Orri Steinn kom inn í lokin í sigri á Gula kafbátnum Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 13. janúar 2025 19:31 Orri Steinn hóf leik kvöldsins á varamannabekknum. Ion Alcoba Beitia/Getty Images Orri Steinn Óskarsson kom inn af bekknum hjá Real Sociedad undir lok leiks þegar liðið vann góðan 1-0 sigur á Villareal, Gula kafbátnum, í La Liga - efstu deild karla í spænska fótboltanum. Eftir markalausan fyrri hálfleik kom Takefusa Kubo heimamönnum yfir snemma í síðari hálfleik með góðu skoti í stöng og inn eftir sendingu frá Mikel Oyarzabal. Reyndist það sigurmark leiksins. Orri Steinn hefur aðeins skorað tvö mörk í La Liga á leiktíðinni - bæði í 3-0 sigri á Valencia - eftir að vera keyptur til liðsins í blálok félagaskiptagluggans frá FC Kaupmannahöfn. Han kom inn af bekknum á 83. mínútu og hjálpaði Sociedad að sigla sigrinum heim. Orri Steinn og félagar eru nú með 28 stig í 7. sæti, aðeins tveimur minna en Villareal sem er í 5. sætinu. Spænski boltinn Fótbolti
Orri Steinn Óskarsson kom inn af bekknum hjá Real Sociedad undir lok leiks þegar liðið vann góðan 1-0 sigur á Villareal, Gula kafbátnum, í La Liga - efstu deild karla í spænska fótboltanum. Eftir markalausan fyrri hálfleik kom Takefusa Kubo heimamönnum yfir snemma í síðari hálfleik með góðu skoti í stöng og inn eftir sendingu frá Mikel Oyarzabal. Reyndist það sigurmark leiksins. Orri Steinn hefur aðeins skorað tvö mörk í La Liga á leiktíðinni - bæði í 3-0 sigri á Valencia - eftir að vera keyptur til liðsins í blálok félagaskiptagluggans frá FC Kaupmannahöfn. Han kom inn af bekknum á 83. mínútu og hjálpaði Sociedad að sigla sigrinum heim. Orri Steinn og félagar eru nú með 28 stig í 7. sæti, aðeins tveimur minna en Villareal sem er í 5. sætinu.
Rifjuðu upp þegar Gummi spurði strákana eftir tvær umferðir hvort KR gæti orðið meistari Íslenski boltinn
Rifjuðu upp þegar Gummi spurði strákana eftir tvær umferðir hvort KR gæti orðið meistari Íslenski boltinn