„Aron er betri handboltamaður en Óli Stef“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. janúar 2025 08:02 Aron Pálmarsson skoraði átta mörk úr aðeins tíu skotum í sigrinum á Egyptum á HM i gær. Vísir/Vilhelm Landsliðsfyrirliðinn Aron Pálmarsson hefur átt magnað heimsmeistaramót og sýndi enn á ný mikilvægi sitt í frábærum sigri á sterku liði Egypta í gærkvöldi. Einar Jónsson og Bjarni Fritzson mættu til Stefáns Árna Pálssonar í hlaðvarpsþáttinn Besta sætið og gerðu upp frækinn 27-24 sigur Íslands á Egyptum á HM í handbolta. Liðið hefur nú unnið fyrstu fjóra leikina á mótinu. „Ef það er einhver í íslenska landsliðinu að hlusta á þennan þátt, látiði Aron hlusta á hann,“ sagði Stefán Árni Pálsson en landsliðsfyrirliðinn fékk mikið hrós hjá þeim félögum. „Þið munið pottþétt nota það sem fyrirsögn sem Einar sagði áðan: Aron Pálmars, Messi handboltans,“ sagði Bjarni Fritzson. Einar var í ham enda afar ánægður með framlag Arons í þessu móti til þessa. „Ég er svo mikill handboltamaður en ég gæti alveg snúið þessu við og sagt: Messi er Aron fótboltans. Til að höfða til fjöldans,“ sagði Einar Jónsson léttur. Ég elska gaurinn „Ég fer ekkert leynt með það. Ég elska gaurinn. Að horfa á manninn spila handbolta. Þetta er bara list,“ sagði Einar. „Ólafur Stefánsson. Það er bara list,“ sagði Einar en Stefán Árni greip það á lofti og spurði Einar hreint út hver væri besti íslenski handboltamaður allra tíma. „Það er Ólafur Stefánsson. Ólafur Stefánsson er besti handboltamaður sem spilað hefur og að mínu mati er Ólafur einn af þremur bestu handboltamönnum í heiminum nokkurn tímann,“ sagði Einar. „Aron Pálmarsson er getulega þarna. Það sem við horfum alltaf í er árangur landsliðsins og hans ferill með landsliðinu,“ sagði Einar og vildi líkja Aroni við Eið Smára Guðjohnsen þegar kemur að árangri með landsliðinu. „Náðu báðir geðveikum árangri með félagsliðum og allt það. Óli náði þessu öllu. Aron er betri handboltamaður en Óli Stef. Þegar þú horfir á hann inn á handboltavelli. Hann er geðveikur,“ sagði Einar. Það er eitthvað að fara að gerast „Mér finnst Aron núna og á síðasta móti líka, þó að síðasta móti hafi ekki verið eitthvað stórkostlegt, þá sá ég eitthvað í Aroni sem var bara: Það er eitthvað að fara að gerast þarna,“ sagði Einar. „Ef hann heldur áfram sem horfir þá vonandi fáum við að fara að fá eitthvað meira frá landsliðinu,“ skaut Bjarni inn í. „Þetta kom seint hjá Óla. Hann var við það að floppa,“ sagði Einar í léttum tón. Það má finna alla umræðuna um Aron og landsliðið hér fyrir neðan en þar er af nægu að taka enda menn í miklu stuði eftir frábæran sigur. HM karla í handbolta 2025 Landslið karla í handbolta Besta sætið Mest lesið Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Íslenski boltinn Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Enski boltinn Sáttur eftir góðan sigur: „Fannst allir leggja í púkkið“ Handbolti Setja fyrirliða sinn í bann fyrir lélegt viðhorf Fótbolti Fimmtán tekjuhæstu íþróttakonur heims allar með meira en milljarð Sport Uppgjörið: Haukar - KA 42-38 | Markaflóð á Ásvöllum Handbolti Wirtz fékk ekki markið skráð á sig og nýliðarnir fögnuðu á Anfield Enski boltinn Viktor Bjarki heldur áfram að slá í gegn Fótbolti Sjáðu mark Andra í leik sem gerði þjálfara hans æfan Enski boltinn „Vorum orðnir súrir á löppunum“ Handbolti Fleiri fréttir Sáttur eftir góðan sigur: „Fannst allir leggja í púkkið“ „Vorum orðnir súrir á löppunum“ Uppgjörið: Haukar - KA 42-38 | Markaflóð á Ásvöllum Hannes tryggði sigurinn með tíunda markinu sínu Andrea mun ekki spila á HM „Hún flutti út í eina nótt en svo var hún bara komin aftur“ „Slepptum ræktinni í dag og fórum í sundleikfimi“ Skýrsla Ágústs: Svart var það sannarlega og sést vonandi aldrei aftur Þær þýsku of sterkar fyrir þær færeysku „Ekki sama leikgleði og hefur verið“ „Mjög margt“ sem fór úrskeiðis „Átta liða úrslit hefði verið eitthvað kraftaverk“ Sjötta tap Framara í röð en Birgir Steinn í Evrópustuði „Helvíti svart var það í dag“ Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Ótrúlegur viðsnúningur Íslandsbananna gegn Spáni Matthildur Lilja utan hóps í fyrsta leik milliriðilsins Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Aldís Ásta ólétt og flytur heim til Íslands „Við getum tekið þá alla“ „Mæta bara strax og lemja á móti“ Sandra markahæst í íslenska liðinu í riðlakeppninni Norðmenn og Danir kláruðu sitt en Svíar klikkuðu Bakslag á fyrstu æfingunni í Dortmund Felldi félaga sinn úr íslenska U19-landsliðinu Leiktímarnir í milliriðlinum klárir Skýrsla Ágústs: Góðir möguleikar í milliriðlinum „Eiga eftir að hjálpa okkur helling og skila okkur miklu“ „Það kom aldrei neitt annað til greina“ „Alltaf gaman að fara upp og negla“ Sjá meira
Einar Jónsson og Bjarni Fritzson mættu til Stefáns Árna Pálssonar í hlaðvarpsþáttinn Besta sætið og gerðu upp frækinn 27-24 sigur Íslands á Egyptum á HM í handbolta. Liðið hefur nú unnið fyrstu fjóra leikina á mótinu. „Ef það er einhver í íslenska landsliðinu að hlusta á þennan þátt, látiði Aron hlusta á hann,“ sagði Stefán Árni Pálsson en landsliðsfyrirliðinn fékk mikið hrós hjá þeim félögum. „Þið munið pottþétt nota það sem fyrirsögn sem Einar sagði áðan: Aron Pálmars, Messi handboltans,“ sagði Bjarni Fritzson. Einar var í ham enda afar ánægður með framlag Arons í þessu móti til þessa. „Ég er svo mikill handboltamaður en ég gæti alveg snúið þessu við og sagt: Messi er Aron fótboltans. Til að höfða til fjöldans,“ sagði Einar Jónsson léttur. Ég elska gaurinn „Ég fer ekkert leynt með það. Ég elska gaurinn. Að horfa á manninn spila handbolta. Þetta er bara list,“ sagði Einar. „Ólafur Stefánsson. Það er bara list,“ sagði Einar en Stefán Árni greip það á lofti og spurði Einar hreint út hver væri besti íslenski handboltamaður allra tíma. „Það er Ólafur Stefánsson. Ólafur Stefánsson er besti handboltamaður sem spilað hefur og að mínu mati er Ólafur einn af þremur bestu handboltamönnum í heiminum nokkurn tímann,“ sagði Einar. „Aron Pálmarsson er getulega þarna. Það sem við horfum alltaf í er árangur landsliðsins og hans ferill með landsliðinu,“ sagði Einar og vildi líkja Aroni við Eið Smára Guðjohnsen þegar kemur að árangri með landsliðinu. „Náðu báðir geðveikum árangri með félagsliðum og allt það. Óli náði þessu öllu. Aron er betri handboltamaður en Óli Stef. Þegar þú horfir á hann inn á handboltavelli. Hann er geðveikur,“ sagði Einar. Það er eitthvað að fara að gerast „Mér finnst Aron núna og á síðasta móti líka, þó að síðasta móti hafi ekki verið eitthvað stórkostlegt, þá sá ég eitthvað í Aroni sem var bara: Það er eitthvað að fara að gerast þarna,“ sagði Einar. „Ef hann heldur áfram sem horfir þá vonandi fáum við að fara að fá eitthvað meira frá landsliðinu,“ skaut Bjarni inn í. „Þetta kom seint hjá Óla. Hann var við það að floppa,“ sagði Einar í léttum tón. Það má finna alla umræðuna um Aron og landsliðið hér fyrir neðan en þar er af nægu að taka enda menn í miklu stuði eftir frábæran sigur.
HM karla í handbolta 2025 Landslið karla í handbolta Besta sætið Mest lesið Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Íslenski boltinn Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Enski boltinn Sáttur eftir góðan sigur: „Fannst allir leggja í púkkið“ Handbolti Setja fyrirliða sinn í bann fyrir lélegt viðhorf Fótbolti Fimmtán tekjuhæstu íþróttakonur heims allar með meira en milljarð Sport Uppgjörið: Haukar - KA 42-38 | Markaflóð á Ásvöllum Handbolti Wirtz fékk ekki markið skráð á sig og nýliðarnir fögnuðu á Anfield Enski boltinn Viktor Bjarki heldur áfram að slá í gegn Fótbolti Sjáðu mark Andra í leik sem gerði þjálfara hans æfan Enski boltinn „Vorum orðnir súrir á löppunum“ Handbolti Fleiri fréttir Sáttur eftir góðan sigur: „Fannst allir leggja í púkkið“ „Vorum orðnir súrir á löppunum“ Uppgjörið: Haukar - KA 42-38 | Markaflóð á Ásvöllum Hannes tryggði sigurinn með tíunda markinu sínu Andrea mun ekki spila á HM „Hún flutti út í eina nótt en svo var hún bara komin aftur“ „Slepptum ræktinni í dag og fórum í sundleikfimi“ Skýrsla Ágústs: Svart var það sannarlega og sést vonandi aldrei aftur Þær þýsku of sterkar fyrir þær færeysku „Ekki sama leikgleði og hefur verið“ „Mjög margt“ sem fór úrskeiðis „Átta liða úrslit hefði verið eitthvað kraftaverk“ Sjötta tap Framara í röð en Birgir Steinn í Evrópustuði „Helvíti svart var það í dag“ Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Ótrúlegur viðsnúningur Íslandsbananna gegn Spáni Matthildur Lilja utan hóps í fyrsta leik milliriðilsins Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Aldís Ásta ólétt og flytur heim til Íslands „Við getum tekið þá alla“ „Mæta bara strax og lemja á móti“ Sandra markahæst í íslenska liðinu í riðlakeppninni Norðmenn og Danir kláruðu sitt en Svíar klikkuðu Bakslag á fyrstu æfingunni í Dortmund Felldi félaga sinn úr íslenska U19-landsliðinu Leiktímarnir í milliriðlinum klárir Skýrsla Ágústs: Góðir möguleikar í milliriðlinum „Eiga eftir að hjálpa okkur helling og skila okkur miklu“ „Það kom aldrei neitt annað til greina“ „Alltaf gaman að fara upp og negla“ Sjá meira