Þórir búinn að opna pakkann Sindri Sverrisson skrifar 13. janúar 2025 14:17 Þórir Hergeirsson fékk danskan „hoptimist“ að gjöf frá Jesper Jensen. Getty/Hoptimist Þórir Hergeirsson fékk óvænta gjöf frá Jesper Jensen, þáverandi landsliðsþjálfara Danmerkur, eftir síðasta leik sinn sem þjálfari norska kvennalandsliðsins í handbolta. Hann er núna búinn að opna pakkann. Það var ljóst fyrir EM í desember að mótið yrði það síðasta hjá Þóri með norska landsliðinu, og hann kvaddi með Evrópumeistaratitli eftir sigur gegn Danmörku í úrslitaleiknum. Eftir mót, eða í síðustu viku, kom svo reyndar í ljós að þetta var einnig kveðjustund hjá Jesper Jensen sem ákvað að hætta með danska liðið ári áður en samningur hans við danska sambandið átti að renna út. En á síðasta blaðamannafundi Þóris í starfi, á EM í desember, gaf Jensen honum gjöf og sagði: „Ég er ánægður með að vera hérna í síðasta leiknum þínum. Ég hefði gjarnan viljað vinna þig einu sinni, eða alla vega vinna þig einu sinni. Mér finnst þú mega vera stoltur eftir að hafa sett ný viðmið í handbolta kvenna. Þú átt mína dýpstu virðingu, af öllu mínu hjarta.“ Fékk hoppandi broskall Þórir tók við gjöfinni frá Jensen og hefur núna greint frá því hvað var í pakkanum, en þetta kemur fram á Nettavisen: „Það var danskur „hoptimist“ í pakkanum. Það var gaman að fá hann,“ sagði Þórir en „hoptimist“ er skemmtileg fígúra eða skrautmunur úr smiðju dansks hönnuðar, eins konar broskall með fjöðrun. Fígúran á að tákna mikla gleði og orku, en hvað les Þórir í þessa gjöf? „Ég veit það nú ekki en ég hef gaman af svona fígúrum. Þetta er kannski táknrænt. Ég hef átt mjög gott vinnusamband við Jesper. Hann hefur alltaf komið vel fram og er maður með góð gildi. Áreiðanlegur náungi,“ sagði Þórir við Nettavisen. Vill ekki taka við Danmörku núna Selfyssingurinn var að sjálfsögðu spurður út í starfið sem nú er laust hjá danska landsliðinu en hló þá létt: „Það er ekki í myndinni núna. En það er á hreinu að…“ byrjaði Þórir en stoppaði svo. „Það er ekki í myndinni að svo stöddu. Ég ætla mér að standa utan við þetta í smástund og velta hlutunum fyrir mér,“ sagði Þórir. En freistar ekki að taka við Danmörku? „Ekki akkúrat núna. Ég vil nota tímann í annað akkúrat núna og svo sjáum við hvað það endist,“ sagði Þórir. Handbolti Mest lesið Óheppin Arna fékk dæmt á sig víti gegn Man. Utd Fótbolti Ísak lofar að hlaupa mest: „Mjög gaman að sjá fólkið bakka okkur upp“ Fótbolti Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast Handbolti Birta Georgs: Skrítinn leikur og veðrið átti stóran þátt í því Fótbolti Anton og Jónas áfram fastagestir á EM Handbolti Vonsvikinn Nik: Þriðja og fjórða markið gætu skipt sköpum Fótbolti Donni öflugur og skildi heimamenn eftir í sárum Handbolti ÍBV og Valur ein á toppnum eftir háspennu í Breiðholti Handbolti Íslendingarnir frábærir og fögnuðu í Danmörku Handbolti Uppgjörið: Breiðablik - Spartak Subotica 4-0 | Langt komnar í nýju Evrópukeppnina Fótbolti Fleiri fréttir Anton og Jónas áfram fastagestir á EM Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast ÍBV og Valur ein á toppnum eftir háspennu í Breiðholti Donni öflugur og skildi heimamenn eftir í sárum Íslenska tríóið fagnaði frábærum sigri í toppslag Íslendingarnir frábærir og fögnuðu í Danmörku Allt upp á tíu hjá Elínu Klöru Varaforseti EHF handtekinn Vonast til að landsliðstreyjurnar fari í sölu á næstu vikum „Fjárhagsstaðan býður ekki upp á það að við leikum okkur með þann miðafjölda“ Lovísa Thompson kemur aftur inn í íslenska A-landsliðið Sjáðu svakalega vítakeppni þegar frændliðin börðust í bikarnum Aron Rafn hetja Hauka gegn Val og Fjölnir henti Stjörnunni úr leik Bikarmeistararnir sluppu með skrekkinn Unnu síðustu átján mínúturnar með tíu mörkum Laus úr útlegðinni og mættur heim Selfoss úr leik þrátt fyrir sigur Misjafnt gengi Íslendingaliðanna Valur áfram eftir góðan sigur KA áfram eftir þægilegan sigur í Eyjum Ómar Ingi frábær með Magdeburg í naumum sigri Haukar og Fram með mikilvæga sigra Tíu íslensk mörk í góðum sigri toppliðsins „Það var smá stress og drama“ Afturelding áfram með fullt hús stiga Markaflóð á Akureyri Viktor Gísli og félagar í Barcelona heimsmeistarar félagsliða Tíu íslensk mörk þegar Magdeburg tók bronsið Valur vann stigalausu Stjörnuna Sandra með stórleik í sigri gegn Selfossi Sjá meira
Það var ljóst fyrir EM í desember að mótið yrði það síðasta hjá Þóri með norska landsliðinu, og hann kvaddi með Evrópumeistaratitli eftir sigur gegn Danmörku í úrslitaleiknum. Eftir mót, eða í síðustu viku, kom svo reyndar í ljós að þetta var einnig kveðjustund hjá Jesper Jensen sem ákvað að hætta með danska liðið ári áður en samningur hans við danska sambandið átti að renna út. En á síðasta blaðamannafundi Þóris í starfi, á EM í desember, gaf Jensen honum gjöf og sagði: „Ég er ánægður með að vera hérna í síðasta leiknum þínum. Ég hefði gjarnan viljað vinna þig einu sinni, eða alla vega vinna þig einu sinni. Mér finnst þú mega vera stoltur eftir að hafa sett ný viðmið í handbolta kvenna. Þú átt mína dýpstu virðingu, af öllu mínu hjarta.“ Fékk hoppandi broskall Þórir tók við gjöfinni frá Jensen og hefur núna greint frá því hvað var í pakkanum, en þetta kemur fram á Nettavisen: „Það var danskur „hoptimist“ í pakkanum. Það var gaman að fá hann,“ sagði Þórir en „hoptimist“ er skemmtileg fígúra eða skrautmunur úr smiðju dansks hönnuðar, eins konar broskall með fjöðrun. Fígúran á að tákna mikla gleði og orku, en hvað les Þórir í þessa gjöf? „Ég veit það nú ekki en ég hef gaman af svona fígúrum. Þetta er kannski táknrænt. Ég hef átt mjög gott vinnusamband við Jesper. Hann hefur alltaf komið vel fram og er maður með góð gildi. Áreiðanlegur náungi,“ sagði Þórir við Nettavisen. Vill ekki taka við Danmörku núna Selfyssingurinn var að sjálfsögðu spurður út í starfið sem nú er laust hjá danska landsliðinu en hló þá létt: „Það er ekki í myndinni núna. En það er á hreinu að…“ byrjaði Þórir en stoppaði svo. „Það er ekki í myndinni að svo stöddu. Ég ætla mér að standa utan við þetta í smástund og velta hlutunum fyrir mér,“ sagði Þórir. En freistar ekki að taka við Danmörku? „Ekki akkúrat núna. Ég vil nota tímann í annað akkúrat núna og svo sjáum við hvað það endist,“ sagði Þórir.
Handbolti Mest lesið Óheppin Arna fékk dæmt á sig víti gegn Man. Utd Fótbolti Ísak lofar að hlaupa mest: „Mjög gaman að sjá fólkið bakka okkur upp“ Fótbolti Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast Handbolti Birta Georgs: Skrítinn leikur og veðrið átti stóran þátt í því Fótbolti Anton og Jónas áfram fastagestir á EM Handbolti Vonsvikinn Nik: Þriðja og fjórða markið gætu skipt sköpum Fótbolti Donni öflugur og skildi heimamenn eftir í sárum Handbolti ÍBV og Valur ein á toppnum eftir háspennu í Breiðholti Handbolti Íslendingarnir frábærir og fögnuðu í Danmörku Handbolti Uppgjörið: Breiðablik - Spartak Subotica 4-0 | Langt komnar í nýju Evrópukeppnina Fótbolti Fleiri fréttir Anton og Jónas áfram fastagestir á EM Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast ÍBV og Valur ein á toppnum eftir háspennu í Breiðholti Donni öflugur og skildi heimamenn eftir í sárum Íslenska tríóið fagnaði frábærum sigri í toppslag Íslendingarnir frábærir og fögnuðu í Danmörku Allt upp á tíu hjá Elínu Klöru Varaforseti EHF handtekinn Vonast til að landsliðstreyjurnar fari í sölu á næstu vikum „Fjárhagsstaðan býður ekki upp á það að við leikum okkur með þann miðafjölda“ Lovísa Thompson kemur aftur inn í íslenska A-landsliðið Sjáðu svakalega vítakeppni þegar frændliðin börðust í bikarnum Aron Rafn hetja Hauka gegn Val og Fjölnir henti Stjörnunni úr leik Bikarmeistararnir sluppu með skrekkinn Unnu síðustu átján mínúturnar með tíu mörkum Laus úr útlegðinni og mættur heim Selfoss úr leik þrátt fyrir sigur Misjafnt gengi Íslendingaliðanna Valur áfram eftir góðan sigur KA áfram eftir þægilegan sigur í Eyjum Ómar Ingi frábær með Magdeburg í naumum sigri Haukar og Fram með mikilvæga sigra Tíu íslensk mörk í góðum sigri toppliðsins „Það var smá stress og drama“ Afturelding áfram með fullt hús stiga Markaflóð á Akureyri Viktor Gísli og félagar í Barcelona heimsmeistarar félagsliða Tíu íslensk mörk þegar Magdeburg tók bronsið Valur vann stigalausu Stjörnuna Sandra með stórleik í sigri gegn Selfossi Sjá meira