessi tittlingaskítur sem er verið að draga upp til þess að reyna kasta rýrð á okkur og okkar góða samstarf í þessari samhentu, frábæru ríkisstjórn. Ég tek ekki lengur þátt í því,“ sagði félagsmálaráðherrann sem hét því að það yrðu sín síðustu orð um málið. „Hvað öðrum gengur til með því að halda áfram að grafa. Ég get ekki hjálpað því fólki og ég get ekki ráðið því. Það er málfrelsi hér og þau mega tala eins og þau vilja. Ég ætla hins vegar að reyna að vanda mig.“
Alþingi Flokkur fólksins Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Fjölmiðlar Styrkir til stjórnmálasamtaka Upptökur á Klaustur bar Mest lesið Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Innlent Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn Innlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Erlent Fleiri fréttir Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Svona var haldið upp á fimmtíu ára afmæli kvennafrídagsins Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Sjá meira