Lögðu fram tilboð sem var ekki svarað Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 24. janúar 2025 20:26 Magnús Þór Jónsson formaður Kennarasambands Íslands segir tilboði frá kennurum ekki hafa verið svarað. Vísir/Anton Brink Formaður Kennarasambandsins segir löngu ljóst að stjórnvöld þurfi að stíga inn í kjaradeilu þeirra og ríkis og sveitarfélaga. Kennarar hafi lagt fram tilboð í vikunni til að reyna að liðka fyrir lausn deilunnar sem hafi ekki verið svarað. Samninganefndir allra aðildarfélaga Kennarasambands Íslands hittust á stöðufundi í húsakynnum Kennarasambandsins í dag. Algjör pattstaða er uppi í kjaraviðræðum kennara og sveitarfélaga og ríkis og Ástráður Haraldsson ríkissáttasemjari hefur sagt að hann telji ekki ástæðu til að boða til fleiri fundi í bili. Á fundi kennara í dag lýstu samninganefndir allra aðildarfélaga Kennarasambands Íslands yfir miklum vonbrigðum með stöðu kjaraviðræðna og því virðingarleysi sem hafi birst undanfarið í garð kennara. Magnús Þór Jónsson formaður Kennarasambands Íslands segir tímbært að stjórnvöld stígi inn í deiluna. „Eins og þetta birtist okkur núna þá höfum við áhyggjur af því að þeir sem hafi raunverulegar áhuga og áhyggjur af kerfinu séu kennarar og mögulega einhverjir aðilar, og reyndar samfélagið allt, en þeir sem ráða í þessu landi séu ekki tilbúnir að leysa málin. Það eru þau sem þurfa að gera það og auðvitað þurfa stjórnvöld að koma inn í þessa deilu. Það er löngu orðið ljóst.“ Magnús segir kennara hafa lagt fram tilboð á fundi með samninganefndum ríkis og sveitarfélaga um síðustu helgi sem að þeirra mati hefði getað komið í veg fyrir að til boðaðra verkfalla komi eftir viku. „Við lögðum fram tilboð að leiðum sem myndu verða styttri skref í átt að þessari jöfnun og um leið gætum við farið yfir ákveðin umræðuefni sem munu þurfa að koma upp og þar með koma í veg fyrir aðgerðir. En um leið verða vegvísir inn í samtal.“ Formaður samninganefndar sveitarfélaga sagði í fréttum okkar í gær að viðræðurnar hafi strandað á launakröfum kennara sem séu óraunhæfar en umbeðnar hækkanir séu taldar í tugum prósenta. „Þessar tölur sem að við höfum bent á, bestu fáanlegu upplýsingar benda til tugprósenta launahækkana. Það eru margir óvissuþættir þar á leiðinni. Virðismat hefur verið nefnt og önnur kjör en í því tilboði sem við lögðum fram á sunnudaginn þá horfðum við til þess að bita þann fíl niður og værum tilbúin til þess að taka um það umræðu og þar með svona vera á leiðinni en taka styttri skref. Því hefur mögulega verið hafnað en við kannski vitum það ekki því formlegt svar hefur nú ekki endilega borist.“ Kjaramál Kjaraviðræður 2023-25 Kennaraverkfall 2024-25 Tengdar fréttir Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna Samninganefndir allra aðildarfélaga Kennarasambands Íslands lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu kjaraviðræðna við ríki og sveitarfélög. Í ályktun frá samninganefndanna segir að viðhorf launagreiðenda í viðræðunum birtist sem virðingarleysi í garð kennara. 24. janúar 2025 17:07 „Ég get horft í augun á ykkur“ Þriggja barna faðir segist vel geta horft í augun á kennurum barna sinna og sagst gera það sem hann telji réttast til að verja hagsmuni barna sinna. Formaður Félags leikskólakennara sagðist í gær efast um að foreldrar, sem hafa stefnt Kennarasambandi Íslands, gætu horft í augu kennara barna sinna. 24. janúar 2025 16:54 „Við erum algjörlega komin á endastöð“ Kjaraviðræður kennara við ríki og sveitarfélög eru komnar stál í stál og fátt virðist geta komið í veg fyrir að verkföll skelli á um mánaðamótin. Formaður samninganefndar sveitarfélaga segir viðræðurnar á endastöð og stranda á kröfum um miklar launahækkanir. 23. janúar 2025 20:31 Foreldrar stefna Kennarasambandinu vegna verkfallsaðgerða Hópur foreldrar leikskólabarna hefur stefnt Kennarasambandi Íslands vegna verkfallsaðgerða kennara. Foreldrarnir telja aðgerðirnar ólöglegar. 23. janúar 2025 12:12 Mest lesið Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Maðurinn fundinn Innlent Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Innlent Ekið á konu á Langholtsvegi Innlent Fleiri Epstein-skjöl birt: Prinsinn bað um „óviðeigandi vinkonur“ Erlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Undrandi á ráðningu ráðgjafa Innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Fleiri fréttir Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Glæný Maskínukönnun og jólaóveður Sjá meira
Samninganefndir allra aðildarfélaga Kennarasambands Íslands hittust á stöðufundi í húsakynnum Kennarasambandsins í dag. Algjör pattstaða er uppi í kjaraviðræðum kennara og sveitarfélaga og ríkis og Ástráður Haraldsson ríkissáttasemjari hefur sagt að hann telji ekki ástæðu til að boða til fleiri fundi í bili. Á fundi kennara í dag lýstu samninganefndir allra aðildarfélaga Kennarasambands Íslands yfir miklum vonbrigðum með stöðu kjaraviðræðna og því virðingarleysi sem hafi birst undanfarið í garð kennara. Magnús Þór Jónsson formaður Kennarasambands Íslands segir tímbært að stjórnvöld stígi inn í deiluna. „Eins og þetta birtist okkur núna þá höfum við áhyggjur af því að þeir sem hafi raunverulegar áhuga og áhyggjur af kerfinu séu kennarar og mögulega einhverjir aðilar, og reyndar samfélagið allt, en þeir sem ráða í þessu landi séu ekki tilbúnir að leysa málin. Það eru þau sem þurfa að gera það og auðvitað þurfa stjórnvöld að koma inn í þessa deilu. Það er löngu orðið ljóst.“ Magnús segir kennara hafa lagt fram tilboð á fundi með samninganefndum ríkis og sveitarfélaga um síðustu helgi sem að þeirra mati hefði getað komið í veg fyrir að til boðaðra verkfalla komi eftir viku. „Við lögðum fram tilboð að leiðum sem myndu verða styttri skref í átt að þessari jöfnun og um leið gætum við farið yfir ákveðin umræðuefni sem munu þurfa að koma upp og þar með koma í veg fyrir aðgerðir. En um leið verða vegvísir inn í samtal.“ Formaður samninganefndar sveitarfélaga sagði í fréttum okkar í gær að viðræðurnar hafi strandað á launakröfum kennara sem séu óraunhæfar en umbeðnar hækkanir séu taldar í tugum prósenta. „Þessar tölur sem að við höfum bent á, bestu fáanlegu upplýsingar benda til tugprósenta launahækkana. Það eru margir óvissuþættir þar á leiðinni. Virðismat hefur verið nefnt og önnur kjör en í því tilboði sem við lögðum fram á sunnudaginn þá horfðum við til þess að bita þann fíl niður og værum tilbúin til þess að taka um það umræðu og þar með svona vera á leiðinni en taka styttri skref. Því hefur mögulega verið hafnað en við kannski vitum það ekki því formlegt svar hefur nú ekki endilega borist.“
Kjaramál Kjaraviðræður 2023-25 Kennaraverkfall 2024-25 Tengdar fréttir Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna Samninganefndir allra aðildarfélaga Kennarasambands Íslands lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu kjaraviðræðna við ríki og sveitarfélög. Í ályktun frá samninganefndanna segir að viðhorf launagreiðenda í viðræðunum birtist sem virðingarleysi í garð kennara. 24. janúar 2025 17:07 „Ég get horft í augun á ykkur“ Þriggja barna faðir segist vel geta horft í augun á kennurum barna sinna og sagst gera það sem hann telji réttast til að verja hagsmuni barna sinna. Formaður Félags leikskólakennara sagðist í gær efast um að foreldrar, sem hafa stefnt Kennarasambandi Íslands, gætu horft í augu kennara barna sinna. 24. janúar 2025 16:54 „Við erum algjörlega komin á endastöð“ Kjaraviðræður kennara við ríki og sveitarfélög eru komnar stál í stál og fátt virðist geta komið í veg fyrir að verkföll skelli á um mánaðamótin. Formaður samninganefndar sveitarfélaga segir viðræðurnar á endastöð og stranda á kröfum um miklar launahækkanir. 23. janúar 2025 20:31 Foreldrar stefna Kennarasambandinu vegna verkfallsaðgerða Hópur foreldrar leikskólabarna hefur stefnt Kennarasambandi Íslands vegna verkfallsaðgerða kennara. Foreldrarnir telja aðgerðirnar ólöglegar. 23. janúar 2025 12:12 Mest lesið Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Maðurinn fundinn Innlent Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Innlent Ekið á konu á Langholtsvegi Innlent Fleiri Epstein-skjöl birt: Prinsinn bað um „óviðeigandi vinkonur“ Erlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Undrandi á ráðningu ráðgjafa Innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Fleiri fréttir Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Glæný Maskínukönnun og jólaóveður Sjá meira
Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna Samninganefndir allra aðildarfélaga Kennarasambands Íslands lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu kjaraviðræðna við ríki og sveitarfélög. Í ályktun frá samninganefndanna segir að viðhorf launagreiðenda í viðræðunum birtist sem virðingarleysi í garð kennara. 24. janúar 2025 17:07
„Ég get horft í augun á ykkur“ Þriggja barna faðir segist vel geta horft í augun á kennurum barna sinna og sagst gera það sem hann telji réttast til að verja hagsmuni barna sinna. Formaður Félags leikskólakennara sagðist í gær efast um að foreldrar, sem hafa stefnt Kennarasambandi Íslands, gætu horft í augu kennara barna sinna. 24. janúar 2025 16:54
„Við erum algjörlega komin á endastöð“ Kjaraviðræður kennara við ríki og sveitarfélög eru komnar stál í stál og fátt virðist geta komið í veg fyrir að verkföll skelli á um mánaðamótin. Formaður samninganefndar sveitarfélaga segir viðræðurnar á endastöð og stranda á kröfum um miklar launahækkanir. 23. janúar 2025 20:31
Foreldrar stefna Kennarasambandinu vegna verkfallsaðgerða Hópur foreldrar leikskólabarna hefur stefnt Kennarasambandi Íslands vegna verkfallsaðgerða kennara. Foreldrarnir telja aðgerðirnar ólöglegar. 23. janúar 2025 12:12