Veður

Veður gengið niður en fer kólnandi

Atli Ísleifsson skrifar
gera má ráð fyrir hæglætis veðri og fer hægt kólnandi.
gera má ráð fyrir hæglætis veðri og fer hægt kólnandi. Vísir/Vilhelm

Mikið hefur dregið úr bæði vindi og ofankomu austantil í nótt en áfram má þó búast við einhverr úrkomu á því svæði fram eftir degi.

Á vef Veðurstofunnar segir að annars verði hæglætis veður og fer hægt kólnandi.

„Hæg breytileg átt á morgun, en suðaustan 10-18 suðvestantil, hvassast á annesjum. Skýjað og stöku él, en bjartviðri um landið norðan- og austanvert.

Frostlaust við suðvesturströndina, annars 1 til 13 stiga frost, kaldast inn til landsins á Norðausturlandi,“ segir á vef Veðrurstofunnar.

Spákort fyrir klukkan 14 í dag.Veðurstofan

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á miðvikudag: Suðaustan 3-10 m/s, víða bjartviðri og kalt, en 8-15 við suðvestur- og vesturströndina, dálítil él og hiti um eða yfir frostmarki.

Á fimmtudag: Austan og suðaustan 5-15, hvassast syðst. Slydda, rigning eða snjókoma með köflum sunnan- og vestantil og hiti kringum frostmark. Að mestu þurrt fyrir norðan og frost víða 0 til 5 stig.

Á föstudag: Austlæg eða breytileg átt með snjó- eða slydduéljum í flestum landshlutum, en úrkomumeira um tíma norðan- og austantil. Frost 2 til 8 stig, en hiti nálægt frostmarki austanlands.

Á laugardag og sunnudag: Norðaustanátt, fremur hæg. Dálítil él norðan- og austanlands, annars yfirleitt þurrt. Frost 2 til 10 stig, kaldast inn til landsins.

Á mánudag: Útlit fyrir norðaustlæga átt með smáéljum á víð og dreif. Frost um allt land.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×