„Ég myndi deyja fyrir Liverpool“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. janúar 2025 09:31 Það lá mjög vel á Ibrahima Konate á blaðamannafundi fyrir leik Liverpool á móti Lille í Meistaradeildinni. Getty/Liverpool FC Ibrahima Konaté, varnarmaður Liverpool, er að spila í gegnum sársauka þessa dagana en franski miðvörðurinn segist vera meira en tilbúinn að fórna sér fyrir félagið sitt. Konaté missti úr mánuð vegna meiðsla eftir að hafa meiðst á hné í sigri á Real Madrid í nóvember. Hann kom til baka í 2-2 jafntefli á móti Manchester United fyrr í þessum mánuði. „Ég reyndi að koma til baka hundrað prósent en náði því ekki. Ég flýtti mér of mikið í endurhæfingunni,“ sagði Konaté á blaðamannafundi fyrir Meistaradeildarleik á móti Lille. Hákon Arnar Haraldsson og félagar mæta á Anfield í kvöld. „Ég gerði það fyrir liðið mitt. Ég myndi deyja fyrir Liverpool og legg þetta því á mig. Hnéð mitt verður orðið hundrað prósent fljótlega. Ég finn samt enn til. Ég tek verkjatöflur og það dugar mér til að spila,“ sagði Konaté. ESPN segir frá. „Ég var á leiðinni til baka en planið var að æfa í eina viku í viðbót. Svo sá ég Joe [Gomez] meiðast og hugsaði: Okei, ég þarf að koma fyrr til baka. Ég fann fyrir hnénu í fyrsta leiknum en það verður betra og betra með hverjum leik. Sjúkraþjálfararnir og læknaliðið hafa hjálpað mér mikið,“ sagði Konaté. Konaté og Virgil van Dijk ná vel saman og mynda frábært miðvarðarpar. Konaté hrósar hollenska miðverðinum. „Hann er sá besti að mínu mati. Það er enginn betri en hann í þessari stöðu. Ég hef aldrei sagt það við hann en ég vil verða betri en hann einn daginn. Ég vil leggja mikið á mig til að ná því einn daginn,“ sagði Konaté. „Ég kom til þessa félags þegar ég var 21 árs. Ég var virkilega ungur og ég hef þroskast hér bæði sem manneskja og sem leikmaður. Þetta félag hjálpaði mér að verða fyrirliði landsliðsins [á móti Ítalíu í nóvember]. Það var stór stund fyrir mig ég veit að ég þarf að leggja mikið á mig til að halda mér á þessum stað,“ sagði Konaté. Samningur Konaté rennur út sumarið 2026 en hann staðfesti að Liverpool hafi boðið honum nýjan samning. Konaté vildi þó ekki staðfesta það hvort hann yrði áfram. „Ég er að einbeita mér að því sem er að gerast núna og svo sjáum við bara til hvað gerist. Það er allt annað samtal,“ sagði Konaté. Enski boltinn Mest lesið Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Færeyingar taka upp VAR Fótbolti Stjörnur Kolstad þurfa að taka á sig launalækkun Handbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Dregið í enska bikarnum: Mávarnir fljúga til Manchester Enski boltinn Sandra María með þrennu og er markahæst í Þýskalandi Fótbolti Úlfarnir lítil fyrirstaða fyrir Rauðu djöflana Enski boltinn Barton dæmdur í hálfs árs fangelsi Enski boltinn Átta liða úrslitin á HM klár Handbolti „Hortugasta klapp sem ég hef séð“ Körfubolti Fleiri fréttir Úlfarnir lítil fyrirstaða fyrir Rauðu djöflana Dregið í enska bikarnum: Mávarnir fljúga til Manchester Slot: „Hef ekki hugmynd hvort Salah hafi spilað sinn síðasta leik fyrir Liverpool“ Barton dæmdur í hálfs árs fangelsi Salah ekki með Liverpool til Ítalíu Kom stjórnendum Liverpool á óvart hversu harðorður Salah var Scholes segir félagið eyðileggja Mainoo Búist við að Salah verði hent úr hóp Salah-málið farið að minna mikið á þegar Ronaldo yfirgaf Man Utd „Hann er með einhverjar Ibiza-myndir af Slot“ Sjáðu markið sem West Ham-menn sáu tvær ástæður til að dæma af Beðið eftir blaðamannafundi Slot í dag: Er einhver leið til baka fyrir Salah? Landsliðsmaður handtekinn í London Sér bara eina leið fyrir Salah: „Komi og biðjist innilega afsökunar“ Guéhi hetjan og Palace upp í fjórða sæti Hópslagsmál á vellinum: „Áður en ég vissi af flugu hnefar út um allt“ Hömrunum heitt í hamsi eftir dramatík Owen um Salah: „Skil hvernig þér líður“ Karólína lagði upp en Hlín meiddist Íslenskir Púlarar í sárum: „Takk fyrir allt Mósi minn“ Kominn með nóg og vill fara frá United Fyrrum eigandi Liverpool látinn Skýtur á Salah: „Lætur þetta allt snúast um sig“ Sjáðu mörkin: Guimaraes beint úr horni, dramatík hjá Liverpool og öll hin Sprengja frá Salah: Gerður að blóraböggli og brostið samband við Slot „Erfitt þegar þú færð á þig mörk án þess að fá á þig færi“ Hádramatík í sex marka leik Aftur aflýst hjá Andra vegna bleytu Everton í fimmta sæti og langþráður sigur Spurs Varnarmenn City í stuði og aðeins tvö stig í Arsenal Sjá meira
Konaté missti úr mánuð vegna meiðsla eftir að hafa meiðst á hné í sigri á Real Madrid í nóvember. Hann kom til baka í 2-2 jafntefli á móti Manchester United fyrr í þessum mánuði. „Ég reyndi að koma til baka hundrað prósent en náði því ekki. Ég flýtti mér of mikið í endurhæfingunni,“ sagði Konaté á blaðamannafundi fyrir Meistaradeildarleik á móti Lille. Hákon Arnar Haraldsson og félagar mæta á Anfield í kvöld. „Ég gerði það fyrir liðið mitt. Ég myndi deyja fyrir Liverpool og legg þetta því á mig. Hnéð mitt verður orðið hundrað prósent fljótlega. Ég finn samt enn til. Ég tek verkjatöflur og það dugar mér til að spila,“ sagði Konaté. ESPN segir frá. „Ég var á leiðinni til baka en planið var að æfa í eina viku í viðbót. Svo sá ég Joe [Gomez] meiðast og hugsaði: Okei, ég þarf að koma fyrr til baka. Ég fann fyrir hnénu í fyrsta leiknum en það verður betra og betra með hverjum leik. Sjúkraþjálfararnir og læknaliðið hafa hjálpað mér mikið,“ sagði Konaté. Konaté og Virgil van Dijk ná vel saman og mynda frábært miðvarðarpar. Konaté hrósar hollenska miðverðinum. „Hann er sá besti að mínu mati. Það er enginn betri en hann í þessari stöðu. Ég hef aldrei sagt það við hann en ég vil verða betri en hann einn daginn. Ég vil leggja mikið á mig til að ná því einn daginn,“ sagði Konaté. „Ég kom til þessa félags þegar ég var 21 árs. Ég var virkilega ungur og ég hef þroskast hér bæði sem manneskja og sem leikmaður. Þetta félag hjálpaði mér að verða fyrirliði landsliðsins [á móti Ítalíu í nóvember]. Það var stór stund fyrir mig ég veit að ég þarf að leggja mikið á mig til að halda mér á þessum stað,“ sagði Konaté. Samningur Konaté rennur út sumarið 2026 en hann staðfesti að Liverpool hafi boðið honum nýjan samning. Konaté vildi þó ekki staðfesta það hvort hann yrði áfram. „Ég er að einbeita mér að því sem er að gerast núna og svo sjáum við bara til hvað gerist. Það er allt annað samtal,“ sagði Konaté.
Enski boltinn Mest lesið Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Færeyingar taka upp VAR Fótbolti Stjörnur Kolstad þurfa að taka á sig launalækkun Handbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Dregið í enska bikarnum: Mávarnir fljúga til Manchester Enski boltinn Sandra María með þrennu og er markahæst í Þýskalandi Fótbolti Úlfarnir lítil fyrirstaða fyrir Rauðu djöflana Enski boltinn Barton dæmdur í hálfs árs fangelsi Enski boltinn Átta liða úrslitin á HM klár Handbolti „Hortugasta klapp sem ég hef séð“ Körfubolti Fleiri fréttir Úlfarnir lítil fyrirstaða fyrir Rauðu djöflana Dregið í enska bikarnum: Mávarnir fljúga til Manchester Slot: „Hef ekki hugmynd hvort Salah hafi spilað sinn síðasta leik fyrir Liverpool“ Barton dæmdur í hálfs árs fangelsi Salah ekki með Liverpool til Ítalíu Kom stjórnendum Liverpool á óvart hversu harðorður Salah var Scholes segir félagið eyðileggja Mainoo Búist við að Salah verði hent úr hóp Salah-málið farið að minna mikið á þegar Ronaldo yfirgaf Man Utd „Hann er með einhverjar Ibiza-myndir af Slot“ Sjáðu markið sem West Ham-menn sáu tvær ástæður til að dæma af Beðið eftir blaðamannafundi Slot í dag: Er einhver leið til baka fyrir Salah? Landsliðsmaður handtekinn í London Sér bara eina leið fyrir Salah: „Komi og biðjist innilega afsökunar“ Guéhi hetjan og Palace upp í fjórða sæti Hópslagsmál á vellinum: „Áður en ég vissi af flugu hnefar út um allt“ Hömrunum heitt í hamsi eftir dramatík Owen um Salah: „Skil hvernig þér líður“ Karólína lagði upp en Hlín meiddist Íslenskir Púlarar í sárum: „Takk fyrir allt Mósi minn“ Kominn með nóg og vill fara frá United Fyrrum eigandi Liverpool látinn Skýtur á Salah: „Lætur þetta allt snúast um sig“ Sjáðu mörkin: Guimaraes beint úr horni, dramatík hjá Liverpool og öll hin Sprengja frá Salah: Gerður að blóraböggli og brostið samband við Slot „Erfitt þegar þú færð á þig mörk án þess að fá á þig færi“ Hádramatík í sex marka leik Aftur aflýst hjá Andra vegna bleytu Everton í fimmta sæti og langþráður sigur Spurs Varnarmenn City í stuði og aðeins tvö stig í Arsenal Sjá meira