Fjármagnaði leikmannakaup Wimbledon með tölvuleikjaspilun Siggeir Ævarsson skrifar 19. janúar 2025 09:02 Bandaríski rithöfundurinn John Green er einlægur aðdáandi Wimbledon Twitter@AFCWimbledon Félagaskipti í ensku D-deildinni rata ekki oft í íslenska fjölmiðla, nema kannski þegar íslenskir leikmenn eiga í hlut, en sagan á bakvið hvernig Marcus Browne varð leikmaður Wimbledon er lyginni líkust og vert að greina frá henni nánar. Einn stærsti aðdáandi liðsins er bandaríski rithöfundurinn John Green en eins og hann segir sjálfur þá hefur hann verið ástfanginn af liðinu árum saman og hefur síðustu tólf ár verið með auglýsingu aftan á stuttbuxum liðsins. Undanfarna mánuði hefur Green verið að streyma tölvuleikjaspilun sinni þar sem hann spilar FIFA og spilar að sjálfsögðu sem Wimbledon. Um 1.100 manna samfélag hefur myndast í kringum rásina og ákvað Green að tekjurnar sem kæmu inn í gegnum hana myndu renna til Wimbledon. Nú hefur draumur hans ræst. Miðjumaðurinn Marcus Browne, sem er uppalinn í unglingaakademíu West Ham og lék síðast með Oxford United, hefur gengið til liðs við Wimbledon og það er innkoman af streymisrás Green sem borgar bróðurpartinn af launum hans. Browne lék sinn fyrsta leik fyrir Wimbledon í gær þegar hann kom inn á sem varamaður í 2-0 sigri liðsins á Tranmere en Wimbledon er í 4. sæti deildarinnar og í hörku baráttu um að komast upp um deild. Þess má til gamans geta að Green heimsótti Ísland árið 2008 og gaf Bæjarins Beztu fimm stjörnur af fimm mögulegum. Enski boltinn Fótbolti Mest lesið Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Fótbolti Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Körfubolti „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ Íslenski boltinn Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Körfubolti Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Enski boltinn Sara Björk áfram í Sádi-Arabíu Fótbolti Trump réði sjálfan sig í stórt starf á Ólympíuleikunum Sport „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Íslenski boltinn „Ég er mjög þreyttur“ Íslenski boltinn Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Körfubolti Fleiri fréttir Blikarnir hoppuðu út í á Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Sara Björk áfram í Sádi-Arabíu „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Hólmbert Aron til Suður-Kóreu Katla kynnt til leiks í Flórens Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Lars sendi kveðju til Íslands Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Evrópudeildarleikur Blika í beinni á Sýn Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótboltamaður drukknaði Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Lyon krækir í leikmann Liverpool Ómar Björn: Misreiknaði boltann Markalaust í baráttunni um brúna Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Sjá meira
Einn stærsti aðdáandi liðsins er bandaríski rithöfundurinn John Green en eins og hann segir sjálfur þá hefur hann verið ástfanginn af liðinu árum saman og hefur síðustu tólf ár verið með auglýsingu aftan á stuttbuxum liðsins. Undanfarna mánuði hefur Green verið að streyma tölvuleikjaspilun sinni þar sem hann spilar FIFA og spilar að sjálfsögðu sem Wimbledon. Um 1.100 manna samfélag hefur myndast í kringum rásina og ákvað Green að tekjurnar sem kæmu inn í gegnum hana myndu renna til Wimbledon. Nú hefur draumur hans ræst. Miðjumaðurinn Marcus Browne, sem er uppalinn í unglingaakademíu West Ham og lék síðast með Oxford United, hefur gengið til liðs við Wimbledon og það er innkoman af streymisrás Green sem borgar bróðurpartinn af launum hans. Browne lék sinn fyrsta leik fyrir Wimbledon í gær þegar hann kom inn á sem varamaður í 2-0 sigri liðsins á Tranmere en Wimbledon er í 4. sæti deildarinnar og í hörku baráttu um að komast upp um deild. Þess má til gamans geta að Green heimsótti Ísland árið 2008 og gaf Bæjarins Beztu fimm stjörnur af fimm mögulegum.
Enski boltinn Fótbolti Mest lesið Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Fótbolti Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Körfubolti „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ Íslenski boltinn Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Körfubolti Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Enski boltinn Sara Björk áfram í Sádi-Arabíu Fótbolti Trump réði sjálfan sig í stórt starf á Ólympíuleikunum Sport „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Íslenski boltinn „Ég er mjög þreyttur“ Íslenski boltinn Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Körfubolti Fleiri fréttir Blikarnir hoppuðu út í á Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Sara Björk áfram í Sádi-Arabíu „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Hólmbert Aron til Suður-Kóreu Katla kynnt til leiks í Flórens Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Lars sendi kveðju til Íslands Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Evrópudeildarleikur Blika í beinni á Sýn Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótboltamaður drukknaði Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Lyon krækir í leikmann Liverpool Ómar Björn: Misreiknaði boltann Markalaust í baráttunni um brúna Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Sjá meira