„Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Sindri Sverrisson skrifar 18. janúar 2025 21:43 Aron Pálmarsson er mættur til leiks á HM og fagnar hér eftir sigurinn gegn Kúbu ásamt Gísla Þorgeiri Kristjánssyni. VÍSIR/VILHELM „Ég er ógeðslega glaður og ánægður með að byrja og fá að koma inn í þetta núna. Maður sá það kannski ekki alveg fyrir tveimur vikum. Ég er ánægður með hvernig við fórum að þessu í dag,“ sagði Aron Pálmarsson, landsliðsfyrirliði, sem er mættur til leiks á HM í handbolta. Aron hafði glímt við meiðsli í kálfa og sleppti leiknum við Grænhöfðaeyjar, en fékk það í gegn að spila leikinn í kvöld og er klár í slaginn mikla við Slóvena á mánudagskvöld. „Kálfinn er góður. Það var ákveðið fyrir fram að ég myndi byrja leikinn og spila 10-15 mínútur, fá fílinginn, en ég er orðinn hundrað prósent. Þetta var allt eftir plani,“ sagði Aron við Val Pál Eiríksson í Zagreb. Það kom vissulega til greina að Aron fengi hvíld í kvöld einnig en það vildi hann ekki: „Ég eiginlega barði þetta í gegn. Þjálfararnir voru búnir að segja að ég kæmi inn í milliriðilinn en svo gekk þetta vonum framar. Mig langaði að fá harpix á puttana, spila í höllinni og ég er himinlifandi með að það hafi gengið upp,“ sagði Aron sem hefði líka alveg viljað vera með í fyrsta leik: „Þetta var mjög erfitt [að missa af fyrsta leik]. Þessi stórmótafílingur, fyrsti leikur, peppa sig inn í klefa, geðveikt rafmagn, og labba svo bara út í mætingagallanum og mega ekki vera með… Það var pínu óþægilegt og leiðinlegt. En þá sinnir maður bara öðru hlutverki,“ sagði Aron. Hann skoraði þrjú mörk úr þremur skotum í kvöld, og átti fjórar frábærar stoðsendingar. Klippa: Aron eftir sigurinn gegn Kúbu „Einn tapaður bolti reyndar,“ sagði Aron léttur. „Ég var bara mjög fókuseraður og alveg sama um við hverja við værum að spila. Fókusaði á mig og okkur. Það þurfum við að gera á þessu móti.“ Nú tekur við úrslitaleikur í G-riðli við Slóvena, og má segja að alvaran taki við: „Ég held það sé óhætt að segja það. Við gerðum þetta mjög fagmannlega, fyrstu tvo leikina. Þægilegir leikir en núna er úrslitaleikur um efsta sæti riðilsins og við ætlum okkur klárlega sigur þar. Það er slatti sem við getum bætt, litlir hlutir, en mér finnst fílingurinn í liðinu góður og ég er mjög spenntur fyrir geggjuðum leik á móti Slóvenum.“ En er ákveðið hve mikið Aron spilar á móti Slóveníu? „Ég vona ekki. Ég segist bara vera hundrað prósent en auðvitað þurfum við líka að vera skynsamir. Þetta er langt mót og ekki úrslitaleikur mótsins. Ég set þetta í hendurnar á þjálfurunum.“ Landslið karla í handbolta HM karla í handbolta 2025 Tengdar fréttir Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Ísland rúllaði yfir Kúbu, 40-19, í öðrum leik sínum í G-riðli heimsmeistaramótsins í handbolta karla í kvöld. Margir leikmenn íslenska liðsins léku vel í leiknum, þó enginn betur en fyrirliðinn Aron Pálmarsson. 18. janúar 2025 21:42 „Ætluðum bara að vinna eins stórt og við gátum“ „Þeir voru klárlega slakari aðilinn í dag en þetta var skemmtilegur leikur. Það gekk flest allt upp sem við vorum að gera,“ sagði Þorsteinn Leó Gunnarsson eftir flotta frammistöðu sína og Íslands í stórsigrinum gegn Kúbu á HM í handbolta í kvöld. 18. janúar 2025 21:27 „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ Snorri Steinn Guðjónsson, landsliðsþjálfari Íslands, var mættur í viðtal hjá Vali Páli Eiríkssyni strax eftir öruggan sigur Íslands á Kúbu í kvöld en strákarnir okkar fóru með sannfærand 21 marks sigur af hólmi. 18. janúar 2025 21:29 Tölfræðin á móti Kúbu: Aron kveikti á seinni bylgjunni Íslenska karlalandsliðið í handbolta vann 21 marks sigur á Kúbu, 41-19, í öðrum leik sínum á heimsmeistaramótinu í handbolta. Þetta var fagmannleg afgreiðsla hjá strákunum okkar og eftir tvo fyrstu leikina er íslenska liðið búið að stimpla marga menn inn í mótið. 18. janúar 2025 21:25 Umfjöllun: Ísland - Kúba 40-19 | Allt klappað og klárt fyrir úrslitaleik Ísland fer með að minnsta kosti tvö stig í milliriðlakeppni HM í handbolta, eftir annan viðbúinn stórsigur á mótinu, 40-19, gegn Kúbu í Zagreb í kvöld. 18. janúar 2025 20:51 Mest lesið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Handbolti Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Enski boltinn Róbert með þrennu í sigri KR Íslenski boltinn Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Fótbolti Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Fótbolti Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Enski boltinn Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Körfubolti Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti Fleiri fréttir Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Skilur stress þjóðarinnar betur „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Íslenski læknirinn hjá sænska landsliðinu bjartsýnn á að Palicka verði með Hafnaði Val og fer heim til Eyja Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður „Fáum fullt af svörum um helgina“ Elín Klara hetjan í fyrsta leik á nýju ári Heimsmeistararnir þurftu að fara í átta tíma rútuferð Þorir ekki að lofa undanúrslitum: „Þetta er ekki svo auðvelt“ Ótrúleg óheppni Slóvena Hefur átt mikilvæg samtöl við Snorra Stein Óðinn bætti við titli um jólin og mætir glaður á EM Ýmir ekki sár yfir vali Loga og Kára: „Veit hvar ég stend í þessu liði“ Strákarnir eigi að stefna á verðlaun Erfitt að fara fram úr rúminu Fá vondar fréttir fyrir EM: „Mikið áfall fyrir Norðmenn“ Ágúst vann tvöfalt á hófi Íþróttamanns ársins Skoðar stöðuna eftir helgi og hefur ekki áhyggjur af Bjarka Donni dregur sig úr landsliðshópnum Gísli giftur, Ómar í rannsóknarvinnu og Snorri fagnar ástinni Opin æfing hjá strákunum okkar Sjá meira
Aron hafði glímt við meiðsli í kálfa og sleppti leiknum við Grænhöfðaeyjar, en fékk það í gegn að spila leikinn í kvöld og er klár í slaginn mikla við Slóvena á mánudagskvöld. „Kálfinn er góður. Það var ákveðið fyrir fram að ég myndi byrja leikinn og spila 10-15 mínútur, fá fílinginn, en ég er orðinn hundrað prósent. Þetta var allt eftir plani,“ sagði Aron við Val Pál Eiríksson í Zagreb. Það kom vissulega til greina að Aron fengi hvíld í kvöld einnig en það vildi hann ekki: „Ég eiginlega barði þetta í gegn. Þjálfararnir voru búnir að segja að ég kæmi inn í milliriðilinn en svo gekk þetta vonum framar. Mig langaði að fá harpix á puttana, spila í höllinni og ég er himinlifandi með að það hafi gengið upp,“ sagði Aron sem hefði líka alveg viljað vera með í fyrsta leik: „Þetta var mjög erfitt [að missa af fyrsta leik]. Þessi stórmótafílingur, fyrsti leikur, peppa sig inn í klefa, geðveikt rafmagn, og labba svo bara út í mætingagallanum og mega ekki vera með… Það var pínu óþægilegt og leiðinlegt. En þá sinnir maður bara öðru hlutverki,“ sagði Aron. Hann skoraði þrjú mörk úr þremur skotum í kvöld, og átti fjórar frábærar stoðsendingar. Klippa: Aron eftir sigurinn gegn Kúbu „Einn tapaður bolti reyndar,“ sagði Aron léttur. „Ég var bara mjög fókuseraður og alveg sama um við hverja við værum að spila. Fókusaði á mig og okkur. Það þurfum við að gera á þessu móti.“ Nú tekur við úrslitaleikur í G-riðli við Slóvena, og má segja að alvaran taki við: „Ég held það sé óhætt að segja það. Við gerðum þetta mjög fagmannlega, fyrstu tvo leikina. Þægilegir leikir en núna er úrslitaleikur um efsta sæti riðilsins og við ætlum okkur klárlega sigur þar. Það er slatti sem við getum bætt, litlir hlutir, en mér finnst fílingurinn í liðinu góður og ég er mjög spenntur fyrir geggjuðum leik á móti Slóvenum.“ En er ákveðið hve mikið Aron spilar á móti Slóveníu? „Ég vona ekki. Ég segist bara vera hundrað prósent en auðvitað þurfum við líka að vera skynsamir. Þetta er langt mót og ekki úrslitaleikur mótsins. Ég set þetta í hendurnar á þjálfurunum.“
Landslið karla í handbolta HM karla í handbolta 2025 Tengdar fréttir Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Ísland rúllaði yfir Kúbu, 40-19, í öðrum leik sínum í G-riðli heimsmeistaramótsins í handbolta karla í kvöld. Margir leikmenn íslenska liðsins léku vel í leiknum, þó enginn betur en fyrirliðinn Aron Pálmarsson. 18. janúar 2025 21:42 „Ætluðum bara að vinna eins stórt og við gátum“ „Þeir voru klárlega slakari aðilinn í dag en þetta var skemmtilegur leikur. Það gekk flest allt upp sem við vorum að gera,“ sagði Þorsteinn Leó Gunnarsson eftir flotta frammistöðu sína og Íslands í stórsigrinum gegn Kúbu á HM í handbolta í kvöld. 18. janúar 2025 21:27 „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ Snorri Steinn Guðjónsson, landsliðsþjálfari Íslands, var mættur í viðtal hjá Vali Páli Eiríkssyni strax eftir öruggan sigur Íslands á Kúbu í kvöld en strákarnir okkar fóru með sannfærand 21 marks sigur af hólmi. 18. janúar 2025 21:29 Tölfræðin á móti Kúbu: Aron kveikti á seinni bylgjunni Íslenska karlalandsliðið í handbolta vann 21 marks sigur á Kúbu, 41-19, í öðrum leik sínum á heimsmeistaramótinu í handbolta. Þetta var fagmannleg afgreiðsla hjá strákunum okkar og eftir tvo fyrstu leikina er íslenska liðið búið að stimpla marga menn inn í mótið. 18. janúar 2025 21:25 Umfjöllun: Ísland - Kúba 40-19 | Allt klappað og klárt fyrir úrslitaleik Ísland fer með að minnsta kosti tvö stig í milliriðlakeppni HM í handbolta, eftir annan viðbúinn stórsigur á mótinu, 40-19, gegn Kúbu í Zagreb í kvöld. 18. janúar 2025 20:51 Mest lesið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Handbolti Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Enski boltinn Róbert með þrennu í sigri KR Íslenski boltinn Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Fótbolti Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Fótbolti Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Enski boltinn Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Körfubolti Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti Fleiri fréttir Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Skilur stress þjóðarinnar betur „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Íslenski læknirinn hjá sænska landsliðinu bjartsýnn á að Palicka verði með Hafnaði Val og fer heim til Eyja Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður „Fáum fullt af svörum um helgina“ Elín Klara hetjan í fyrsta leik á nýju ári Heimsmeistararnir þurftu að fara í átta tíma rútuferð Þorir ekki að lofa undanúrslitum: „Þetta er ekki svo auðvelt“ Ótrúleg óheppni Slóvena Hefur átt mikilvæg samtöl við Snorra Stein Óðinn bætti við titli um jólin og mætir glaður á EM Ýmir ekki sár yfir vali Loga og Kára: „Veit hvar ég stend í þessu liði“ Strákarnir eigi að stefna á verðlaun Erfitt að fara fram úr rúminu Fá vondar fréttir fyrir EM: „Mikið áfall fyrir Norðmenn“ Ágúst vann tvöfalt á hófi Íþróttamanns ársins Skoðar stöðuna eftir helgi og hefur ekki áhyggjur af Bjarka Donni dregur sig úr landsliðshópnum Gísli giftur, Ómar í rannsóknarvinnu og Snorri fagnar ástinni Opin æfing hjá strákunum okkar Sjá meira
Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Ísland rúllaði yfir Kúbu, 40-19, í öðrum leik sínum í G-riðli heimsmeistaramótsins í handbolta karla í kvöld. Margir leikmenn íslenska liðsins léku vel í leiknum, þó enginn betur en fyrirliðinn Aron Pálmarsson. 18. janúar 2025 21:42
„Ætluðum bara að vinna eins stórt og við gátum“ „Þeir voru klárlega slakari aðilinn í dag en þetta var skemmtilegur leikur. Það gekk flest allt upp sem við vorum að gera,“ sagði Þorsteinn Leó Gunnarsson eftir flotta frammistöðu sína og Íslands í stórsigrinum gegn Kúbu á HM í handbolta í kvöld. 18. janúar 2025 21:27
„Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ Snorri Steinn Guðjónsson, landsliðsþjálfari Íslands, var mættur í viðtal hjá Vali Páli Eiríkssyni strax eftir öruggan sigur Íslands á Kúbu í kvöld en strákarnir okkar fóru með sannfærand 21 marks sigur af hólmi. 18. janúar 2025 21:29
Tölfræðin á móti Kúbu: Aron kveikti á seinni bylgjunni Íslenska karlalandsliðið í handbolta vann 21 marks sigur á Kúbu, 41-19, í öðrum leik sínum á heimsmeistaramótinu í handbolta. Þetta var fagmannleg afgreiðsla hjá strákunum okkar og eftir tvo fyrstu leikina er íslenska liðið búið að stimpla marga menn inn í mótið. 18. janúar 2025 21:25
Umfjöllun: Ísland - Kúba 40-19 | Allt klappað og klárt fyrir úrslitaleik Ísland fer með að minnsta kosti tvö stig í milliriðlakeppni HM í handbolta, eftir annan viðbúinn stórsigur á mótinu, 40-19, gegn Kúbu í Zagreb í kvöld. 18. janúar 2025 20:51