Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Magnús Jochum Pálsson skrifar 12. janúar 2025 07:55 Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra telur mannúðlega velferðarstjórn móteitrið við öfgahægristefnu og segist ætla að stjórna réttu megin við núllið. Vísir/Vilhelm Kristrún Frostadóttir, forsætisráðherra og formaður Samfylkingarinnar, var í viðtali hjá The Observer á vef Guardian. Þar ræðir hún um mótun nýrrar ríkisstjórnar, móteitrið við öfgahægristefnu og nýja leið til að stjórna. Blaðamaðurinn Miranda Bryant tók viðtalið við Kristrúnu í forsætisráðherrabústaðnum á Þingvöllum og byrjar greinina á að greina frá áhrifunum sem kjör Vigdísar Finnbogadóttur hafði og hvernig nú í fyrsta sinn að forseti landsins og forsætisráðherra eru báðir konur. Kristrún segir í viðtalinu að það hafi ekki verið ætlun sín að mynda ríkisstjórn sem væri leidd af þremur konum. Það hafi verið tilviljun að flokkunum væri stjórnað af konum. „En ég held að það sé ákveðin dýnamík sem þú færð þegar þú ert með þrjár konur saman. Við erum líka með þrjár konur á ólíkum stigum ævi sinnar,“ segir Kristrún um sig, Ingu og Þorgerði. Þó þær hafi allar ólíkan bakgrunn segir Kristrún að allar þrjár séu framsæknar með áherslu á velferð. Ný tegund ríkisstjórnar Hún segist jafnvel vilja sýna nýja leið til að stunda stjórnmál og það skipti máli að ríkisstjórnin geti sýnt að hún geti stjórnað á annan hátt. „Þetta er ný tegund af stjórn, bæði hvað varðar pólitískar áherslur og hvað varðar kyn,“ segir Kristrún. Þá er Kristrún spurð út í hagræðingartillögurnar sem ríkisstjórnin hefur óskað eftir frá almenningi landsins. Hún segir ríkisstjórnina einblína á efnahagsmál. „Það er stórt forgangsmál fyrir mig að sýna að þú getur verið velferðarmiðaða félagshyggjustjórn sem geti samt haldið ríkissjóði réttu megin við núllið,“ segir hún. Hún segir samskipti innan ríkisstjórnarinnar einnig stórt forgangsmál og minnist á hvernig átök milli stjórnarflokkanna leiddu til falls síðustu ríkisstjórnar. Þjóðin vilji ríkisstjórn sem gangi í takt. Móteitrið við öfgahægrinu Á meðan stór hluti Evrópu og Bandaríkjanna færi sig til hægri segir Kristrún að ríkisstjórn sín verði vinstri-miðju-stjórn. Hún hafi lagt mikla áherslu á að fara aftur í kjarna jafnaðarstefnunnar og reynt að ná til venjulegs fólks frekar en elítunnar með því að leggja áherslu á húsnæði, velferð og atvinnumál. Hún telur blöndu ríkisstjórnarinnar af framfarasinnuðum stjórnmálum og velferð vera réttu leiðina til að berjast við öfgahægrið. „Ég held að það sé móteitrið við öfgahægristefnu. Velferðarsinnaðir miðju-hægri- og miðju-vinstriflokkar, hvar sem þú vilt staðsetja þessa ríkisstjórn, færa stjórnmálin aftur á mannúðlegt stig,“ segir hún. Frekar en að dæma fólk segist Kristrún vilja hlusta. Til að færast frá öfgum í stjórnmálum þurfi þau að verða mannúðlegri og horfa minna til elítunnar. „Það er fólksins að segja“ Kristrún fjallar einnig um ferðamennsku á Íslandi og segir stefnu ríkisstjórnarinnar horfa á gæði fram yfir magn í þeim málum. „Það er viðkvæmt mál hvernig þú umgengst náttúruna hérna. Ef það eru margir að koma til landsins og þú ert ekki með fjármuni fyrir innviði til að byggja upp sterkan ferðamannabransa þá lendirðu í vandræðum. Það er líka öryggisatriði. Svo þetta er eitthvað sem við viljum breyta,“ segir hún. Ríkisstjórnin hafi lofað að halda þjóðaratkvæðagreiðslu árið 2027 um hvort eigi að fara aftur í samningaviðræður við Evrópusambandið. „Það eru ólíkar skoðanir innan ríkisstjórnarinnar um það hvort þessi þjóðaratkvæðagreiðsla ætti að enda með já-i eða nei-i en það er ekki okkar að segja, ekki satt? Það er fólksins að segja, það er skoðun fólksins. Þetta er mikilvægt skref fram á við,“ segir hún. Fjölmiðlar Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Samfylkingin Viðreisn Flokkur fólksins Mest lesið Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Innlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent „Það verður boðið fram í nafni VG“ Innlent Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Innlent Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Erlent Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Fleiri fréttir Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Sjá meira
Blaðamaðurinn Miranda Bryant tók viðtalið við Kristrúnu í forsætisráðherrabústaðnum á Þingvöllum og byrjar greinina á að greina frá áhrifunum sem kjör Vigdísar Finnbogadóttur hafði og hvernig nú í fyrsta sinn að forseti landsins og forsætisráðherra eru báðir konur. Kristrún segir í viðtalinu að það hafi ekki verið ætlun sín að mynda ríkisstjórn sem væri leidd af þremur konum. Það hafi verið tilviljun að flokkunum væri stjórnað af konum. „En ég held að það sé ákveðin dýnamík sem þú færð þegar þú ert með þrjár konur saman. Við erum líka með þrjár konur á ólíkum stigum ævi sinnar,“ segir Kristrún um sig, Ingu og Þorgerði. Þó þær hafi allar ólíkan bakgrunn segir Kristrún að allar þrjár séu framsæknar með áherslu á velferð. Ný tegund ríkisstjórnar Hún segist jafnvel vilja sýna nýja leið til að stunda stjórnmál og það skipti máli að ríkisstjórnin geti sýnt að hún geti stjórnað á annan hátt. „Þetta er ný tegund af stjórn, bæði hvað varðar pólitískar áherslur og hvað varðar kyn,“ segir Kristrún. Þá er Kristrún spurð út í hagræðingartillögurnar sem ríkisstjórnin hefur óskað eftir frá almenningi landsins. Hún segir ríkisstjórnina einblína á efnahagsmál. „Það er stórt forgangsmál fyrir mig að sýna að þú getur verið velferðarmiðaða félagshyggjustjórn sem geti samt haldið ríkissjóði réttu megin við núllið,“ segir hún. Hún segir samskipti innan ríkisstjórnarinnar einnig stórt forgangsmál og minnist á hvernig átök milli stjórnarflokkanna leiddu til falls síðustu ríkisstjórnar. Þjóðin vilji ríkisstjórn sem gangi í takt. Móteitrið við öfgahægrinu Á meðan stór hluti Evrópu og Bandaríkjanna færi sig til hægri segir Kristrún að ríkisstjórn sín verði vinstri-miðju-stjórn. Hún hafi lagt mikla áherslu á að fara aftur í kjarna jafnaðarstefnunnar og reynt að ná til venjulegs fólks frekar en elítunnar með því að leggja áherslu á húsnæði, velferð og atvinnumál. Hún telur blöndu ríkisstjórnarinnar af framfarasinnuðum stjórnmálum og velferð vera réttu leiðina til að berjast við öfgahægrið. „Ég held að það sé móteitrið við öfgahægristefnu. Velferðarsinnaðir miðju-hægri- og miðju-vinstriflokkar, hvar sem þú vilt staðsetja þessa ríkisstjórn, færa stjórnmálin aftur á mannúðlegt stig,“ segir hún. Frekar en að dæma fólk segist Kristrún vilja hlusta. Til að færast frá öfgum í stjórnmálum þurfi þau að verða mannúðlegri og horfa minna til elítunnar. „Það er fólksins að segja“ Kristrún fjallar einnig um ferðamennsku á Íslandi og segir stefnu ríkisstjórnarinnar horfa á gæði fram yfir magn í þeim málum. „Það er viðkvæmt mál hvernig þú umgengst náttúruna hérna. Ef það eru margir að koma til landsins og þú ert ekki með fjármuni fyrir innviði til að byggja upp sterkan ferðamannabransa þá lendirðu í vandræðum. Það er líka öryggisatriði. Svo þetta er eitthvað sem við viljum breyta,“ segir hún. Ríkisstjórnin hafi lofað að halda þjóðaratkvæðagreiðslu árið 2027 um hvort eigi að fara aftur í samningaviðræður við Evrópusambandið. „Það eru ólíkar skoðanir innan ríkisstjórnarinnar um það hvort þessi þjóðaratkvæðagreiðsla ætti að enda með já-i eða nei-i en það er ekki okkar að segja, ekki satt? Það er fólksins að segja, það er skoðun fólksins. Þetta er mikilvægt skref fram á við,“ segir hún.
Fjölmiðlar Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Samfylkingin Viðreisn Flokkur fólksins Mest lesið Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Innlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent „Það verður boðið fram í nafni VG“ Innlent Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Innlent Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Erlent Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Fleiri fréttir Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Sjá meira