Handbolti

Svona fögnuðu Strákarnir okkar inni í klefa

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Íslensku strákarnir fagna inni í klefa.
Íslensku strákarnir fagna inni í klefa. hsí

Ísland sigraði Egyptaland, 24-27, í fyrsta leik sínum í milliriðli 4 á heimsmeistaramótinu í handbolta í gær. Íslendingar eru með sex stig í milliriðlinum og í góðri stöðu til að komast í átta liða úrslit.

Okkar menn fögnuðu vel með stuðningsmönnum landsliðsins eftir leikinn í gær og „Ég er kominn heim“ ómaði í Arena Zagreb.

Gleðin var ekki minni inni í klefa eftir leikinn eins og sást á myndbandi sem HSÍ birti á samfélagsmiðlum sínum. Strákarnir sungu Ísland á HM við lagið „Freed from Desire“ með ítölsku söngkonunni Gala.

Sigurinn í gær kom Íslandi í góða stöðu í baráttunni um sæti í átta liða úrslitum HM. Í fréttinni hér fyrir neðan er farið ítarlega yfir möguleika Íslands í milliriðlinum.

Ísland hefur unnið alla fjóra leiki sína á heimsmeistaramótinu með samtals 42 marka mun. Næsti leikur Íslendinga er gegn heimaliði Króata annað kvöld. Með sigri í leiknum tryggir íslenska liðið sér sæti í átta liða úrslitum.

Dagur Sigurðsson stýrir liði Króatíu sem rúllaði yfir Grænhöfðaeyjar í gær, 24-44. Króatar eru með fjögur stig í milliriðlinum líkt og Slóvenar og Egyptar.


Tengdar fréttir

„Slakiði á maður, eru þið ruglaðir?“

Það er ekki aðeins gaman hjá íslensku strákunum í leikjum því fjörið er líka mikið á æfingum liðsins þar sem keppnisskapið er stundum ekkert minna.

„Aron er betri handboltamaður en Óli Stef“

Landsliðsfyrirliðinn Aron Pálmarsson hefur átt magnað heimsmeistaramót og sýndi enn á ný mikilvægi sitt í frábærum sigri á sterku liði Egypta í gærkvöldi.

„Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“

„Við vorum að vinna Egypta! Við þurfum að átta okkur á í hvaða stöðu við erum komnir! Við erum komnir með sex stig og maður er að bilast af jákvæðni núna,“ sagði Gísli Þorgeir Kristjánsson, í skýjunum eftir frábæran sigur gegn Egyptum á HM í handbolta í kvöld.

„Þurfum að halda okkur á jörðinni“

„Rosa góð. Það var kannski þannig aldrei nein spenna í þessu þó við höfum aldrei náð að slíta þá frá okkur,“ sagði Viggó Kristjánsson um sigur Íslands á Egyptalandi á HM í handbolta. Ísland er með fullt hús stiga í milliriðli eftir frábæra byrjun. Viggó segir menn þó þurfa að halda einbeitingu.

„Leið eins og þeir kæmust ekki í gegn“

„Geggjuð, fannst ótrúlega gaman að spila þennan leik,“ sagði Elvar Örn Jónsson um tilfinninguna eftir fjórða sigur Íslands í röð á HM í handbolta. 

„Kannski er ég orðinn frekur“

„Þetta var frábær sigur, frábær leikur hjá mínu liði. Við náðum að fylgja eftir frábærri frammistöðu og það er mikilvægt að gera hlutina ekki bara einu sinni heldur aftur,“ sagði Snorri Steinn Guðjónsson landsliðsþjálfari strax eftir sigurinn gegn Egyptum í kvöld, á HM í handbolta.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×