Danmörk og Alsír eru í B-riðli ásamt Ítalíu og Túnis. Síðastnefndu tvö liðin mættust fyrr í dag og unnu Ítalir góðan sigur. Danir hirtu hins vegar toppsætið eftir ótrúlegan 25 marka sigur á Alsír, lokatölur 47-22.
Mathias Gidsel skoraði 10 mörk í liði Danmerkur, Emil Jakobsen skoraði 8 og Simon Pytlick skoraði 6 mörk. Í liði Alsír var Ayoub Abdi markahæstur með 6 mörk.
Í D-riðli vann Austurríki góðan sigur á Kúveit, lokatölur 37-26.