Anthony er sendiherra Alþjóða körfuboltasambandsins og sagði heiminum frá því að HM 2027 muni fara fram í Katar.
Hann var í fullum skrúða í eyðimörkinni, með körfubolta í hendi og við hlið úlfalda.
Þetta verður í fyrsta sinn sem HM karla í körfubolta fer fram í Miðausturlöndum.
Íslenska karlalandsliðið í körfubolta var hársbreidd frá því að tryggja sér sæti á síðasta heimsmeistaramóti sem var haldið haustið 2023 í Japan, Filippseyjum og Indónesíu,
32 þjóðir munu fá þátttökurétt á mótinu í Katar eftir rúm tvö ár sem fer fram 27. ágúst til 12. september 2027.
Körfubolti er enn ein íþróttin sem sendir heimsmeistaramót sitt til Katar. HM í fótbolta fór þar fram 2022, HM í handbolta var haldið þar 2015 og bæði HM í sundi og HM í frjálsum hafa farið fram í Katar á síðustu árum.
Miklu fleiri íþróttagreinar hafa einnig haldið heimsmeistaramót sitt í Katar.