Jón Daði hefur þar með skora fjögur mörk í fyrstu fjórum leikjum sínum fyrir Burton og hreinlega slegið í gegn en liðið hefur unnið alla þrjá leikina sem hann hefur skorað í.
Þegar Jón Daði kom til Burton var liðið í neðsta sæti, ellefu stigum frá öruggu sæti, en nú er liðið komið upp fyrir þrjú lið og situr í 21. sæti, þremur stigum frá næsta örugga sæti.
Mark Selfyssingsins í kvöld kom af stuttu færi þegar hann jók muninn í 2-0 á 29. mínútu. Reading náði að jafna með tveimur mörkum á skömmum tíma um miðjan seinni hálfleik, en Ruman Burnell skoraði sitt annað mark í uppbótartíma og tryggði Burton sigur.
Benóný Breki Andrésson var á varamannabekk Stockport sem vann Shrewsbury Town 1-0, og Willum Willumsson var ekki með Birmingham gegn Huddersfield en hann meiddist í leik við Lincoln 11. janúar og var þá sagður verða frá keppni í nokkrar vikur.
Í ensku D-deildinni var Jason Daði Svanþórsson svo í liði Grimsby sem gerði 1-1 jafntefli á heimavelli við Gillingham. Grimsby er í 10. sæti deildarinnar með 39 stig, sex stigum frá umspilssæti um að komast upp um deild.