„Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 13. janúar 2025 11:59 Af þeim fuglum sem hafa greinst með fuglainflúensuna H5N5 á höfuðborgarsvæðinu er í flestum tilfellum um að ræða gæsir. Þessa mynd tók Gunnar Þór Hallgrímsson prófessor í Vatnsmýrinni um helgina. Gunnar Þór Hallgrímsson Fjöldi tilkynninga hefur borist vegna veikra og dauðra fugla sökum fuglaflensu um helgina. Um skæðan faraldur virðist vera að ræða að mati deildarstjóra hjá dýraþjónustu Reykjavíkur sem sinnir veikum dýrum, tekur sýni og hirðir hræ sem fundist hafa á höfuðborgarsvæðinu. Samkvæmt upplýsingum frá Matvælastofnun barst nokkur fjöldi tilkynninga um dauða og veika fugla um helgina, sem hugsanlega má rekja til fuglainflúensu, H5N5, sem geisað hefur að undanförnu. Verið er að vinna úr tilkynningunum en flensan hefur greinst í fugli á nokkrum stöðum um landið, auk þess sem minnst tveir heimiliskettir drepist úr flensunni. Þorkell Heiðarsson, deildarstjóri Dýraþjónustu Reykjavíkur, segir ljóst að um skæðan faraldur sé að ræða. „Ég man ekki eftir álíka faraldri og við erum að sjá þetta mjög víða. Þetta er mikill fjöldi, það kom nú fram í fjölmiðlum í gær að það hafi fundist 19 fuglar inn í Vatnsmýri og okkar fólk náði í alla veganna tíu fugla í gær, þeir sem voru á vakt í gær,“ segir Þorkell. Dýraþjónustan hefur síðan í október verið í samstarfi við MAST og önnur sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu og vinnur að því að sækja hræ og veika fugla víða um borgina og taka sýni sem send eru til greiningar að Keldum. Veðurfar kunni að spila inn í „Við höfum tekið úr tugum fugla hérna á höfuðborgarsvæðinu og það var lítið að greinast fyrr en núna, sérstaklega milli jóla og nýárs, hefur þetta alveg sprungið út og það er greinilega mikil flensa í gangi og mikið af jákvæðum sýnum,“ segir Þorkell en bendir þó á að veðurfar undanfarinna daga kunni að einhverju leyti að skýra fjölgun hræja sem fundist hafa. „Það ber að hafa það í huga að það eru miklar leysingar núna, þannig það getur verið að eitthvað af þessum fuglum hafi hreinlega verið grafnir undir fönn og hafi komið í ljós í leysingunum síðustu daga og núna um helgina og það sé hluti af skýringunni, þannig ég ætla ekki að útiloka það,“ segir Þorkell. Þorkell Heiðarsson er deildarstjóri dýraþjónustu Reykjavíkur.Vísir/Arnar Grágæsin drepst í hrönnum Af þeim fuglum sem hafa greinst með H5N5 er í flestum tilfellum um að ræða gæsir. „Það virðist vera að grágæsir og álftir séu sérstaklega mikið að fara illa út úr þessu og eru að drepast í hrönnum,“ segir Þorkell. „Þær sýna einkenni, oft fara að slaga út við göngu og eru slappar og leggjast svo bara niður. Ofan á þetta hefur bæst svo mikil kuldatíð sem hefur verið að undanförnu.“ Fuglar sem á annað borð hafi veikst eigi litla von um bata. „Þeir fuglar sem hafa verið veikir yfirleitt drepast mjög hratt og fljótt,“ segir Þorkell sem minnir á að alls ekki sé ráðlagt að snerta eða handfjatla dauða eða veika fugla, heldur skuli tilkynna um slíkt til MAST eða dýraþjónustu. „Það sem að við kannski leggjum áhersu á er að fólk hérna í höfuðborginni að minnsta kosti, og almennt, að fólk sé ekki að handfjatla fugla mikið og bara alls ekki helst og ekki heldur veika fugla og hafa bara samband við dýraþjónustuna. Við erum á vaktinni og erum að sækja bæði hræ og veika fugla og þar erum við að huga að sóttvörnum mikið.“ Fuglar Dýraheilbrigði Dýr Reykjavík Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Fleiri fréttir Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Sjá meira
Samkvæmt upplýsingum frá Matvælastofnun barst nokkur fjöldi tilkynninga um dauða og veika fugla um helgina, sem hugsanlega má rekja til fuglainflúensu, H5N5, sem geisað hefur að undanförnu. Verið er að vinna úr tilkynningunum en flensan hefur greinst í fugli á nokkrum stöðum um landið, auk þess sem minnst tveir heimiliskettir drepist úr flensunni. Þorkell Heiðarsson, deildarstjóri Dýraþjónustu Reykjavíkur, segir ljóst að um skæðan faraldur sé að ræða. „Ég man ekki eftir álíka faraldri og við erum að sjá þetta mjög víða. Þetta er mikill fjöldi, það kom nú fram í fjölmiðlum í gær að það hafi fundist 19 fuglar inn í Vatnsmýri og okkar fólk náði í alla veganna tíu fugla í gær, þeir sem voru á vakt í gær,“ segir Þorkell. Dýraþjónustan hefur síðan í október verið í samstarfi við MAST og önnur sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu og vinnur að því að sækja hræ og veika fugla víða um borgina og taka sýni sem send eru til greiningar að Keldum. Veðurfar kunni að spila inn í „Við höfum tekið úr tugum fugla hérna á höfuðborgarsvæðinu og það var lítið að greinast fyrr en núna, sérstaklega milli jóla og nýárs, hefur þetta alveg sprungið út og það er greinilega mikil flensa í gangi og mikið af jákvæðum sýnum,“ segir Þorkell en bendir þó á að veðurfar undanfarinna daga kunni að einhverju leyti að skýra fjölgun hræja sem fundist hafa. „Það ber að hafa það í huga að það eru miklar leysingar núna, þannig það getur verið að eitthvað af þessum fuglum hafi hreinlega verið grafnir undir fönn og hafi komið í ljós í leysingunum síðustu daga og núna um helgina og það sé hluti af skýringunni, þannig ég ætla ekki að útiloka það,“ segir Þorkell. Þorkell Heiðarsson er deildarstjóri dýraþjónustu Reykjavíkur.Vísir/Arnar Grágæsin drepst í hrönnum Af þeim fuglum sem hafa greinst með H5N5 er í flestum tilfellum um að ræða gæsir. „Það virðist vera að grágæsir og álftir séu sérstaklega mikið að fara illa út úr þessu og eru að drepast í hrönnum,“ segir Þorkell. „Þær sýna einkenni, oft fara að slaga út við göngu og eru slappar og leggjast svo bara niður. Ofan á þetta hefur bæst svo mikil kuldatíð sem hefur verið að undanförnu.“ Fuglar sem á annað borð hafi veikst eigi litla von um bata. „Þeir fuglar sem hafa verið veikir yfirleitt drepast mjög hratt og fljótt,“ segir Þorkell sem minnir á að alls ekki sé ráðlagt að snerta eða handfjatla dauða eða veika fugla, heldur skuli tilkynna um slíkt til MAST eða dýraþjónustu. „Það sem að við kannski leggjum áhersu á er að fólk hérna í höfuðborginni að minnsta kosti, og almennt, að fólk sé ekki að handfjatla fugla mikið og bara alls ekki helst og ekki heldur veika fugla og hafa bara samband við dýraþjónustuna. Við erum á vaktinni og erum að sækja bæði hræ og veika fugla og þar erum við að huga að sóttvörnum mikið.“
Fuglar Dýraheilbrigði Dýr Reykjavík Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Fleiri fréttir Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Sjá meira