Martínez hetja Rauðu djöflanna Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 26. janúar 2025 18:32 Leikmenn Man United fögnuðu marki Martínez af lífi af sál. Clive Rose/Getty Images Manchester United vann 1-0 útisigur á Fulham í síðasta leik helgarinnar í ensku úrvalsdeild karla í knattspyrnu. Var þetta fyrsta sinn sem Rauðu djöflarnir halda marki sínu hreinu síðan gegn Everton þann 1. desember í fyrra. Það verður ekki annað sagt en fyrri hálfleikur hafi verið tímaeyðsla. Færin voru fá ef einhver og bæði lið heldur leiðinleg í sinni nálgun. Það verður ekki sagt að síðari hálfleikur hafi verið mikið fyrir augað, það er þangað til gestirnir komust yfir. The Adama Traore/Lisandro Martinez beef continues 👀#FULMUN pic.twitter.com/zs2foAGktv— BBC Sport (@BBCSport) January 26, 2025 Það voru tólf mínútur til loka venjulegs leiktíma þegar Alejandro Garnacho komst upp að endalínu og ætlaði að renna boltanum út á varamanninn Toby Collyer. Varnarmaður Fulham náði hins vegar að pota tánni í boltann svo Collyer náði ekki skoti að marki. Boltinn barst hins vegar til Lisandro Martínez - sem skoraði glæsilegt mark á Anfield á dögunum og lagði upp sigurmarkið gegn Rangers í vikunni. Martínez lét því ekki bjóða sér skotfæri af 20-25 metrum oftar en einu sinni og þrumaði að marki. Skotið fór í Saša Lukić og flaug þaðan upp í markvinkilinn hægra megin, óverjandi fyrir Bernd Leno í marki Fulham sem náði þó að slæma fingurgómunum í boltann. Heimamenn gerðu hvað þeir gátu til að jafna en sóknir þeirra voru heldur máttlitlar. Besta færið kom eftir hornspyrn þar sem Collyer las aðstæður frábærlega og bjargaði á línu. Þá hélt Amad að hann hefði tryggt sigurinn með marki í blálokin á uppbótartíma leiksins en mark hans var dæmt af vegna rangstöðu. Það kom þó ekki að sök þar sem gestirnir héldu út og unnu langþráðan sigur, lokatölur á Craven Cottage 0-1. Rasmus Höjlund fær ekki mörg færin þessa dagana.Ash Donelon/Getty Images Það verður ekki tekið af stuðningsfólki gestanna - allavega því sem gerði sér ferð til Lundúna - að það skemmti sér konunglega. Ef til vill var það staðsetning hljóðnemans fyrir sjónvarpsútsendinguna en það heyrðist vel í stuðningsfólki gestanna styðja við bakið á því sem verður að kallast heldur slakt lið Man Utd. Eftir sigurinn er Man Utd með 29 stig í 12. sæti á meðan Fulham er með 33 stig í 10. sæti. María og stöllur sáu aldrei til sólar í Manchester Kvennalið Man United lék einnig í kvöld og fékk Brighton & Hove Albion í heimsókn. María Þórisdóttir, fyrrverandi leikmaður Man Utd, lék allan leikinn í vörn gestanna en gat ekki komið í veg fyrir sigur Rauðu djöflanna. Hin uppalda Ella Toone braut ísinn strax á 2. mínútu eftir undirbúning hinnar norsku Elisabeth Terland sem gekk í raðir Man Utd frá Brighton fyrir yfirstandandi tímabil. Það var svo strax á 11. mínútu sem Hinata Miyazawa frá Japan tvöfaldaði forystu heimaliðsins eftir sendingu Celin Bizet Ildhusøy sem er einnig frá Noregi líkt og Terland. Fleiri urðu mörkin ekki í fyrri hálfleik og Rauðu djöflarnir leiddu með tveimur þegar síðari hálfleikur hófst. Það var svo Ildhusøy sjálf sem skoraði þriðja og síðasta mark leiksins þegar tuttugu mínútur lifðu leiks. Lokatölur 3-0 og Man United komið upp í 2. sæti deildarinnar með 27 stig, sjö minna en topplið Chelsea þegar 12 umferður eru búnar. Allt jafnt á Villa Park Aston Villa og West Ham United gerðu 1-1 jafntefli fyrr í dag. Jacob Ramsey kom Villa yfir snemma leiks eftir undirbúning Ollie Watkins. Bakvörðurinn Emerson jafnaði metin fyrir gestina þegar tuttugu mínútur lifðu leiks. Gestirnir héldu svo að þeir hefðu stolið sigrinum í lokin þegar Emi Martínez, markvörður Villa, missti boltann klaufalega frá sér en rangstæða dæmd og lokatölur á Villa Park 1-1. Villa er í 8. sæti með 37 stig á meðan Hamrarnir eru í 14. sæti með 27 stig. Enski boltinn Fótbolti
Manchester United vann 1-0 útisigur á Fulham í síðasta leik helgarinnar í ensku úrvalsdeild karla í knattspyrnu. Var þetta fyrsta sinn sem Rauðu djöflarnir halda marki sínu hreinu síðan gegn Everton þann 1. desember í fyrra. Það verður ekki annað sagt en fyrri hálfleikur hafi verið tímaeyðsla. Færin voru fá ef einhver og bæði lið heldur leiðinleg í sinni nálgun. Það verður ekki sagt að síðari hálfleikur hafi verið mikið fyrir augað, það er þangað til gestirnir komust yfir. The Adama Traore/Lisandro Martinez beef continues 👀#FULMUN pic.twitter.com/zs2foAGktv— BBC Sport (@BBCSport) January 26, 2025 Það voru tólf mínútur til loka venjulegs leiktíma þegar Alejandro Garnacho komst upp að endalínu og ætlaði að renna boltanum út á varamanninn Toby Collyer. Varnarmaður Fulham náði hins vegar að pota tánni í boltann svo Collyer náði ekki skoti að marki. Boltinn barst hins vegar til Lisandro Martínez - sem skoraði glæsilegt mark á Anfield á dögunum og lagði upp sigurmarkið gegn Rangers í vikunni. Martínez lét því ekki bjóða sér skotfæri af 20-25 metrum oftar en einu sinni og þrumaði að marki. Skotið fór í Saša Lukić og flaug þaðan upp í markvinkilinn hægra megin, óverjandi fyrir Bernd Leno í marki Fulham sem náði þó að slæma fingurgómunum í boltann. Heimamenn gerðu hvað þeir gátu til að jafna en sóknir þeirra voru heldur máttlitlar. Besta færið kom eftir hornspyrn þar sem Collyer las aðstæður frábærlega og bjargaði á línu. Þá hélt Amad að hann hefði tryggt sigurinn með marki í blálokin á uppbótartíma leiksins en mark hans var dæmt af vegna rangstöðu. Það kom þó ekki að sök þar sem gestirnir héldu út og unnu langþráðan sigur, lokatölur á Craven Cottage 0-1. Rasmus Höjlund fær ekki mörg færin þessa dagana.Ash Donelon/Getty Images Það verður ekki tekið af stuðningsfólki gestanna - allavega því sem gerði sér ferð til Lundúna - að það skemmti sér konunglega. Ef til vill var það staðsetning hljóðnemans fyrir sjónvarpsútsendinguna en það heyrðist vel í stuðningsfólki gestanna styðja við bakið á því sem verður að kallast heldur slakt lið Man Utd. Eftir sigurinn er Man Utd með 29 stig í 12. sæti á meðan Fulham er með 33 stig í 10. sæti. María og stöllur sáu aldrei til sólar í Manchester Kvennalið Man United lék einnig í kvöld og fékk Brighton & Hove Albion í heimsókn. María Þórisdóttir, fyrrverandi leikmaður Man Utd, lék allan leikinn í vörn gestanna en gat ekki komið í veg fyrir sigur Rauðu djöflanna. Hin uppalda Ella Toone braut ísinn strax á 2. mínútu eftir undirbúning hinnar norsku Elisabeth Terland sem gekk í raðir Man Utd frá Brighton fyrir yfirstandandi tímabil. Það var svo strax á 11. mínútu sem Hinata Miyazawa frá Japan tvöfaldaði forystu heimaliðsins eftir sendingu Celin Bizet Ildhusøy sem er einnig frá Noregi líkt og Terland. Fleiri urðu mörkin ekki í fyrri hálfleik og Rauðu djöflarnir leiddu með tveimur þegar síðari hálfleikur hófst. Það var svo Ildhusøy sjálf sem skoraði þriðja og síðasta mark leiksins þegar tuttugu mínútur lifðu leiks. Lokatölur 3-0 og Man United komið upp í 2. sæti deildarinnar með 27 stig, sjö minna en topplið Chelsea þegar 12 umferður eru búnar. Allt jafnt á Villa Park Aston Villa og West Ham United gerðu 1-1 jafntefli fyrr í dag. Jacob Ramsey kom Villa yfir snemma leiks eftir undirbúning Ollie Watkins. Bakvörðurinn Emerson jafnaði metin fyrir gestina þegar tuttugu mínútur lifðu leiks. Gestirnir héldu svo að þeir hefðu stolið sigrinum í lokin þegar Emi Martínez, markvörður Villa, missti boltann klaufalega frá sér en rangstæða dæmd og lokatölur á Villa Park 1-1. Villa er í 8. sæti með 37 stig á meðan Hamrarnir eru í 14. sæti með 27 stig.
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti