Á vef Veðurstofunnar segir að hiti verði á bilinu fimm til tíu stig.
„Á morgun verður suðvestan hvassviðri og rigning eða skúrir, en lengst af þurrt á Norðausturlandi. Áfram milt í veðri.
Snýst í vestlæga átt á fimmtudag og kólnar, fyrst vestanlands. Snjókoma og vægt frost á vestanverðu landinu og rigning suðaustantil í fyrstu. Þurrt að kalla um landið norðaustanvert. Frost um mest allt land um kvöldið.
Á föstudag verður breytileg átt og bjart með köflum, en vaxandi austanátt og fer að snjóa sunnanlands seinnipartinn. Frost 0 til 8 stig, en herðir á frosti fyrir norðan um kvoldið,“ segir á vef Veðurstofunnar.
Veðurhorfur á landinu næstu daga
Á miðvikudag: Sunnan og suðvestan 13-20 m/s. Rigning eða skúrir, en yfirleitt þurrt um landið norðaustanvert. Hiti 3 til 8 stig.
Á fimmtudag: Vestlæg átt 5-13 á vestanverðu landinu og slydda eða snjókoma um tíma með hita um frostmark, en þurrt seinnipartinn og frystir. Suðlægari austantil, dálítil væta og hiti 3 til 8 stig, en kólnar einnig þar um kvöldið með dálítilli slyddu eða snjókomu.
Á föstudag: Breytileg átt 3-10, víða þurrt veður og frost 0 til 8 stig. Gengur í austan 8-15 um kvöldið með snjókomu eða slyddu og dregur úr frosti a sunnanverðu landinu.
Á laugardag: Austlæg átt og rigning eða dálítil rigning eða snjókoma. Frost 2 til 7 stig, en hiti 0 til 5 stig sunnanlands. Bætir í úrkomu suðvestantil um kvöldið.
Á sunnudag: Austlæg átt og rigning eða snjókoma með köflum. Hiti breytist lítið.
Á mánudag: Útlit fyrir austlæga átt. Snjókoma eða slydda með köflum norðanlands, en úrkomuminna sunnantil. Hiti víða nálægt frostmarki.