Handbolti

„Nú erum við í að­stöðu til að láta vaða“

Sindri Sverrisson skrifar
Janus Daði Smárason með skot að marki Slóvena.
Janus Daði Smárason með skot að marki Slóvena. VÍSIR/VILHELM

„Ég er rosa glaður með mikilvæg tvö stig inn í milliriðil. Nú erum við í aðstöðu til að láta vaða,“ sagði Janus Daði Smárason eftir leikinn frábæra gegn Slóvenum á HM í kvöld.

Ísland vann 23-18 eftir að hafa verið 14-8 yfir í hálfleik, og tókst sem sagt að halda sterku liði Slóvena undir tuttugu mörkum í nútímahandbolta.

„Þetta var iðnaðarleikur. Við gerðum það bara betur en þeir. Þetta voru ekki bestu gæðin inn á milli, en það var barist af hjarta og sál. Bæði lið. Vörnin og Viktor var náttúrulega geðveikur, gerði okkur lífið auðveldara,“ sagði Janus.

Janus er hins vegar strax kominn með hugann við næsta leik á miðvikudaginn, þegar milliriðlakeppnin hefst, og ætlar ekki að dvelja of lengi við sigurinn góða í kvöld.

„Við verðum að vera 110%. Við eigum hvorki hæð né kíló á hin liðin svo við verðum að kalla þetta fram. Þú getur talað mikið um þetta en á endanum þarf að búa til einhverja „kemistríu“, einhverjir þurfa að stíga upp, þurfa að rífa hina með. Við hittum á leikinn í dag en kúnstin er að gera þetta í nokkrum leikjum í röð. Við höfum gert þetta áður í einn og einn leik en það skilar okkur engu. Núna er bara næsti leikur.“

Klippa: Janus Daði eftir sigurinn á Slóvenum



Fleiri fréttir

Sjá meira


×