Handbolti

Býst ekki við neinni að­stoð frá Slóvenum

Valur Páll Eiríksson skrifar
Íslenska landsliðið í handbolta í Zagreb, Króatíu á heimsmeistaramótinu í handbolta. Snorri Steinn Guðjónsson
Íslenska landsliðið í handbolta í Zagreb, Króatíu á heimsmeistaramótinu í handbolta. Snorri Steinn Guðjónsson Vísir/Vilhelm

Snorri Steinn Guðjónsson var boginn en ekki brotinn þegar hann var tekinn tali á hóteli íslenska karlalandsliðsins í handbolta í gær. Hann stefnir á sigur á Argentínu í dag en eftir það þarf íslenska liðið að treysta á önnur úrslit til að eiga möguleika á sæti í 8-liða úrslitum.

Allt stefnir í að Ísland falli úr leik í milliriðli í enn eitt skiptið og hafa 8-liða úrslit reynst erfiður hjalli að komast yfir. Hvað þarf að breytast svo það takist?

„Ég fer kannski ekki að svara því núna. Við eigum ennþá einn leik eftir og ekki öll von úti enn. Við þurfum að einbeita okkur að því. Hvað þarf að breytast er góð spurning. Kannski er eþtta erfiður hjalli þegar þetta gerist trekk í trekk og mörg mót í röð, þá þurfum við eitthvað að skoða það,“ segir Snorri Steinn.

Ísland þarf að treysta á að Grænhöfðaeyjar vinni Egypta eða að Slóvenar taki Króata, til að eiga séns á sæti í 8-liða úrslitum. Bæði telst ólíklegt og býst Snorri Steinn ekki við mikilli hjálp frá þeim slóvensku.

„Ég er ekkert að velta þeim eitthvað mikið fyrir mér. Ég á ekki von á mikilli hjálp frá þeim, ef ég á að vera alveg hreinskilinn með það. Við þurfum að gera okkar. Ég leyfi mönnum bara að taka því rólega í dag, sleikja aðeins sárin og svo frá og með kvöldmatnum er fókus á hitt. Við mætum tilbúnir til leiks á morgun,“ segir Snorri Steinn.

Viðtalið má sjá í spilaranum.

Ísland mætir Argentínu klukkan 14:30 í dag og leiknum lýst beint á Vísi. Leik Slóvena við Króata verður einnig lýst á vefnum í kvöld klukkan 19:30.

Klippa: Gerði mistök gegn Króötum



Fleiri fréttir

Sjá meira


×