Kennaraverkföll: Hvenær, hvar og hve lengi? Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 27. janúar 2025 19:28 Grunn- og leikskólakennarar eru á leið í verkfall. Vísir Kennaraverkföll hefjast að óbreyttu laugardaginn 1. febrúar í fjórtán leikskólum og sjö grunnskólum. Fréttastofa tók saman hvar og hvenær verkföll eru fyrirhuguð og hvort um tímabundin eða ótímabundin verkföll í hverjum skóla fyrir sig er að ræða. Brösuglega hefur gengið að ná sáttum í yfirstandandi kjaradeilu kennara og ríkis og sveitarfélaga. Fréttastofa hefur fjallað um kjaradeiluna en nýjustu fréttir af henni má nálgast hér. Þar sem verkfallsaðgerðir eru mismunandi eftir svæðum og skólastigum hefur ákveðinn glundroði skapast í hinum ýmsu Facebookhópum, spjallþráðum og kaffisstofum vinnustaða, varðandi hvenær verkföllin hefjist, hvar og hve lengi þau vara. Eftirfarandi samantekt kann að vinna bót á því. Ótímabundin í leikskólum Öll fyrirhuguð verkföll leikskólakennara eru ótímabundin og hefjast að óbreyttu þann 1. febrúar. Leikskólakennarar í eftirfarandi leikskólum munu leggja niður störf. Leikskóli Seltjarnarness Leikskólinn Holt í Reykjanesbæ Leikskólinn Drafnarsteinn í Reykjavík Leikskólinn Ársalir á Sauðárkróki Leikskóli Snæfellsbæjar Hulduheimar á Akureyri Höfðaberg í Mosfellsbæ Lundaból í Garðabæ Lyngheimar í Reykjavík Lyngholt á Reyðarfirði Óskaland í Hveragerði Rauðhóll í Reykjavík Stakkaborg í Reykjavík Teigasel á Akranesi Þess má geta að verkföll stóðu yfir í leikskóla Seltjarnarness, Holti, Drafnarsteini, og Ársölum fyrir áramót en var frestað á miðnætti 29. nóvember 2024. Tímabundin í grunnskólum Fyrirhuguð verkföll grunnskólakennara eru aftur á móti öll tímabundin. Að óbreyttu leggja kennarar í eftirfarandi þremur skólum niður störf á tímabilinu 1. til 21. febrúar. Árbæjarskóli í Reykjavík Garðaskóli í Garðabæ Heiðarskóli í Reykjanesbæ Verkföll vara fimm dögum lengur, eða frá 1. til 26. febrúar, í eftirfarandi skólum, að óbreyttu. Egilsstaðaskóli á Egilsstöðum Engjaskóli í Reykjavík Grundaskóli á Akranesi Lindaskóli í Kópavogi Enn óljóst með framhalds- og tónlistarskóla Enn hafa ekki borist upplýsingar um umfang fyrirhugaðra verkfallsaðgerða framhalds- og tónlistarkennara. Á vef Kennarasambandsins, þar sem ofangreindra upplýsinga var aflað, segir að viðkomandi aðildarfélög muni hefja undirbúning aðgerða þann 1. febrúar en þá lýkur friðarskyldu sem sett var á deiluaðila eftir að verkföllum var frestað þann 29. nóvember. Fram kemur að greint verði frá fyrirhuguðum aðgerðum í framhalds- og tónlistarskólum þegar upplýsingar liggja fyrir. Kennaraverkfall 2024-25 Kjaramál Kjaraviðræður 2023-25 Leikskólar Grunnskólar Framhaldsskólar Mest lesið Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Innlent Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Innlent Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Erlent Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Innlent Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Erlent Konan er fundin Innlent Segja upp samningum 2.300 félagsmanna sem vinna á hjúkrunarheimilum Innlent Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Innlent Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Erlent María Heimisdóttir skipuð landlæknir Innlent Fleiri fréttir Taka tillit til „miklu, miklu meiri“ hækkana kennara Ráðherra ætlar að banna síma í skólum Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Keppa í dansi á heimsleikum Special Olympics Fleiri strætóferðir næsta haust og hætt við fækkun bílastæða Óttast launaskrið og aukna verðbólgu Uppsögnin komi SFV í opna skjöldu Verðbólguótti, snjallsímabann í haust og Trump-tollar Sætta sig ekki við rafræna undirritun á stefnu Fær þyngri dóm fyrir að spyrja „er þetta hann?“ og stinga svo mann María Heimisdóttir skipuð landlæknir Ekki valin en draumurinn lifir Segja upp samningum 2.300 félagsmanna sem vinna á hjúkrunarheimilum „Við skulum aðeins róa okkur, fókus“ Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Jakob nýr formaður Rafiðnaðarsambandsins Ríkisstjórnin fundar í Reykjanesbæ Vilja komast í bækur bankanna án dómsúrskurðar Flokki fólksins einum refsað „Höfum verulegar áhyggjur af þeirri hlið málsins“ Kennarasamningar koma ASÍ í opna skjöldu Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Ákvarðanir um sviptingu teknar með flugöryggi í huga Konan er fundin Brýnustu verkefnin í borginni í Pallborði Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Með tuttugu kíló af hassi og marijuana í farangrinum Ölvaður, réttindalaus og með barn í bílnum Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ Sjá meira
Brösuglega hefur gengið að ná sáttum í yfirstandandi kjaradeilu kennara og ríkis og sveitarfélaga. Fréttastofa hefur fjallað um kjaradeiluna en nýjustu fréttir af henni má nálgast hér. Þar sem verkfallsaðgerðir eru mismunandi eftir svæðum og skólastigum hefur ákveðinn glundroði skapast í hinum ýmsu Facebookhópum, spjallþráðum og kaffisstofum vinnustaða, varðandi hvenær verkföllin hefjist, hvar og hve lengi þau vara. Eftirfarandi samantekt kann að vinna bót á því. Ótímabundin í leikskólum Öll fyrirhuguð verkföll leikskólakennara eru ótímabundin og hefjast að óbreyttu þann 1. febrúar. Leikskólakennarar í eftirfarandi leikskólum munu leggja niður störf. Leikskóli Seltjarnarness Leikskólinn Holt í Reykjanesbæ Leikskólinn Drafnarsteinn í Reykjavík Leikskólinn Ársalir á Sauðárkróki Leikskóli Snæfellsbæjar Hulduheimar á Akureyri Höfðaberg í Mosfellsbæ Lundaból í Garðabæ Lyngheimar í Reykjavík Lyngholt á Reyðarfirði Óskaland í Hveragerði Rauðhóll í Reykjavík Stakkaborg í Reykjavík Teigasel á Akranesi Þess má geta að verkföll stóðu yfir í leikskóla Seltjarnarness, Holti, Drafnarsteini, og Ársölum fyrir áramót en var frestað á miðnætti 29. nóvember 2024. Tímabundin í grunnskólum Fyrirhuguð verkföll grunnskólakennara eru aftur á móti öll tímabundin. Að óbreyttu leggja kennarar í eftirfarandi þremur skólum niður störf á tímabilinu 1. til 21. febrúar. Árbæjarskóli í Reykjavík Garðaskóli í Garðabæ Heiðarskóli í Reykjanesbæ Verkföll vara fimm dögum lengur, eða frá 1. til 26. febrúar, í eftirfarandi skólum, að óbreyttu. Egilsstaðaskóli á Egilsstöðum Engjaskóli í Reykjavík Grundaskóli á Akranesi Lindaskóli í Kópavogi Enn óljóst með framhalds- og tónlistarskóla Enn hafa ekki borist upplýsingar um umfang fyrirhugaðra verkfallsaðgerða framhalds- og tónlistarkennara. Á vef Kennarasambandsins, þar sem ofangreindra upplýsinga var aflað, segir að viðkomandi aðildarfélög muni hefja undirbúning aðgerða þann 1. febrúar en þá lýkur friðarskyldu sem sett var á deiluaðila eftir að verkföllum var frestað þann 29. nóvember. Fram kemur að greint verði frá fyrirhuguðum aðgerðum í framhalds- og tónlistarskólum þegar upplýsingar liggja fyrir.
Kennaraverkfall 2024-25 Kjaramál Kjaraviðræður 2023-25 Leikskólar Grunnskólar Framhaldsskólar Mest lesið Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Innlent Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Innlent Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Erlent Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Innlent Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Erlent Konan er fundin Innlent Segja upp samningum 2.300 félagsmanna sem vinna á hjúkrunarheimilum Innlent Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Innlent Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Erlent María Heimisdóttir skipuð landlæknir Innlent Fleiri fréttir Taka tillit til „miklu, miklu meiri“ hækkana kennara Ráðherra ætlar að banna síma í skólum Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Keppa í dansi á heimsleikum Special Olympics Fleiri strætóferðir næsta haust og hætt við fækkun bílastæða Óttast launaskrið og aukna verðbólgu Uppsögnin komi SFV í opna skjöldu Verðbólguótti, snjallsímabann í haust og Trump-tollar Sætta sig ekki við rafræna undirritun á stefnu Fær þyngri dóm fyrir að spyrja „er þetta hann?“ og stinga svo mann María Heimisdóttir skipuð landlæknir Ekki valin en draumurinn lifir Segja upp samningum 2.300 félagsmanna sem vinna á hjúkrunarheimilum „Við skulum aðeins róa okkur, fókus“ Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Jakob nýr formaður Rafiðnaðarsambandsins Ríkisstjórnin fundar í Reykjanesbæ Vilja komast í bækur bankanna án dómsúrskurðar Flokki fólksins einum refsað „Höfum verulegar áhyggjur af þeirri hlið málsins“ Kennarasamningar koma ASÍ í opna skjöldu Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Ákvarðanir um sviptingu teknar með flugöryggi í huga Konan er fundin Brýnustu verkefnin í borginni í Pallborði Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Með tuttugu kíló af hassi og marijuana í farangrinum Ölvaður, réttindalaus og með barn í bílnum Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ Sjá meira