Freyr gaf KSÍ tveggja sólarhringa frest: „Ég stóð bara við mín orð“ Aron Guðmundsson skrifar 14. janúar 2025 14:53 Freyr Alexandersson náði að stýra Kortrijk í tæplega ár sem er nokkuð vel af sér vikið miðað við þjálfarasögu félagsins síðustu ár. Getty/Nico Vereecken Freyr Alexandersson, nýráðinn þjálfari Brann, gaf forráðamönnum KSÍ 48 klukkustundir eftir fund þeirra í síðustu viku til þess að gera upp við sig hvort þeir vildu bjóða honum starf landsliðsþjálfara íslenska karlalandsliðsins. Á sama tíma biðu forráðamenn Brann þolinmóðir og á endanum ákvað Freyr að halda til Noregs. Freyr hafði íhugað að taka sér hlé frá þjálfun fram á næsta sumar þegar að leiðir hans og Kortrijk skildu í síðasta mánuði en áhuginn á hans kröftum var mikill og áhugaverðir valkostir komu inn á borðið sem erfitt var að hundsa. Einn þeirra valkosta var hjá Brann en Freyr átti einnig fund með forráðamönnum KSÍ. „Þetta hefur verið langt ferli,“ segir Freyr í samtali við íþróttadeild en nánar verður rætt við hann í Sportpakkanum í kvöld að loknum kvöldfréttum Stöðvar 2. „Ég hætti hjá Kortrijk 17.desember og daginn eftir hafa forráðamenn Brann samband við mig. Ég man ekki alveg hvenær KSÍ hafði samband við mig en svo voru einnig önnur lið sem höfðu samband. Eitthvað sem ég átti ekkert alveg von á. Ég vildi að sjálfsögðu tala við þá sem höfðu áhuga og svo eftir áramót fókuseraði ég á Ísland og Brann. Svo kemur síðasta vika. Áður en ég ákveð að fara til Brann fer ég til Íslands og hitti loksins fólkið hjá KSÍ. Við áttum frábæran fund. Ég er með mjög skýra sýn á það hvernig eigi að gera hlutina með íslenska landsliðinu og hvernig ég hefði viljað taka það áfram. Forráðamenn Brann voru mjög þolinmóðir fram að þeim fundi af því að ég þurfti líka bara fjölskyldunnar minna vegna að gera það almennilega upp við mig hvað ég vildi.“ Ferlið með Brann hafi verið mjög langt og mjög ítarlegt. „Faglegt í alla staði og tók langan tíma en þeir biðu í nokkra daga og ég fundaði með KSÍ. En eftir þann fund var ég mjög heiðarlegur og sagði að ég hefði ekki tíma í að bíða lengur en í 48 klukkustundir eftir því að vera boðið starfið eða ekki svo ég gæti valið á milli ef ég vildi það. Ég stóð bara við mín orð. Gaf þeim möguleika á því en ákvað að velja síðan Brann á föstudagskvöldið síðastliðið.“ „Ég brenn fyrir íslenska landsliðið“ Ef þú hefðir haft val um annað hvort Brann eða íslenska landsliðið, hefðirðu valið íslenska landsliðið? „Ég er ekki viss um það. Ég get ekki sagt það fullum fótum. Þetta var bara 50/50 fyrir mig. Það vita það allir sem þekkja mig að ég brenn fyrir íslenska landsliðið og mun alltaf verða stuðningsmaður þess. En þetta starf hjá Brann er bara þess eðlis að ég var mjög spenntur fyrir því og var mjög heiðarlegur gagnvart stjórn KSÍ varðandi það. Ég er bara mjög ánægður með að hafa ákveðið að fara hingað.“ Hvernig skilurðu þá við þessar viðræður við KSÍ. Ertu sáttur við það hvernig þær fóru fram og hvernig ferlið var eða er eitthvað sem situr eftir? „Ég er alveg sáttur við það ferli, skil bara vel við það og er búinn að tala við Þorvald, form KSÍ og styð sambandið, íslenska landsliðið og verðandi landsliðsþjálfara fullum fetum.“ Landslið karla í fótbolta KSÍ Norski boltinn Fótbolti Íslendingar erlendis Mest lesið Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Íslenski boltinn Í beinni: Tindastóll - Álftanes | Rosalegt einvígi á Króknum Körfubolti Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Fótbolti Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Enski boltinn Leik lokið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Íslenski boltinn Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Enski boltinn „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn Valur og KR unnu Scania Cup Körfubolti Dagskráin í dag: Íslenskt góðgæti með erlendu kryddi Sport Fjörutíu mínútna hlé eftir að peningi var kastað í dómara Fótbolti Fleiri fréttir Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Í beinni: Þór/KA - Tindastóll | Slagurinn um Norðurland Í beinni: FHL - Valur | Fyrsti leikur í Fjarðabyggðarhöllinni Guðrún og Katla með stoðsendingar í Íslendingaslag Lewandowski frá næstu vikurnar og missir af stórleikjum Enn eitt jafnteflið hjá Lyngby Fimmtán ára bjargaði stigi fyrir Brøndby „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Fjörutíu mínútna hlé eftir að peningi var kastað í dómara Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Saka ekki alvarlega meiddur „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Valverde bjargaði vondri viku Evrópumeistararnir fóru hamförum Daníel Leó með mikilvægt sigurmark á meðan Kolbeinn skoraði í tapi „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ ÍA og Vestri mætast inni Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Hákon nær Meistaradeildinni en Mikael áfram í fallsæti Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt Sjá meira
Freyr hafði íhugað að taka sér hlé frá þjálfun fram á næsta sumar þegar að leiðir hans og Kortrijk skildu í síðasta mánuði en áhuginn á hans kröftum var mikill og áhugaverðir valkostir komu inn á borðið sem erfitt var að hundsa. Einn þeirra valkosta var hjá Brann en Freyr átti einnig fund með forráðamönnum KSÍ. „Þetta hefur verið langt ferli,“ segir Freyr í samtali við íþróttadeild en nánar verður rætt við hann í Sportpakkanum í kvöld að loknum kvöldfréttum Stöðvar 2. „Ég hætti hjá Kortrijk 17.desember og daginn eftir hafa forráðamenn Brann samband við mig. Ég man ekki alveg hvenær KSÍ hafði samband við mig en svo voru einnig önnur lið sem höfðu samband. Eitthvað sem ég átti ekkert alveg von á. Ég vildi að sjálfsögðu tala við þá sem höfðu áhuga og svo eftir áramót fókuseraði ég á Ísland og Brann. Svo kemur síðasta vika. Áður en ég ákveð að fara til Brann fer ég til Íslands og hitti loksins fólkið hjá KSÍ. Við áttum frábæran fund. Ég er með mjög skýra sýn á það hvernig eigi að gera hlutina með íslenska landsliðinu og hvernig ég hefði viljað taka það áfram. Forráðamenn Brann voru mjög þolinmóðir fram að þeim fundi af því að ég þurfti líka bara fjölskyldunnar minna vegna að gera það almennilega upp við mig hvað ég vildi.“ Ferlið með Brann hafi verið mjög langt og mjög ítarlegt. „Faglegt í alla staði og tók langan tíma en þeir biðu í nokkra daga og ég fundaði með KSÍ. En eftir þann fund var ég mjög heiðarlegur og sagði að ég hefði ekki tíma í að bíða lengur en í 48 klukkustundir eftir því að vera boðið starfið eða ekki svo ég gæti valið á milli ef ég vildi það. Ég stóð bara við mín orð. Gaf þeim möguleika á því en ákvað að velja síðan Brann á föstudagskvöldið síðastliðið.“ „Ég brenn fyrir íslenska landsliðið“ Ef þú hefðir haft val um annað hvort Brann eða íslenska landsliðið, hefðirðu valið íslenska landsliðið? „Ég er ekki viss um það. Ég get ekki sagt það fullum fótum. Þetta var bara 50/50 fyrir mig. Það vita það allir sem þekkja mig að ég brenn fyrir íslenska landsliðið og mun alltaf verða stuðningsmaður þess. En þetta starf hjá Brann er bara þess eðlis að ég var mjög spenntur fyrir því og var mjög heiðarlegur gagnvart stjórn KSÍ varðandi það. Ég er bara mjög ánægður með að hafa ákveðið að fara hingað.“ Hvernig skilurðu þá við þessar viðræður við KSÍ. Ertu sáttur við það hvernig þær fóru fram og hvernig ferlið var eða er eitthvað sem situr eftir? „Ég er alveg sáttur við það ferli, skil bara vel við það og er búinn að tala við Þorvald, form KSÍ og styð sambandið, íslenska landsliðið og verðandi landsliðsþjálfara fullum fetum.“
Landslið karla í fótbolta KSÍ Norski boltinn Fótbolti Íslendingar erlendis Mest lesið Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Íslenski boltinn Í beinni: Tindastóll - Álftanes | Rosalegt einvígi á Króknum Körfubolti Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Fótbolti Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Enski boltinn Leik lokið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Íslenski boltinn Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Enski boltinn „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn Valur og KR unnu Scania Cup Körfubolti Dagskráin í dag: Íslenskt góðgæti með erlendu kryddi Sport Fjörutíu mínútna hlé eftir að peningi var kastað í dómara Fótbolti Fleiri fréttir Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Í beinni: Þór/KA - Tindastóll | Slagurinn um Norðurland Í beinni: FHL - Valur | Fyrsti leikur í Fjarðabyggðarhöllinni Guðrún og Katla með stoðsendingar í Íslendingaslag Lewandowski frá næstu vikurnar og missir af stórleikjum Enn eitt jafnteflið hjá Lyngby Fimmtán ára bjargaði stigi fyrir Brøndby „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Fjörutíu mínútna hlé eftir að peningi var kastað í dómara Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Saka ekki alvarlega meiddur „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Valverde bjargaði vondri viku Evrópumeistararnir fóru hamförum Daníel Leó með mikilvægt sigurmark á meðan Kolbeinn skoraði í tapi „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ ÍA og Vestri mætast inni Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Hákon nær Meistaradeildinni en Mikael áfram í fallsæti Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt Sjá meira