Enski boltinn

Littler hunsaði Beckham ó­vart

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Luke Littler og David Beckham er ágætlega til vina.
Luke Littler og David Beckham er ágætlega til vina. vísir/getty

Heimsmeistarinn í pílukasti, ungstirnið Luke Littler, hunsaði óvart sjálfan David Beckham á meðan HM stóð.

Hinn sautján ára Littler varð heimsmeistari í pílukasti í byrjun árs eftir að hafa unnið Michael van Gerwen í úrslitaleik, 7-3. Hann vakti fyrst athygli á HM 2014 þegar hann komst í úrslit HM, þá aðeins sextán ára.

Eftir að Littler skaust upp á stjörnuhimininn hefur hann kynnst fjölmörgum heimsþekktum einstaklingum, meðal annars núverandi og fyrrverandi leikmönnum Manchester United, liðsins sem hann styður. Meðal þeirra er sjálfur Beckham. Littler hunsaði hann samt óvart fyrst þegar hann hafði samband við hann.

„Þetta var á meðan HM stóð en ég sá þetta ekki í skilaboðunum. Ég fylgi honum á samfélagsmiðlum en ég sá þetta ekki,“ sagði Littler.

„Systir mín skoðaði allt til að sjá hvort einhver hefði sett sig í samband á meðan HM var í gangi og hún fann það.“

Beckham var þó greinilega ekki móðgaður því hann sendi Littler aftur skilaboð eftir að hann varð heimsmeistari.

„Einu sinni rauður, alltaf rauður,“ skrifaði í Beckham í skilaboðum til Littlers og vísaði til stuðnings þeirra við Rauðu djöflana.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×