„Notum kvöldið í að sleikja sárin“ Andri Már Eggertsson skrifar 15. janúar 2025 21:41 Ágúst Jóhannsson var svekktur eftir leik vísir / anton brink Valur tapaði gegn Haukum á útivelli 28-23. Þetta var fyrsta tap Vals á tímabilinu og Ágúst Þór Jóhannsson, þjálfari Vals, var ekki ánægður með spilamennsku liðsins. „Mér fannst Haukar betri á öllum sviðum og ég óska þeim til hamingju. Við vorum lélegar varnarlega og fengum ekki hraðaupphlaup. Við vorum að skjóta illa og þær voru að verja vel, “ sagði Ágúst í samtali við Vísi eftir leik og hélt áfram. „Við breyttum um vörn. Við vorum að fá mikið af tveggja mínútna brottvísunum sem mér fannst ódýrt og síðan vorum við í miklum vandræðum sóknarlega og vorum með slaka skotnýtingu.“ Aðspurður út í gula spjaldið sem Ágúst fékk í hálfleik sagðist hann ekki vita af hverju en í síðari hálfleik fékk Ágúst tveggja mínútna brottvísun og viðurkenndi að þar hafi hann farið yfir strikið. „Þú verður að spyrja dómarann að því. Ég skil það ekki og hann gat ekki svarað því af hverju hann var að gefa mér gult spjald.“ „Þetta var sárasaklaust og þetta var sérstakt en mér fannst dómararnir góðir í leiknum.“ Ágúst hafði ekki áhyggjur af því að þessi úrslit myndu trufla næsta leik Vals á laugardaginn sem er afar mikilvægur þar sem liðið spilar í Evrópukeppninni gegn Malaga á heimavelli. „Við ræddum saman inni í klefa og við notum kvöldið í að sleikja sárin. Við ætlum að vera tilbúin og við vitum að við erum að fara spila við besta liðið á Spáni sem er atvinnumannalið. Við þurfum alvöru frammistöðu og alvöru stuðning áhorfenda og ég vona að hinn almenni handboltaáhugamaður mæti og styðji við bakið á stelpunum,“ sagði Ágúst að lokum. Valur Olís-deild kvenna Mest lesið Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Fótbolti Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Handbolti Fékk fjóra bakka af eggjum fyrir að vera maður leiksins Fótbolti Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn Handbolti Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Íslenski boltinn Hvorki zombie-bit né tattú Fótbolti Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Körfubolti Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Körfubolti Glódís ekki með í landsleikjunum Fótbolti Brast ítrekað í grát og neitar öllum ásökunum um ofbeldi Sport Fleiri fréttir Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 92-63 | Keflvíkingar gáfu engin grið Haaland væntanlega úr leik í deildinni Brast ítrekað í grát og neitar öllum ásökunum um ofbeldi Í beinni: Haukar - Grindavík | Erfitt verkefni fyrir Grindvíkinga Saka klár í slaginn á ný McIlroy annar til að þéna hundrað milljónir á PGA-mótaröðinni Vildu sjá Kjartan Atla og Rúnar lenda í slag eins og í NBA Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Eldmóður í nýjum þjálfara: „Meira en spenntur“ Fékk fjóra bakka af eggjum fyrir að vera maður leiksins Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Valgerður ekki af baki dottin: „Ég ætla í stóru beltin“ Hvorki zombie-bit né tattú Pekka Salminen nýr landsliðsþjálfari Vel vopnaðir tökumenn: „Djöfull er þetta góður klútur“ Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Ekki þess virði að taka áhættu með Glódísi „Maður er pínu hræddur fyrir þeirra hönd“ Glódís ekki með í landsleikjunum Besta-spáin 2025: Að finna sér nýjan samastað í tilverunni Vill hópfjármögnun fyrir Antony Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Lýsa miklum áhuga Arsenal á manninum sem Man. Utd þráir Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Hafa engar áhyggjur af hugarfari Njarðvíkinga Dagskráin í dag: Úrslitakeppnin af stað Búinn að skora gegn öllum en bíður enn eftir titli Haaland yfirgaf völlinn á hækjum og í spelku Tryggvi með rifu í vöðva og verður frá næstu vikur Sjá meira
„Mér fannst Haukar betri á öllum sviðum og ég óska þeim til hamingju. Við vorum lélegar varnarlega og fengum ekki hraðaupphlaup. Við vorum að skjóta illa og þær voru að verja vel, “ sagði Ágúst í samtali við Vísi eftir leik og hélt áfram. „Við breyttum um vörn. Við vorum að fá mikið af tveggja mínútna brottvísunum sem mér fannst ódýrt og síðan vorum við í miklum vandræðum sóknarlega og vorum með slaka skotnýtingu.“ Aðspurður út í gula spjaldið sem Ágúst fékk í hálfleik sagðist hann ekki vita af hverju en í síðari hálfleik fékk Ágúst tveggja mínútna brottvísun og viðurkenndi að þar hafi hann farið yfir strikið. „Þú verður að spyrja dómarann að því. Ég skil það ekki og hann gat ekki svarað því af hverju hann var að gefa mér gult spjald.“ „Þetta var sárasaklaust og þetta var sérstakt en mér fannst dómararnir góðir í leiknum.“ Ágúst hafði ekki áhyggjur af því að þessi úrslit myndu trufla næsta leik Vals á laugardaginn sem er afar mikilvægur þar sem liðið spilar í Evrópukeppninni gegn Malaga á heimavelli. „Við ræddum saman inni í klefa og við notum kvöldið í að sleikja sárin. Við ætlum að vera tilbúin og við vitum að við erum að fara spila við besta liðið á Spáni sem er atvinnumannalið. Við þurfum alvöru frammistöðu og alvöru stuðning áhorfenda og ég vona að hinn almenni handboltaáhugamaður mæti og styðji við bakið á stelpunum,“ sagði Ágúst að lokum.
Valur Olís-deild kvenna Mest lesið Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Fótbolti Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Handbolti Fékk fjóra bakka af eggjum fyrir að vera maður leiksins Fótbolti Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn Handbolti Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Íslenski boltinn Hvorki zombie-bit né tattú Fótbolti Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Körfubolti Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Körfubolti Glódís ekki með í landsleikjunum Fótbolti Brast ítrekað í grát og neitar öllum ásökunum um ofbeldi Sport Fleiri fréttir Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 92-63 | Keflvíkingar gáfu engin grið Haaland væntanlega úr leik í deildinni Brast ítrekað í grát og neitar öllum ásökunum um ofbeldi Í beinni: Haukar - Grindavík | Erfitt verkefni fyrir Grindvíkinga Saka klár í slaginn á ný McIlroy annar til að þéna hundrað milljónir á PGA-mótaröðinni Vildu sjá Kjartan Atla og Rúnar lenda í slag eins og í NBA Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Eldmóður í nýjum þjálfara: „Meira en spenntur“ Fékk fjóra bakka af eggjum fyrir að vera maður leiksins Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Valgerður ekki af baki dottin: „Ég ætla í stóru beltin“ Hvorki zombie-bit né tattú Pekka Salminen nýr landsliðsþjálfari Vel vopnaðir tökumenn: „Djöfull er þetta góður klútur“ Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Ekki þess virði að taka áhættu með Glódísi „Maður er pínu hræddur fyrir þeirra hönd“ Glódís ekki með í landsleikjunum Besta-spáin 2025: Að finna sér nýjan samastað í tilverunni Vill hópfjármögnun fyrir Antony Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Lýsa miklum áhuga Arsenal á manninum sem Man. Utd þráir Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Hafa engar áhyggjur af hugarfari Njarðvíkinga Dagskráin í dag: Úrslitakeppnin af stað Búinn að skora gegn öllum en bíður enn eftir titli Haaland yfirgaf völlinn á hækjum og í spelku Tryggvi með rifu í vöðva og verður frá næstu vikur Sjá meira