Fyrrverandi bæjarstjóri verður framkvæmdastjóri þingflokks Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 27. janúar 2025 17:21 Guðmundur, Sigurjón, Katrín Sigríður og Pétur Björgvin munu starfa hjá þingflokki Viðreisnar á komandi kjörtímabili. Viðreisn Þingflokkur Viðreisnar hefur ráðið til sín þrjá nýja starfsmenn og er starfslið flokksins þar með fullmannað. Í starfsmannahópnum eru fyrrverandi bæjarstjóri í Ísafjarðarbæ, lögfræðingur, sálfræðingur og verkefnastjóri. Frá þessu er greint í tilkynningu frá flokknum, þar sem starfsmennirnir fjórir eru kynntir til leiks. Guðmundur Gunnarsson er framkvæmdastjóri þingflokks en auk hans hafa Sigurjón Njarðarson, Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir og Pétur Björgvin Sveinsson verið ráðin til starfa hjá þingflokknum. Guðmundur Gunnarsson hefur starfað fyrir þingflokkinn frá júní 2024. Þar áður starfaði hann sjálfstætt sem ráðgjafi en var þar áður bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar og frétta- og dagskrárgerðarmaður hjá RÚV og Fréttablaðinu. Guðmundur er með BA gráðu í fjölmiðlafræði frá Háskólanum á Akureyri og MSc gráðu í alþjóðaviðskiptum frá Háskólanum í Reykjavík. Hann tekur við starfi framkvæmdastjóra þingflokks af Stefaníu Sigurðardóttur, en hún var ráðin sem aðstoðarmaður Hönnu Katrínar Friðriksson, atvinnuvegaráðherra, í ársbyrjun. Sigurjón Njarðarson lauk BA gráðu og ML gráðu í lögfræði frá Háskólanum í Reykjavík. Hann starfaði síðast hjá Orkustofnun og þar áður hjá Matvælastofnun. Í störfum sínum hefur hann meðal annars sérhæft sig í verkefnum á sviði stjórnsýslu auðlindanýtingar. Sigurjón hefur sinnt ýmsum trúnaðarstörfum fyrir Viðreisn undanfarin ár, meðal annars uppstillingu í sveitarstjórnarkosningum og sat í stjórn Reykjavíkurráðs. Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir lauk BSc gráðu í sálfræði frá Háskóla Íslands og MSc gráðu í klínískri sálfræði frá sama skóla. Hún hefur starfað sem sálfræðingur, ráðgjafi og sinnt ýmsum trúnaðarstörfum innan Viðreisnar. Hún er fyrrverandi forseti Uppreisnar, hefur átt sæti í stjórn flokksins og tók sæti sem varaþingmaður á liðnu kjörtímabili. Í þingkosningum 2024 skipaði hún fjórða sæti á lista í Reykjavíkurkjördæmi norður og er því fyrsti varaþingmaður Viðreisnar í því kjördæmi. Pétur Björgvin Sveinsson hefur síðustu ár starfað við markaðsstörf og verkefnastýringu hjá Bláa Lóninu, KoiKoi vefstofu og sem sjálfstætt starfandi ráðgjafi. Hann er með BA gráðu í verkefnastjórnun frá KaosPilot skólanum í Árósum. Pétur Björgvin skipaði fimmta sæti á lista Viðreisnar í Reykjavíkurkjördæmi norður og er því annar varaþingmaður Viðreisnar í því kjördæmi. Viðreisn Alþingi Vistaskipti Mest lesið „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Innlent Þvag, saur og uppköst í klefum Innlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Erlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Erlent Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Fleiri fréttir Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Sjá meira
Frá þessu er greint í tilkynningu frá flokknum, þar sem starfsmennirnir fjórir eru kynntir til leiks. Guðmundur Gunnarsson er framkvæmdastjóri þingflokks en auk hans hafa Sigurjón Njarðarson, Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir og Pétur Björgvin Sveinsson verið ráðin til starfa hjá þingflokknum. Guðmundur Gunnarsson hefur starfað fyrir þingflokkinn frá júní 2024. Þar áður starfaði hann sjálfstætt sem ráðgjafi en var þar áður bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar og frétta- og dagskrárgerðarmaður hjá RÚV og Fréttablaðinu. Guðmundur er með BA gráðu í fjölmiðlafræði frá Háskólanum á Akureyri og MSc gráðu í alþjóðaviðskiptum frá Háskólanum í Reykjavík. Hann tekur við starfi framkvæmdastjóra þingflokks af Stefaníu Sigurðardóttur, en hún var ráðin sem aðstoðarmaður Hönnu Katrínar Friðriksson, atvinnuvegaráðherra, í ársbyrjun. Sigurjón Njarðarson lauk BA gráðu og ML gráðu í lögfræði frá Háskólanum í Reykjavík. Hann starfaði síðast hjá Orkustofnun og þar áður hjá Matvælastofnun. Í störfum sínum hefur hann meðal annars sérhæft sig í verkefnum á sviði stjórnsýslu auðlindanýtingar. Sigurjón hefur sinnt ýmsum trúnaðarstörfum fyrir Viðreisn undanfarin ár, meðal annars uppstillingu í sveitarstjórnarkosningum og sat í stjórn Reykjavíkurráðs. Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir lauk BSc gráðu í sálfræði frá Háskóla Íslands og MSc gráðu í klínískri sálfræði frá sama skóla. Hún hefur starfað sem sálfræðingur, ráðgjafi og sinnt ýmsum trúnaðarstörfum innan Viðreisnar. Hún er fyrrverandi forseti Uppreisnar, hefur átt sæti í stjórn flokksins og tók sæti sem varaþingmaður á liðnu kjörtímabili. Í þingkosningum 2024 skipaði hún fjórða sæti á lista í Reykjavíkurkjördæmi norður og er því fyrsti varaþingmaður Viðreisnar í því kjördæmi. Pétur Björgvin Sveinsson hefur síðustu ár starfað við markaðsstörf og verkefnastýringu hjá Bláa Lóninu, KoiKoi vefstofu og sem sjálfstætt starfandi ráðgjafi. Hann er með BA gráðu í verkefnastjórnun frá KaosPilot skólanum í Árósum. Pétur Björgvin skipaði fimmta sæti á lista Viðreisnar í Reykjavíkurkjördæmi norður og er því annar varaþingmaður Viðreisnar í því kjördæmi.
Viðreisn Alþingi Vistaskipti Mest lesið „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Innlent Þvag, saur og uppköst í klefum Innlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Erlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Erlent Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Fleiri fréttir Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Sjá meira