Meðal þess sem hefur verið endurnýjað er baðherbergið en þar er nú svokölluð „walk in“ sturta fyrir tvo, líkt og sjá má á fasteignavef Vísis. Þar má sjá tvo sturtuhausar og því nóg pláss fyrir rómantíska sturtuferð á glæsilegu baðherbergi.
Í íbúðinni eru fjögur herbergi, þar af eitt svefnherbergi sem áður var tvö og auðvelt að breyta aftur. Gólfhiti er til staðar og þá er endurnýjuð gestasnyrting einnig á hæðinni. Uppsett verð eru 117,9 milljónir króna.
Sjá nánar á fasteignavef Vísis.









