Elfa Ýr Gylfadóttir framkvæmdastjóri Fjölmiðlanefndar og Björn Leví Gunnrasson fyrrv. alþingismaður ræða við Kristján Kristjánsson um samfélagsmiðla og áhrif milljarðamæringa á umræðuna, áhrif sem vaxa með hverju ári og sumum þykir stafa ógn af.
Þá munu Albert Jónsson og Pia Hansson ræða áhuga Trumps á Grænlandi, áhrif valdatöku hans á Norðurslóðir og utanríkisstefnu Íslendinga í bráð og lengd. Blasir við nýtt kalt stríð með tilheyrandi uppbyggingu á hernaðarmætti stórvelda?
Fylgjast má með Sprengisandi í mynd á Stöð 2 Vísi á myndlyklum og í spilaranum fyrir neðan.
Diljá Mist Einarsdóttir og Sigurður Már Jónsson ræða brotthvarf Bjarna Benediktssonar úr stóli formanns Sjálfstæðisflokksins og stöðuna á hægri væng íslenskra stjórnmála í tengslum við þessi tíðindi.
Loks kemur Ragnhildur Geirsdóttir, forstjóri Reiknistofu bankanna, ræðir öryggismál fjármálakerfisins á tímum vaxandi átaka, einkum þau sem varða samband við útlönd, greiðslukerfi og millifærslur sem eru hluti af daglegu lífi.