Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Jón Þór Stefánsson skrifar 25. janúar 2025 12:25 Ásgeir H. Ingólfsson er látinn eftir baráttu við krabbamein. Akureyrski blaðamaðurinn og skáldið Ásgeir H. Ingólfsson er látinn 48 ára að aldri. Hann lést í nótt eftir baráttu við krabbamein. Undanfarið hafði Ásgeir verið að skipuleggja viðburðinn Lífskviða sem var á dagskrá í sumarbústað skammt frá Kjarnaskógi í dag. Aðstandendur hans ætla að halda viðburðinn á tilsettum tíma, þrátt fyrir andlátið, og heiðra minningu Ásgeirs. Valur Gunnarsson, sagnfræðingur og vinur Ásgeirs, segir í samtali við fréttastofu að þessi viðburður hafi haldið Ásgeiri gangandi síðustu dagana, að koma fólki saman. Það muni takast í kvöld og andi Ásgeirs muni svífa yfir vötnum. „Eftir að hafa ráðfært okkur við nánustu fjölskyldu og vini þá finnst okkur rétt og í anda Ásgeirs að halda viðburðinn. Honum var mjög tíðrætt um þetta og það minnsta sem við getum gert er að minnast hans,“ segir Valur. Að sögn Vals munu ýmsir listamenn koma fram og til dæmis lesa ljóð eftir Ásgeir og ljóð honum til heiðurs. „Labbaði út með dauðadóm á bakinu síðasta þriðjudag. Er búinn að fá niðurstöður varðandi krabbann. Örið á vélindanu hefur búið til svo mikið mein á lifrinni að þeir segja þetta ekki meðferðartækt. Vikur, mögulega mánuðir eftir,“ skrifaði Ásgeir í viðburðarlýsingu Lífskviðunnar á Facebook. Á viðburðinum verða bæði lesin ljóð eftir Ásgeir og til heiðurs honum. „Í þessari tímalínu. En þetta gerist allt of snemma í sögunni og ég veit að það er leið út úr þessu rugli. En þar til kraftaverkið gerist erum við nú á Akureyri að skipuleggja nokkurskonar lífskviðu, kviðu lífsins, með ljóðaupplestrum, tónlist, tölum, myndlist og fleiru. Það væri gaman að sjá ykkur frábæra fólk laugardaginn 25. janúar á Götu sólarinnar 6. Þetta er langleiðina út í Kjarnaskóg en nóg af fólki á bílum, reddast allt.“ Í viðburðarlýsingunni sagði líka að það væri opið hús milli tvö og fimm í dag, en þá væri „spjall og chill“ og síðan myndi formleg dagskrá hefjast klukkan sjö í kvöld. Andlát Akureyri Menning Ljóðlist Bókmenntir Mest lesið Sunneva veltir Evu Ruzu úr sessi Lífið Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Menning Ein glæsilegasta leikkona landsins á lausu Lífið Elskar Kennedy þó þeir ræði lítið pólitík í matarboðum Lífið Martin og Anna María selja hönnunaríbúð í Garðabæ Lífið Fáklædd og glæsileg við sundlaugarbakkann Lífið Flugfreyjusætið var inni á klósettinu Lífið Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Tónlist Stjörnulífið: Skúli og Gríma orðin hjón Lífið Bubbi segir Hróa Hattar-brag á stuldinum Lífið Fleiri fréttir Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
Undanfarið hafði Ásgeir verið að skipuleggja viðburðinn Lífskviða sem var á dagskrá í sumarbústað skammt frá Kjarnaskógi í dag. Aðstandendur hans ætla að halda viðburðinn á tilsettum tíma, þrátt fyrir andlátið, og heiðra minningu Ásgeirs. Valur Gunnarsson, sagnfræðingur og vinur Ásgeirs, segir í samtali við fréttastofu að þessi viðburður hafi haldið Ásgeiri gangandi síðustu dagana, að koma fólki saman. Það muni takast í kvöld og andi Ásgeirs muni svífa yfir vötnum. „Eftir að hafa ráðfært okkur við nánustu fjölskyldu og vini þá finnst okkur rétt og í anda Ásgeirs að halda viðburðinn. Honum var mjög tíðrætt um þetta og það minnsta sem við getum gert er að minnast hans,“ segir Valur. Að sögn Vals munu ýmsir listamenn koma fram og til dæmis lesa ljóð eftir Ásgeir og ljóð honum til heiðurs. „Labbaði út með dauðadóm á bakinu síðasta þriðjudag. Er búinn að fá niðurstöður varðandi krabbann. Örið á vélindanu hefur búið til svo mikið mein á lifrinni að þeir segja þetta ekki meðferðartækt. Vikur, mögulega mánuðir eftir,“ skrifaði Ásgeir í viðburðarlýsingu Lífskviðunnar á Facebook. Á viðburðinum verða bæði lesin ljóð eftir Ásgeir og til heiðurs honum. „Í þessari tímalínu. En þetta gerist allt of snemma í sögunni og ég veit að það er leið út úr þessu rugli. En þar til kraftaverkið gerist erum við nú á Akureyri að skipuleggja nokkurskonar lífskviðu, kviðu lífsins, með ljóðaupplestrum, tónlist, tölum, myndlist og fleiru. Það væri gaman að sjá ykkur frábæra fólk laugardaginn 25. janúar á Götu sólarinnar 6. Þetta er langleiðina út í Kjarnaskóg en nóg af fólki á bílum, reddast allt.“ Í viðburðarlýsingunni sagði líka að það væri opið hús milli tvö og fimm í dag, en þá væri „spjall og chill“ og síðan myndi formleg dagskrá hefjast klukkan sjö í kvöld.
Andlát Akureyri Menning Ljóðlist Bókmenntir Mest lesið Sunneva veltir Evu Ruzu úr sessi Lífið Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Menning Ein glæsilegasta leikkona landsins á lausu Lífið Elskar Kennedy þó þeir ræði lítið pólitík í matarboðum Lífið Martin og Anna María selja hönnunaríbúð í Garðabæ Lífið Fáklædd og glæsileg við sundlaugarbakkann Lífið Flugfreyjusætið var inni á klósettinu Lífið Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Tónlist Stjörnulífið: Skúli og Gríma orðin hjón Lífið Bubbi segir Hróa Hattar-brag á stuldinum Lífið Fleiri fréttir Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Menning
Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Menning