Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn á leið í verkfall Silja Rún Sigurbjörnsdóttir og Heimir Már Pétursson skrifa 20. janúar 2025 20:44 88 prósent félagsmanna kusu með verkfalli. Vísir/Vilhelm Félagsmenn í Landssambandi slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna samþykktu boðun verkfalls með yfirgnæfandi meihluta í atkvæðagreiðslu sem lauk í dag. 88 prósent þeirra samþykktu aðgerðirnar vegna pattstöðu í kjaraviðræðum við Samband íslenskra sveitarfélaga. Verkfallsaðgerðirnar eiga að hefjast 10. febrúar náist ekki samningur fyrir þann tíma. „Þær felast fyrst og fremst í því að það eru verkefni sem ekki er nauðsynlegt að sinna, við munum geyma þau eins og hægt er. Það verður yfirvinnubann hjá okkur og svo skilum við inn boðtækjum okkar sem eru notuð til þess að kalla okkur út á frívakt og í svona stærri viðburðum,“ segir Bjarni Ingimarsson, formaður Landssambands slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna (LSS). Engin neyðartilvik verði þó skilin eftir ósvöruð. „Við erum í rauninni skyldug til þess að sinna neyðartilvikum og munum halda því áfram að sjálfsögðu og sinna verkefnum eins og hægt er. En þetta hægir á starfseminni og fólk þarf að bíða aðeins lengur,“ segir Bjarni. Bjarni Ingimunarson er formaður LSS.Vísir/Sigurjón Samningaviðræðurnar hafa verið sagðar í pattstöðu. „Launaliðurinn er ekki vandamálið heldur skortur á vinnu frá sambandinu. Við erum búin að funda í fjórtán mánuði, hátt í tuttugu fundir og það vantar bara vinnuframlag frá sambandinu til að komast til móts við okkur og hjálpa okkur að finna lausn,“ segir Bjarni. Áherslan sé á nýrri útfærslu á vaktafyrirkomulagi sem komi í veg fyrir sveiflur á launum milli mánaða. Þá þurfi að laga hvernig launin sé útreiknuð og samsett. Það ætti ekki að kosta sveitarfélögin neitt aukalega umfram það sem sé búið að semja um. Bjarni segist þá bjartsýnn um að samið verði áður en verkfallið tekur gildi. „Það er fundur á miðvikudaginn og ég hef trú á að við náum þessu fyrir verkfallsaðgerðir.“ Slökkvilið Kjaramál Kjaraviðræður 2023-25 Sjúkraflutningar Mest lesið „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Erlent „Ég er sátt“ Innlent Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Fleiri fréttir Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Sjá meira
Verkfallsaðgerðirnar eiga að hefjast 10. febrúar náist ekki samningur fyrir þann tíma. „Þær felast fyrst og fremst í því að það eru verkefni sem ekki er nauðsynlegt að sinna, við munum geyma þau eins og hægt er. Það verður yfirvinnubann hjá okkur og svo skilum við inn boðtækjum okkar sem eru notuð til þess að kalla okkur út á frívakt og í svona stærri viðburðum,“ segir Bjarni Ingimarsson, formaður Landssambands slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna (LSS). Engin neyðartilvik verði þó skilin eftir ósvöruð. „Við erum í rauninni skyldug til þess að sinna neyðartilvikum og munum halda því áfram að sjálfsögðu og sinna verkefnum eins og hægt er. En þetta hægir á starfseminni og fólk þarf að bíða aðeins lengur,“ segir Bjarni. Bjarni Ingimunarson er formaður LSS.Vísir/Sigurjón Samningaviðræðurnar hafa verið sagðar í pattstöðu. „Launaliðurinn er ekki vandamálið heldur skortur á vinnu frá sambandinu. Við erum búin að funda í fjórtán mánuði, hátt í tuttugu fundir og það vantar bara vinnuframlag frá sambandinu til að komast til móts við okkur og hjálpa okkur að finna lausn,“ segir Bjarni. Áherslan sé á nýrri útfærslu á vaktafyrirkomulagi sem komi í veg fyrir sveiflur á launum milli mánaða. Þá þurfi að laga hvernig launin sé útreiknuð og samsett. Það ætti ekki að kosta sveitarfélögin neitt aukalega umfram það sem sé búið að semja um. Bjarni segist þá bjartsýnn um að samið verði áður en verkfallið tekur gildi. „Það er fundur á miðvikudaginn og ég hef trú á að við náum þessu fyrir verkfallsaðgerðir.“
Slökkvilið Kjaramál Kjaraviðræður 2023-25 Sjúkraflutningar Mest lesið „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Erlent „Ég er sátt“ Innlent Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Fleiri fréttir Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Sjá meira