Innlent

Verið að taka á­kvörðun varðandi rýmingar á Aust­fjörðum

Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar
Veðurstofa Íslands telur hættu á að snjóflóðum á Austurlandi. Mynd úr safni.
Veðurstofa Íslands telur hættu á að snjóflóðum á Austurlandi. Mynd úr safni. Vísir/Vilhelm

Veðurstofa Íslands telur mikla hættu á snjóflóðum á Austfjörðum næstu daga og að öllum líkindum þarf að rýma ákveðin svæði. Appelsínugul veðurviðvörun fer í gildi um hádegi.

„Við erum á þessum mínútum að ræða frekari viðbrögð og erum að ræða rýmingar á ákveðnum stöðum fyrir kvöldið,“ segir Minney Sigurðardóttir, ofanflóðasérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, í samtali við fréttastofu. Tilkynning komi á næstu klukkustundum.

Búið er að lýsa yfir óvissustigi sem tekur gildi klukkan tólf á hádegi. 

Upp úr hádegi er spáð norðaustan þrettán til tuttugu metrar á sekúndu og mikilli snjókomu í dag og á morgun.

Gular og appelsínugular viðvaranir verða í gildi í dag og á morgun.Veðurstofa Íslands



Fleiri fréttir

Sjá meira


×