Innlent

Sjókvíaeldi og hugsan­legt fram­boð Guð­laugs Þórs á Sprengi­sandi

Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar
Sprengisandur hefst klukkan 10. Kristján Kristjánsson stýrir þættinum að venju.
Sprengisandur hefst klukkan 10. Kristján Kristjánsson stýrir þættinum að venju.

Sprengisandur er á sínum stað klukkan 10 þar sem Kristján Kristjánsson þáttastjórnandi ræðir samfélagsmálin við góða gesti.

Guðmundur Fertram Sigurjónsson, forstjóri Kerecis, mætir fyrstur og ræðir stöðu fyrirtækisins og ýmsar hugmyndir sínar um framtíð þess og rekstur auk þess að lýsa afdráttarlausum skoðunum á atvinnuuppbyggingu og framþróun í landinu.

Katrín Oddsdóttir, talskona andófs við sjókvíaeldi í Seyðisfirði, mætir næst með 13000 undirskriftir upp á vasann gegn útgefnu rekstrarleyfi Kaldvíkur til eldis í firðinu. Forsvarsmenn andófsins boða frekari aðgerðir.

Þá mætir Guðlaugur Þór Þórðarson og svarar spurningum um hugsanlegt framboð til formennsku í Sjálfstæðisflokknum.

Runólfur Þórhallsson sviðsstjóri Almannavarna og Guðmundur Arnar Sigmundsson forstöðumaður CERT-IS ræða að lokum nýjar áhættugreiningar á sambandsleysi Íslands við umheiminn en á þriðjudag verður mikil æfing þar sem farið verður yfir aðgerðir á því sviði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×