Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Hólmfríður Gísladóttir skrifar 21. janúar 2025 12:57 Flóttafólk gengur í átt að landamærum Mexíkó og Bandaríkjanna í síðustu viku. Getty/Anadolu/Jose Eduardo Torres Stjórnvöld í Gvatemala búa sig nú undir að taka á móti þúsundum einstaklinga sem Donald Trump Bandaríkjaforseti hyggst senda úr landi. Stefnt er að því að reyna að virkja fólkið og nýta reynslu þess í þágu efnahagslífsins. Samkvæmt Pew Research Center var áætlað að um 675 þúsund Gvatemalar byggju ólöglega í Bandaríkjunum árið 2022. Þeir eru einn stærsti hópurinn meðal ólöglegra íbúa, á eftir Mexíkóum, Indverjum og einstaklingum frá El Salvador. Gríðarleg fátækt ríkir í Gvatemala og margir eru án vinnu. Þá búa landsmenn við erfiðar veðuraðstæður sem hafa farið versnandi vegna loftslagsbreytinga, auk þess sem skipulögð glæpastarfsemi er landlæg. Tölur benda til þess að fjöldi reyni ítrekað að komast til Bandaríkjanna og ná þar fótfestu en 40 prósent þeirra sem voru fluttir úr landi árið 2020 höfðu áður freistað gæfunnar. Á síðasta ári voru farin það bil sjö flug á viku með ólöglega innflytjendur frá Bandaríkjunum til Gvatemala. Það jafngildir um þúsund manns. Stjórnvöld í Gvatemala virðast samstarfsfús þegar kemur að áætlunum Trump um að gefa í en segjast aðeins geta tekið við um 2.500 á viku. Forsetinn Bernardo Arévalo hefur leitast við að fullvissa þá sem bíða milli vonar og ótta í Bandaríkjunum að tekið verði vel á móti þeim heima. Til stendur að efla móttökuáætlanir og freista þess að koma fólkinu til starfa. Margir bíða nú við landamærin, eftir að allar umsóknir og öll úrvinnsla var sett á ís í gær.Getty/Anadolu/Jose Eduardo Torres Þar er meðal annars horft til þess að nýta þá tungumálahæfileika og hæfni sem það hefur öðlast í Bandaríkjunum. Þá hefur fólkinu einnig verið lofað sálrænum stuðningi. Í umfjöllun um málið segir New York Times skoðanir skiptar meðal þeirra sem hafa þegar verið fluttir frá Bandaríkjunum og aftur til Gvatemala. Sumir séu staðráðnir í að reyna aftur, til að mynda til að sameinast fjölskyldum sínum, en aðrir hyggist freista þess að skapa sér líf í heimalandinu. Fyrir suma getur það reynst afar erfitt, þar sem þeir hafa látið allar eigur sínar frá sér til að fjármagna drauminn um betra líf í Bandaríkjunum. Bandaríkin Donald Trump Flóttamenn Gvatemala Mest lesið Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Algjört hrun í fálkastofninum Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Innlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Fleiri fréttir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Sjá meira
Samkvæmt Pew Research Center var áætlað að um 675 þúsund Gvatemalar byggju ólöglega í Bandaríkjunum árið 2022. Þeir eru einn stærsti hópurinn meðal ólöglegra íbúa, á eftir Mexíkóum, Indverjum og einstaklingum frá El Salvador. Gríðarleg fátækt ríkir í Gvatemala og margir eru án vinnu. Þá búa landsmenn við erfiðar veðuraðstæður sem hafa farið versnandi vegna loftslagsbreytinga, auk þess sem skipulögð glæpastarfsemi er landlæg. Tölur benda til þess að fjöldi reyni ítrekað að komast til Bandaríkjanna og ná þar fótfestu en 40 prósent þeirra sem voru fluttir úr landi árið 2020 höfðu áður freistað gæfunnar. Á síðasta ári voru farin það bil sjö flug á viku með ólöglega innflytjendur frá Bandaríkjunum til Gvatemala. Það jafngildir um þúsund manns. Stjórnvöld í Gvatemala virðast samstarfsfús þegar kemur að áætlunum Trump um að gefa í en segjast aðeins geta tekið við um 2.500 á viku. Forsetinn Bernardo Arévalo hefur leitast við að fullvissa þá sem bíða milli vonar og ótta í Bandaríkjunum að tekið verði vel á móti þeim heima. Til stendur að efla móttökuáætlanir og freista þess að koma fólkinu til starfa. Margir bíða nú við landamærin, eftir að allar umsóknir og öll úrvinnsla var sett á ís í gær.Getty/Anadolu/Jose Eduardo Torres Þar er meðal annars horft til þess að nýta þá tungumálahæfileika og hæfni sem það hefur öðlast í Bandaríkjunum. Þá hefur fólkinu einnig verið lofað sálrænum stuðningi. Í umfjöllun um málið segir New York Times skoðanir skiptar meðal þeirra sem hafa þegar verið fluttir frá Bandaríkjunum og aftur til Gvatemala. Sumir séu staðráðnir í að reyna aftur, til að mynda til að sameinast fjölskyldum sínum, en aðrir hyggist freista þess að skapa sér líf í heimalandinu. Fyrir suma getur það reynst afar erfitt, þar sem þeir hafa látið allar eigur sínar frá sér til að fjármagna drauminn um betra líf í Bandaríkjunum.
Bandaríkin Donald Trump Flóttamenn Gvatemala Mest lesið Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Algjört hrun í fálkastofninum Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Innlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Fleiri fréttir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Sjá meira