Hótanir Trumps eigi ekki að líðast í lýðræðissamfélagi Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 28. janúar 2025 12:24 Bryndís Haraldsdóttir situr í ráðinu og segir hún mikilvægt að taka hótanirnar alvarlega. Vísir/Vilhelm Íslenskur þingmaður í Vestnorræna ráðinu, sem er samstarfsráð Íslands, Færeyja og Grænlands, segir að taka þurfi hótanir Donalds Trump Bandaríkjaforseta gagnvart Grænlandi alvarlega. Ráðið hefur sent frá sér ályktun þar sem lýst er yfir fullum stuðningi við Grænland. Átján þingmenn sitja í Vestnorræna ráðinu frá Íslandi, Grænlandi og Færeyjum en ráðið hefur verið starfandi í um fjörutíu ár. Ráðið kom saman hér á landi í síðustu viku. Á meðal þess sem rætt var á fundum þess eru ítrekaðar yfirlýsingar Donalds Trump forseta Bandaríkjanna um að Bandaríkin þurfi að eignast Grænland. Bryndís Haraldsdóttir þingmaður Sjálfstæðisflokksins situr í ráðinu segir hún grænlensku þingmennina hafa farið vel yfir stöðuna. „Þau eru auðvitað óörugg og finnst þetta auðvitað óþægilegt og auðvitað einhver ákveðin reiði en þetta var nú kjölfar innsetningarræðu Trumps þannig þau voru svona ánægð að þetta hefði ekki verið nefnt í innsetningarræðunni. En auðvitað er allt farið á stað af þeirra hálfu bæði á vettvangi stjórnvalda og líka hjá þingmönnunum. Að tala við sem flesta og koma sínum sjónarmiðum á framfæri en það er auðvitað alveg ljóst að þetta er einhvers konar hrærigrautur af allskonar tilfinningum. Maður heyrir það, en ég þekki nú marga þingmenn þarna ágætlega, að auðvitað er fólk bara slegið. Vestnorræna ráðið hefur sent frá sér ályktun þar sem það lýsir yfir fullum stuðningi við Grænland og ítrekar að Grænlendingar ráði sinni framtíð sjálfir. Bryndís segir ályktuninni meðal annars beint til þingmanna annarra landa þar á meðal í Bandaríkjunum. „Vekja þingmenn á þessu svæði til umhugsunar um það hversu alvarlegar þessar, hvað eigum við að segja, fyrirsagnir eða viðbrögð Trumps eru í þessu máli.“ Bryndís segir að í fyrstu hafi hún ekki viljað gera of mikið úr orðum Trumps en málið verði alvarlegra með hverjum deginum sem líði. „Það er einhvern veginn eins og þetta ágerist með degi hverjum eða klukkutíma hverjum eftir því sem Trump talar meira eða tweetar meira þannig að þetta er auðvitað ekki gott. Þetta er alvörumál og mér finnst mjög mikilvægt að bæði íslensk stjórnvöld og íslenskir þingmenn standi þétt með Grænlendingum og vinum okkar á Norðurlöndum. Ég mun á vettvangi Norðurlandaráðs, fái ég tækifæri til þess, hvetja enn frekar til þess að við stöndum nú styrk með Grænlendingum. Það er auðvitað ekkert grín þegar helsta bandaþjóð okkar hótar eða gefur í skyn einhvers konar yfirtöku á annarra manna landi. Það er auðvitað eitthvað sem á ekkert að líðast í lýðræðissamfélagi.“ Grænland Alþingi Donald Trump Utanríkismál Tengdar fréttir Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra Íslands var látin vita af skyndifundi forsætisráðherra Norðurlandanna í Kaupmannahöfn sem fram fór í gær um Grænland og öryggismál sama dag og fundurinn var haldinn. Í svörum frá forsætisráðuneytinu segir að fundurinn hafi verið haldinn í tengslum við minningarathöfn í Auschwitz þar sem Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra er fulltrúi Íslands en ekki Kristrún. 27. janúar 2025 13:49 Segir alla íbúa Grænlands vilja undir Bandaríkin Donald Trump Bandaríkjaforseti áréttar þá afstöðu sína að Bandaríkin skuli taka við stjórn Grænlands. Hann sé fullviss í sinni trú að Bandaríkjamönnum muni takast þetta ætlunarverk sitt. 26. janúar 2025 13:45 Mest lesið „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Innlent Moskítóflugan mætt til Íslands Innlent Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi Innlent Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Innlent Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Innlent Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Innlent Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Erlent Verkfall flugumferðarstjóra hafið Innlent Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Erlent Verulega skert þjónusta vegna kvennaverkfalls Innlent Fleiri fréttir Moskítóflugan mætt til Íslands Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Verulega skert þjónusta vegna kvennaverkfalls Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Verkfall flugumferðarstjóra hafið Samkomulag við Þjóðverja eigi að tryggja varnir og öryggi Íslendinga Rödd Íslendinga í hinsegin baráttu hafi aldrei verið mikilvægari 105 ára boccia meistari í vesturbæ Reykjavíkur Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Nemendur ganga í skrokk á kennurum og kjaradeila enn í hnút Lögregla aðstoðaði við að vísa gestum út af hóteli í 105 Þáttur Trumps gífurlega mikilvægur „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ „Málið er fast“ Byggja þarf 5.500 íbúðir á Suðurlandi á næstu 10 árum „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Verkfallið vonbrigði og grímuklæddir glæpamenn í Louvre Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Sjá meira
Átján þingmenn sitja í Vestnorræna ráðinu frá Íslandi, Grænlandi og Færeyjum en ráðið hefur verið starfandi í um fjörutíu ár. Ráðið kom saman hér á landi í síðustu viku. Á meðal þess sem rætt var á fundum þess eru ítrekaðar yfirlýsingar Donalds Trump forseta Bandaríkjanna um að Bandaríkin þurfi að eignast Grænland. Bryndís Haraldsdóttir þingmaður Sjálfstæðisflokksins situr í ráðinu segir hún grænlensku þingmennina hafa farið vel yfir stöðuna. „Þau eru auðvitað óörugg og finnst þetta auðvitað óþægilegt og auðvitað einhver ákveðin reiði en þetta var nú kjölfar innsetningarræðu Trumps þannig þau voru svona ánægð að þetta hefði ekki verið nefnt í innsetningarræðunni. En auðvitað er allt farið á stað af þeirra hálfu bæði á vettvangi stjórnvalda og líka hjá þingmönnunum. Að tala við sem flesta og koma sínum sjónarmiðum á framfæri en það er auðvitað alveg ljóst að þetta er einhvers konar hrærigrautur af allskonar tilfinningum. Maður heyrir það, en ég þekki nú marga þingmenn þarna ágætlega, að auðvitað er fólk bara slegið. Vestnorræna ráðið hefur sent frá sér ályktun þar sem það lýsir yfir fullum stuðningi við Grænland og ítrekar að Grænlendingar ráði sinni framtíð sjálfir. Bryndís segir ályktuninni meðal annars beint til þingmanna annarra landa þar á meðal í Bandaríkjunum. „Vekja þingmenn á þessu svæði til umhugsunar um það hversu alvarlegar þessar, hvað eigum við að segja, fyrirsagnir eða viðbrögð Trumps eru í þessu máli.“ Bryndís segir að í fyrstu hafi hún ekki viljað gera of mikið úr orðum Trumps en málið verði alvarlegra með hverjum deginum sem líði. „Það er einhvern veginn eins og þetta ágerist með degi hverjum eða klukkutíma hverjum eftir því sem Trump talar meira eða tweetar meira þannig að þetta er auðvitað ekki gott. Þetta er alvörumál og mér finnst mjög mikilvægt að bæði íslensk stjórnvöld og íslenskir þingmenn standi þétt með Grænlendingum og vinum okkar á Norðurlöndum. Ég mun á vettvangi Norðurlandaráðs, fái ég tækifæri til þess, hvetja enn frekar til þess að við stöndum nú styrk með Grænlendingum. Það er auðvitað ekkert grín þegar helsta bandaþjóð okkar hótar eða gefur í skyn einhvers konar yfirtöku á annarra manna landi. Það er auðvitað eitthvað sem á ekkert að líðast í lýðræðissamfélagi.“
Grænland Alþingi Donald Trump Utanríkismál Tengdar fréttir Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra Íslands var látin vita af skyndifundi forsætisráðherra Norðurlandanna í Kaupmannahöfn sem fram fór í gær um Grænland og öryggismál sama dag og fundurinn var haldinn. Í svörum frá forsætisráðuneytinu segir að fundurinn hafi verið haldinn í tengslum við minningarathöfn í Auschwitz þar sem Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra er fulltrúi Íslands en ekki Kristrún. 27. janúar 2025 13:49 Segir alla íbúa Grænlands vilja undir Bandaríkin Donald Trump Bandaríkjaforseti áréttar þá afstöðu sína að Bandaríkin skuli taka við stjórn Grænlands. Hann sé fullviss í sinni trú að Bandaríkjamönnum muni takast þetta ætlunarverk sitt. 26. janúar 2025 13:45 Mest lesið „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Innlent Moskítóflugan mætt til Íslands Innlent Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi Innlent Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Innlent Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Innlent Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Innlent Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Erlent Verkfall flugumferðarstjóra hafið Innlent Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Erlent Verulega skert þjónusta vegna kvennaverkfalls Innlent Fleiri fréttir Moskítóflugan mætt til Íslands Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Verulega skert þjónusta vegna kvennaverkfalls Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Verkfall flugumferðarstjóra hafið Samkomulag við Þjóðverja eigi að tryggja varnir og öryggi Íslendinga Rödd Íslendinga í hinsegin baráttu hafi aldrei verið mikilvægari 105 ára boccia meistari í vesturbæ Reykjavíkur Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Nemendur ganga í skrokk á kennurum og kjaradeila enn í hnút Lögregla aðstoðaði við að vísa gestum út af hóteli í 105 Þáttur Trumps gífurlega mikilvægur „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ „Málið er fast“ Byggja þarf 5.500 íbúðir á Suðurlandi á næstu 10 árum „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Verkfallið vonbrigði og grímuklæddir glæpamenn í Louvre Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Sjá meira
Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra Íslands var látin vita af skyndifundi forsætisráðherra Norðurlandanna í Kaupmannahöfn sem fram fór í gær um Grænland og öryggismál sama dag og fundurinn var haldinn. Í svörum frá forsætisráðuneytinu segir að fundurinn hafi verið haldinn í tengslum við minningarathöfn í Auschwitz þar sem Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra er fulltrúi Íslands en ekki Kristrún. 27. janúar 2025 13:49
Segir alla íbúa Grænlands vilja undir Bandaríkin Donald Trump Bandaríkjaforseti áréttar þá afstöðu sína að Bandaríkin skuli taka við stjórn Grænlands. Hann sé fullviss í sinni trú að Bandaríkjamönnum muni takast þetta ætlunarverk sitt. 26. janúar 2025 13:45