Innlent

Tveir hand­teknir í fíkniefnamáli fyrir austan

Jón Þór Stefánsson skrifar
Málið varðar meint fíkniefnamisferli á Seyðisfirði. Myndin er úr safni.
Málið varðar meint fíkniefnamisferli á Seyðisfirði. Myndin er úr safni. Vísir/Egill

Lögreglan á Austurlandi handtók í gærkvöldi tvo einstaklinga á fertugsaldri á Seyðisfirði sem eru grunaðir í fíkniefnamáli. Málið er enn í rannsókn og lýtur meðal annars að framleiðslu fíkniefna og dreifingu.

Þetta staðfestir Kristján Ólafur Guðnason, yfirlögrelguþjónn á Eskifirði. Hann segir að yfirheyrslum hafi lokið í gærkvöldi og mennirnir látnir lausir að þeim loknum.

Austurfrétt greindi fyrst frá málinu í gærkvöldi.

Lögreglan fór í húsleit og fann búnað til kannabisframleiðslu og nokkuð magn plantna í ræktun. Þá hafi önnur fíkniefni fundist á vettvangi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×