Gæti enn allt farið fjandans til með fjögurra marka tapi Sindri Sverrisson skrifar 23. janúar 2025 09:18 Strákarnir okkar hafa varist af endalausum krafti á HM með Viktor Gísla Hallgrímsson magnaðan í markinu. Liðið er í afar góðri stöðu en þó alls ekki öruggt um sæti í 8-liða úrslitum. VÍSIR/VILHELM Ef Slóvenía réttir ekki fram hjálparhönd myndi fjögurra marka tap gegn Króatíu annað kvöld fella Ísland úr keppni á HM í handbolta, þrátt fyrir að strákarnir okkar hafi unnið alla leiki sína til þessa á mótinu og séu efstir í milliriðli IV með sex stig. Íslenska liðið er búið að koma sér í afar góð mál, sérstaklega með sigrunum gegn Slóveníu og svo gegn Egyptalandi í gærkvöld. Engu að síður er ekkert í hendi enn. Strákarnir okkar ráða þó eigin örlögum og geta með sigri á Króötum endað efstir í sínum milliriðli, sem sennilega myndi forða þeim frá að mæta Evrópumeisturum Frakka í 8-liða úrslitum. Tvö efstu liðin í hverjum milliriðli komast í 8-liða úrslitin. Ef lið eru jöfn að stigum ráða innbyrðis úrslit á milli þeirra stöðu í riðlinum. Svona gæti leið Íslands á HM litið út. Stöðuna í milliriðlum má sjá hér að neðan, úrslit og komandi leiki, en gert er ráð fyrir að Ungverjar komist með Frökkum áfram úr milliriðli II, og Íslendingar með Egyptum úr milliriðli IV. Það gæti auðvitað breyst. Hvenær dugar að vinna Argentínu? Það er hættulegt að gefa sér eitthvað í íþróttum en við skulum samt gefa okkur það að Ísland vinni Argentínu í lokaumferð milliriðilsins, á sunnudaginn. Það dugar Íslandi ef liðið vinnur Króatíu á morgun, gerir jafntefli eða tapar með að hámarki þriggja marka mun. Það er aðeins ef að Ísland tapar með fjögurra marka mun eða meira gegn Króötunum hans Dags Sigurðssonar sem að strákarnir okkar gætu misst af sæti í 8-liða úrslitum. Þeir þyrftu þá að treysta á hjálp frá Slóvenum sem eiga eftir að mæta bæði Egyptalandi og Króatíu. Ef Slóvenía kroppar stig af öðru eða báðum þessara liða þá dugar Íslandi að vinna Argentínu til að komast í 8-liða úrslit. Hvað ef þrjú lið enda jöfn? Innbyrðis úrslit ráða stöðu ef lið enda jöfn. Ef til dæmis Ísland, Egyptaland og Króatía enda efst og jöfn að stigum eru Egyptar með +1 í markatölu (3 marka tap gegn Íslandi og 4 marka sigur gegn Króatíu) og öruggir um sæti í 8-liða úrslitum. Ísland mætti þá hafa tapað með að hámarki 3 mörkum gegn Króatíu til að enda ekki með verstu innbyrðis markatöluna af þessum þremur. Slóvenar eru staðráðnir í að gera betur en í fimm marka tapinu gegn Íslandi og gætu í raun verið búnir að vinna Egypta á morgun, áður en Ísland og Króatía mætast. Það myndi létta pressunni af okkar mönnum. Eins og fyrr segir skiptir hins vegar ekki bara máli fyrir Ísland að vera annað tveggja liða sem komast áfram í 8-liða úrslit, heldur gæti sigur í milliriðlinum orðið til þess að liðið mæti lakari andstæðingi en Frakklandi í 8-liða úrslitunum (sennilega Ungverjalandi eða Austurríki sem mætast í kvöld), og þannig opnað á meiri möguleika á að Ísland komist í undanúrslit og spili um verðlaun á mótinu. HM karla í handbolta 2025 Landslið karla í handbolta Tengdar fréttir „Slakiði á maður, eru þið ruglaðir?“ Það er ekki aðeins gaman hjá íslensku strákunum í leikjum því fjörið er líka mikið á æfingum liðsins þar sem keppnisskapið er stundum ekkert minna. 23. janúar 2025 08:32 Myndasyrpa frá sigrinum sem kom Íslandi einu skrefi nær átta liða úrslitum Ísland hóf veru sína í milliriðli á HM í handbolta með nokkuð þægilegum sigri á Egyptalandi. Strákarnir okkar hafa nú unnið alla leiki sína til þessa á mótinu og geta tryggt sér sæti í 8-liða úrslitum með sigri á Króatíu á föstudaginn kemur. 23. janúar 2025 07:01 „Aron er betri handboltamaður en Óli Stef“ Landsliðsfyrirliðinn Aron Pálmarsson hefur átt magnað heimsmeistaramót og sýndi enn á ný mikilvægi sitt í frábærum sigri á sterku liði Egypta í gærkvöldi. 23. janúar 2025 08:02 Einkunnir Strákanna okkar á móti Egyptalandi: Nokkrir með fullt hús Íslendingar stigu stórt skref í átt að átta liða úrslitunum á HM í handbolta karla með sigri á Egyptum, 24-27, í milliriðli 4. Flestir leikmenn íslenska liðsins spiluðu stórvel í kvöld og nokkrir voru í heimklassa. 22. janúar 2025 22:03 „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ „Við vorum að vinna Egypta! Við þurfum að átta okkur á í hvaða stöðu við erum komnir! Við erum komnir með sex stig og maður er að bilast af jákvæðni núna,“ sagði Gísli Þorgeir Kristjánsson, í skýjunum eftir frábæran sigur gegn Egyptum á HM í handbolta í kvöld. 22. janúar 2025 21:39 „Kannski er ég orðinn frekur“ „Þetta var frábær sigur, frábær leikur hjá mínu liði. Við náðum að fylgja eftir frábærri frammistöðu og það er mikilvægt að gera hlutina ekki bara einu sinni heldur aftur,“ sagði Snorri Steinn Guðjónsson landsliðsþjálfari strax eftir sigurinn gegn Egyptum í kvöld, á HM í handbolta. 22. janúar 2025 21:20 Mest lesið Anníe Mist selur CrossFit Reykjavíkur og BKG meðal kaupenda Sport Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Golf Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Fótbolti Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Íslenski boltinn Í beinni: Ísland - Aserbaísjan | Fyrsti leikur í undankeppni HM Fótbolti Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn Fótbolti Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Körfubolti Levy var neyddur til að hætta Enski boltinn Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Enski boltinn Messi skoraði tvö í síðasta landsleiknum í Argentínu Fótbolti Fleiri fréttir Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Íslendingarnir tryggði Gummersbach sigur Ómar Ingi með sex marka forskot á Gidsel „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Ómar með átta úr átta og Donni allt í öllu í sigri „Taugalaus“ Óðinn með þrettán mörk Viggó lék stóra rullu þegar lærisveinar Arnórs frusu Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Aron hefur engan áhuga á að þjálfa Sjáðu Viktor Gísla fá hópknús eftir að hafa tryggt Barcelona titil Sigursteinn framlengir við FH HSÍ skiptir út merki sambandsins Valur meistari meistaranna Stjörnumenn gerðu vel úti í Rúmeníu Íslensku stelpurnar með tíu mörk saman í flottum sigri „Stórkostlegur dagur og stórkostlegt kvöld“ Ómar Ingi skoraði úr ellefu fyrstu skotunum og endaði með fimmtán mörk Haukur Þrastar byrjar mjög vel með Ljónunum Uppgjörið: FH - Veszprém 22-32 | Takk Aron Aron spilar síðasta leikinn: „Held að ég sé ekki búinn að gleyma öllu“ Strákarnir hans Guðjóns Vals byrja tímabilið vel Ágúst strax kominn með titil hjá Álaborg Íslenska tríóið grátlega nálægt titli Gat ekki skammað frænda því hann þurfti að fara upp á spítala Stjarnan er meistari meistaranna „Magnað að við séum enn að leita í vinskap hvors annars“ Með krabbamein í brjósti en hættir ekki að spila „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ Sjá meira
Íslenska liðið er búið að koma sér í afar góð mál, sérstaklega með sigrunum gegn Slóveníu og svo gegn Egyptalandi í gærkvöld. Engu að síður er ekkert í hendi enn. Strákarnir okkar ráða þó eigin örlögum og geta með sigri á Króötum endað efstir í sínum milliriðli, sem sennilega myndi forða þeim frá að mæta Evrópumeisturum Frakka í 8-liða úrslitum. Tvö efstu liðin í hverjum milliriðli komast í 8-liða úrslitin. Ef lið eru jöfn að stigum ráða innbyrðis úrslit á milli þeirra stöðu í riðlinum. Svona gæti leið Íslands á HM litið út. Stöðuna í milliriðlum má sjá hér að neðan, úrslit og komandi leiki, en gert er ráð fyrir að Ungverjar komist með Frökkum áfram úr milliriðli II, og Íslendingar með Egyptum úr milliriðli IV. Það gæti auðvitað breyst. Hvenær dugar að vinna Argentínu? Það er hættulegt að gefa sér eitthvað í íþróttum en við skulum samt gefa okkur það að Ísland vinni Argentínu í lokaumferð milliriðilsins, á sunnudaginn. Það dugar Íslandi ef liðið vinnur Króatíu á morgun, gerir jafntefli eða tapar með að hámarki þriggja marka mun. Það er aðeins ef að Ísland tapar með fjögurra marka mun eða meira gegn Króötunum hans Dags Sigurðssonar sem að strákarnir okkar gætu misst af sæti í 8-liða úrslitum. Þeir þyrftu þá að treysta á hjálp frá Slóvenum sem eiga eftir að mæta bæði Egyptalandi og Króatíu. Ef Slóvenía kroppar stig af öðru eða báðum þessara liða þá dugar Íslandi að vinna Argentínu til að komast í 8-liða úrslit. Hvað ef þrjú lið enda jöfn? Innbyrðis úrslit ráða stöðu ef lið enda jöfn. Ef til dæmis Ísland, Egyptaland og Króatía enda efst og jöfn að stigum eru Egyptar með +1 í markatölu (3 marka tap gegn Íslandi og 4 marka sigur gegn Króatíu) og öruggir um sæti í 8-liða úrslitum. Ísland mætti þá hafa tapað með að hámarki 3 mörkum gegn Króatíu til að enda ekki með verstu innbyrðis markatöluna af þessum þremur. Slóvenar eru staðráðnir í að gera betur en í fimm marka tapinu gegn Íslandi og gætu í raun verið búnir að vinna Egypta á morgun, áður en Ísland og Króatía mætast. Það myndi létta pressunni af okkar mönnum. Eins og fyrr segir skiptir hins vegar ekki bara máli fyrir Ísland að vera annað tveggja liða sem komast áfram í 8-liða úrslit, heldur gæti sigur í milliriðlinum orðið til þess að liðið mæti lakari andstæðingi en Frakklandi í 8-liða úrslitunum (sennilega Ungverjalandi eða Austurríki sem mætast í kvöld), og þannig opnað á meiri möguleika á að Ísland komist í undanúrslit og spili um verðlaun á mótinu.
Hvað ef þrjú lið enda jöfn? Innbyrðis úrslit ráða stöðu ef lið enda jöfn. Ef til dæmis Ísland, Egyptaland og Króatía enda efst og jöfn að stigum eru Egyptar með +1 í markatölu (3 marka tap gegn Íslandi og 4 marka sigur gegn Króatíu) og öruggir um sæti í 8-liða úrslitum. Ísland mætti þá hafa tapað með að hámarki 3 mörkum gegn Króatíu til að enda ekki með verstu innbyrðis markatöluna af þessum þremur.
HM karla í handbolta 2025 Landslið karla í handbolta Tengdar fréttir „Slakiði á maður, eru þið ruglaðir?“ Það er ekki aðeins gaman hjá íslensku strákunum í leikjum því fjörið er líka mikið á æfingum liðsins þar sem keppnisskapið er stundum ekkert minna. 23. janúar 2025 08:32 Myndasyrpa frá sigrinum sem kom Íslandi einu skrefi nær átta liða úrslitum Ísland hóf veru sína í milliriðli á HM í handbolta með nokkuð þægilegum sigri á Egyptalandi. Strákarnir okkar hafa nú unnið alla leiki sína til þessa á mótinu og geta tryggt sér sæti í 8-liða úrslitum með sigri á Króatíu á föstudaginn kemur. 23. janúar 2025 07:01 „Aron er betri handboltamaður en Óli Stef“ Landsliðsfyrirliðinn Aron Pálmarsson hefur átt magnað heimsmeistaramót og sýndi enn á ný mikilvægi sitt í frábærum sigri á sterku liði Egypta í gærkvöldi. 23. janúar 2025 08:02 Einkunnir Strákanna okkar á móti Egyptalandi: Nokkrir með fullt hús Íslendingar stigu stórt skref í átt að átta liða úrslitunum á HM í handbolta karla með sigri á Egyptum, 24-27, í milliriðli 4. Flestir leikmenn íslenska liðsins spiluðu stórvel í kvöld og nokkrir voru í heimklassa. 22. janúar 2025 22:03 „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ „Við vorum að vinna Egypta! Við þurfum að átta okkur á í hvaða stöðu við erum komnir! Við erum komnir með sex stig og maður er að bilast af jákvæðni núna,“ sagði Gísli Þorgeir Kristjánsson, í skýjunum eftir frábæran sigur gegn Egyptum á HM í handbolta í kvöld. 22. janúar 2025 21:39 „Kannski er ég orðinn frekur“ „Þetta var frábær sigur, frábær leikur hjá mínu liði. Við náðum að fylgja eftir frábærri frammistöðu og það er mikilvægt að gera hlutina ekki bara einu sinni heldur aftur,“ sagði Snorri Steinn Guðjónsson landsliðsþjálfari strax eftir sigurinn gegn Egyptum í kvöld, á HM í handbolta. 22. janúar 2025 21:20 Mest lesið Anníe Mist selur CrossFit Reykjavíkur og BKG meðal kaupenda Sport Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Golf Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Fótbolti Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Íslenski boltinn Í beinni: Ísland - Aserbaísjan | Fyrsti leikur í undankeppni HM Fótbolti Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn Fótbolti Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Körfubolti Levy var neyddur til að hætta Enski boltinn Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Enski boltinn Messi skoraði tvö í síðasta landsleiknum í Argentínu Fótbolti Fleiri fréttir Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Íslendingarnir tryggði Gummersbach sigur Ómar Ingi með sex marka forskot á Gidsel „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Ómar með átta úr átta og Donni allt í öllu í sigri „Taugalaus“ Óðinn með þrettán mörk Viggó lék stóra rullu þegar lærisveinar Arnórs frusu Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Aron hefur engan áhuga á að þjálfa Sjáðu Viktor Gísla fá hópknús eftir að hafa tryggt Barcelona titil Sigursteinn framlengir við FH HSÍ skiptir út merki sambandsins Valur meistari meistaranna Stjörnumenn gerðu vel úti í Rúmeníu Íslensku stelpurnar með tíu mörk saman í flottum sigri „Stórkostlegur dagur og stórkostlegt kvöld“ Ómar Ingi skoraði úr ellefu fyrstu skotunum og endaði með fimmtán mörk Haukur Þrastar byrjar mjög vel með Ljónunum Uppgjörið: FH - Veszprém 22-32 | Takk Aron Aron spilar síðasta leikinn: „Held að ég sé ekki búinn að gleyma öllu“ Strákarnir hans Guðjóns Vals byrja tímabilið vel Ágúst strax kominn með titil hjá Álaborg Íslenska tríóið grátlega nálægt titli Gat ekki skammað frænda því hann þurfti að fara upp á spítala Stjarnan er meistari meistaranna „Magnað að við séum enn að leita í vinskap hvors annars“ Með krabbamein í brjósti en hættir ekki að spila „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ Sjá meira
„Slakiði á maður, eru þið ruglaðir?“ Það er ekki aðeins gaman hjá íslensku strákunum í leikjum því fjörið er líka mikið á æfingum liðsins þar sem keppnisskapið er stundum ekkert minna. 23. janúar 2025 08:32
Myndasyrpa frá sigrinum sem kom Íslandi einu skrefi nær átta liða úrslitum Ísland hóf veru sína í milliriðli á HM í handbolta með nokkuð þægilegum sigri á Egyptalandi. Strákarnir okkar hafa nú unnið alla leiki sína til þessa á mótinu og geta tryggt sér sæti í 8-liða úrslitum með sigri á Króatíu á föstudaginn kemur. 23. janúar 2025 07:01
„Aron er betri handboltamaður en Óli Stef“ Landsliðsfyrirliðinn Aron Pálmarsson hefur átt magnað heimsmeistaramót og sýndi enn á ný mikilvægi sitt í frábærum sigri á sterku liði Egypta í gærkvöldi. 23. janúar 2025 08:02
Einkunnir Strákanna okkar á móti Egyptalandi: Nokkrir með fullt hús Íslendingar stigu stórt skref í átt að átta liða úrslitunum á HM í handbolta karla með sigri á Egyptum, 24-27, í milliriðli 4. Flestir leikmenn íslenska liðsins spiluðu stórvel í kvöld og nokkrir voru í heimklassa. 22. janúar 2025 22:03
„Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ „Við vorum að vinna Egypta! Við þurfum að átta okkur á í hvaða stöðu við erum komnir! Við erum komnir með sex stig og maður er að bilast af jákvæðni núna,“ sagði Gísli Þorgeir Kristjánsson, í skýjunum eftir frábæran sigur gegn Egyptum á HM í handbolta í kvöld. 22. janúar 2025 21:39
„Kannski er ég orðinn frekur“ „Þetta var frábær sigur, frábær leikur hjá mínu liði. Við náðum að fylgja eftir frábærri frammistöðu og það er mikilvægt að gera hlutina ekki bara einu sinni heldur aftur,“ sagði Snorri Steinn Guðjónsson landsliðsþjálfari strax eftir sigurinn gegn Egyptum í kvöld, á HM í handbolta. 22. janúar 2025 21:20