Segir ríkið verða að standa við gerða samninga um borgarlínu Kjartan Kjartansson skrifar 17. janúar 2025 09:10 Eyjólfur Ármannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, í hljóðveri Bylgjunnar í morgun. Bylgjan Nýr samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra segir að ríkið verði að standa við gerða samninga um samgöngusáttmála og borgarlínu þrátt fyrir neikvæð ummæli leiðtoga hans eigins flokks um línuna. Hann tekur sína fyrstu skóflustungu sem ráðherra þegar framkvæmdir við borgarlínu hefjast formlega í dag. Byrjað verður á framkvæmdum við Fossvogsbrú og þannig fyrsta áfanga borgarlínunnar í dag. Eyjólfur Ármannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, tekur fyrstu skóflustunguna, sína fyrstu sem ráðherra. Ummæli Ingu Sæland, leiðtoga Flokks fólksins, um að borgarlínan væri „rugl“ voru borin undir Eyjólf í viðtali í Bítinu á Bylgjunni í morgun og hann spurður hvort að hann væri persónulega fylgjandi framkvæmdunum. Sagði Eyjólfur samgöngusáttmála höfuðborgarsvæðisins og borgarlínuna umdeilda og að hún yrði það áfram. Gert væri ráð fyrir að hægt yrði að gera breytingar á framkvæmdunum í framtíðinni. „Það er búið að semja um höfuborgarsáttmálann. Við verðum að standa við gerða samninga,“ sagði Eyjólfur. Spurður að því hvort hann væri sammála því að setja 311 milljarða í framkvæmdirnar benti Eyjólfur á sá kostnaður væri til fimmtán ára. Áætlaður samfélagslegur ávinningur af framkvæmdunum væri 1.140 milljarðar króna. Ljósárum á eftir Norðmönnum og Færeyingum í jarðgangnagerð Íslendingar hafa ekki staðið sig nógu vel í jarðgangnamálum, að mati nýja ráðherrans, og eru „ljósárum“ á eftir Norðmönnum og Færeyingum í þeim efnum. Sagðist Eyjólfur vilja að stjórnvöld væru alltaf með ein jarðgöng í gangi hverju sinni en engar jarðgangaframkvæmdir hafi átt sér stað frá 2020. Hann sagðist ekki hafa gert upp við sig hvar ætti að byrja á jarðgöngum og að allir yrðu örugglega ekki á eitt sáttir um það. Að hans mati ætti að fjármagna jarðgöng með almennri skattheimtu frekar en vegtollum á landsbyggðinni. „Ég tel að þetta verði allavegana í hinum dreifðu sveitum fjárlög,“ sagði Eyjólfur sem útilokaði ekki blandaða leið veggjalda og opinberrar fjármögnunar. Borgarlína Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Samgöngur Tengdar fréttir Eyjólfur tekur fyrstu skóflustunguna að borgarlínu á morgun Eyjólfur Ármannsson, nýr samgönguráðherra, mun taka fyrstu skóflustunguna að byggingu Fossvogsbrúar. Brúin er fyrsta stóra framkvæmdin í Borgarlínuverkefninu. 16. janúar 2025 15:18 Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti Kynningarfundur vegna fyrstu lotu Borgarlínu fór fram síðdegis í dag í Ráðhúsi Reykjavíkur. Forstöðumaður verkefnastofu Borgarlínu segir glitta í framkvæmdir og að það sé ánægjulegt að verkefnið sé komið svo langt. 9. janúar 2025 20:47 Mest lesið Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Innlent Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Innlent Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Innlent Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Erlent Áhugi á Valhöll Innlent Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Innlent Tekur eina til tvær vikur að ganga yfir Innlent Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Innlent Allt tiltækt lið sent vegna elds á hjúkrunarheimili Innlent Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Erlent Fleiri fréttir Skora á Lilju að bjóða sig fram sem formann Jana vill áfram leiða lista VG á Akureyri Fer ekki í formanninn Óttast að þurfa að loka Berginu fái þau ekki samning Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Ætla ekki að slíta samstarfinu við Anthropic Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Bein útsending: Niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tekur eina til tvær vikur að ganga yfir Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Íslendingar strauja kortin og hverfandi líkur á vaxtalækkun Allt tiltækt lið sent vegna elds á hjúkrunarheimili Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Grindvískum börnum líður verr en jafnöldrum þeirra Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Áhugi á Valhöll Tveir ekki í öryggisbelti Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Leggur til reglur um „rafrænan útivistartíma“ „Þetta er bara heimskulegt, þeir þurfa að setja beltin á sig“ Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Svona fer peningaþvætti fram Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Hættir sem ráðuneytisstjóri Óvenju mörg andlát fíknisjúkra Sjá meira
Byrjað verður á framkvæmdum við Fossvogsbrú og þannig fyrsta áfanga borgarlínunnar í dag. Eyjólfur Ármannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, tekur fyrstu skóflustunguna, sína fyrstu sem ráðherra. Ummæli Ingu Sæland, leiðtoga Flokks fólksins, um að borgarlínan væri „rugl“ voru borin undir Eyjólf í viðtali í Bítinu á Bylgjunni í morgun og hann spurður hvort að hann væri persónulega fylgjandi framkvæmdunum. Sagði Eyjólfur samgöngusáttmála höfuðborgarsvæðisins og borgarlínuna umdeilda og að hún yrði það áfram. Gert væri ráð fyrir að hægt yrði að gera breytingar á framkvæmdunum í framtíðinni. „Það er búið að semja um höfuborgarsáttmálann. Við verðum að standa við gerða samninga,“ sagði Eyjólfur. Spurður að því hvort hann væri sammála því að setja 311 milljarða í framkvæmdirnar benti Eyjólfur á sá kostnaður væri til fimmtán ára. Áætlaður samfélagslegur ávinningur af framkvæmdunum væri 1.140 milljarðar króna. Ljósárum á eftir Norðmönnum og Færeyingum í jarðgangnagerð Íslendingar hafa ekki staðið sig nógu vel í jarðgangnamálum, að mati nýja ráðherrans, og eru „ljósárum“ á eftir Norðmönnum og Færeyingum í þeim efnum. Sagðist Eyjólfur vilja að stjórnvöld væru alltaf með ein jarðgöng í gangi hverju sinni en engar jarðgangaframkvæmdir hafi átt sér stað frá 2020. Hann sagðist ekki hafa gert upp við sig hvar ætti að byrja á jarðgöngum og að allir yrðu örugglega ekki á eitt sáttir um það. Að hans mati ætti að fjármagna jarðgöng með almennri skattheimtu frekar en vegtollum á landsbyggðinni. „Ég tel að þetta verði allavegana í hinum dreifðu sveitum fjárlög,“ sagði Eyjólfur sem útilokaði ekki blandaða leið veggjalda og opinberrar fjármögnunar.
Borgarlína Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Samgöngur Tengdar fréttir Eyjólfur tekur fyrstu skóflustunguna að borgarlínu á morgun Eyjólfur Ármannsson, nýr samgönguráðherra, mun taka fyrstu skóflustunguna að byggingu Fossvogsbrúar. Brúin er fyrsta stóra framkvæmdin í Borgarlínuverkefninu. 16. janúar 2025 15:18 Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti Kynningarfundur vegna fyrstu lotu Borgarlínu fór fram síðdegis í dag í Ráðhúsi Reykjavíkur. Forstöðumaður verkefnastofu Borgarlínu segir glitta í framkvæmdir og að það sé ánægjulegt að verkefnið sé komið svo langt. 9. janúar 2025 20:47 Mest lesið Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Innlent Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Innlent Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Innlent Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Erlent Áhugi á Valhöll Innlent Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Innlent Tekur eina til tvær vikur að ganga yfir Innlent Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Innlent Allt tiltækt lið sent vegna elds á hjúkrunarheimili Innlent Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Erlent Fleiri fréttir Skora á Lilju að bjóða sig fram sem formann Jana vill áfram leiða lista VG á Akureyri Fer ekki í formanninn Óttast að þurfa að loka Berginu fái þau ekki samning Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Ætla ekki að slíta samstarfinu við Anthropic Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Bein útsending: Niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tekur eina til tvær vikur að ganga yfir Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Íslendingar strauja kortin og hverfandi líkur á vaxtalækkun Allt tiltækt lið sent vegna elds á hjúkrunarheimili Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Grindvískum börnum líður verr en jafnöldrum þeirra Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Áhugi á Valhöll Tveir ekki í öryggisbelti Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Leggur til reglur um „rafrænan útivistartíma“ „Þetta er bara heimskulegt, þeir þurfa að setja beltin á sig“ Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Svona fer peningaþvætti fram Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Hættir sem ráðuneytisstjóri Óvenju mörg andlát fíknisjúkra Sjá meira
Eyjólfur tekur fyrstu skóflustunguna að borgarlínu á morgun Eyjólfur Ármannsson, nýr samgönguráðherra, mun taka fyrstu skóflustunguna að byggingu Fossvogsbrúar. Brúin er fyrsta stóra framkvæmdin í Borgarlínuverkefninu. 16. janúar 2025 15:18
Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti Kynningarfundur vegna fyrstu lotu Borgarlínu fór fram síðdegis í dag í Ráðhúsi Reykjavíkur. Forstöðumaður verkefnastofu Borgarlínu segir glitta í framkvæmdir og að það sé ánægjulegt að verkefnið sé komið svo langt. 9. janúar 2025 20:47
Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Innlent
Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“
Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Innlent