Enski boltinn

Sjáðu glæsi­mark Alexander-Arnold og fyrsta mark Chiesa fyrir Liverpool

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Trent Alexander-Arnold var kátur í dag enda skoraði hann frábær mark.
Trent Alexander-Arnold var kátur í dag enda skoraði hann frábær mark. Getty/Liverpool FC/

Liverpool er komið áfram í fjórðu umferð enska bikarsins eftir 4-0 sigur á D-deildarliði Accrington Stanley á Anfield í dag.

Liverpool þurfti að bíða í hálftíma eftir fyrsta markinu en glæsilegt mark Trent Alexander-Arnold rétt fyrir hálfleik fór langleiðina með að tryggja sigurinn.

Alexander-Arnold var með fyrirliðabandið í dag og skoraði þarna með frábæru skoti fyrir utan teig. Hann hafði líka átti mikinn þátt í fyrsta markinu.

Varamennirnir Jayden Danns og Federico Chiesa innsigluðu sigurinn með tveimur mörkum í lokin.

Þetta var fyrsta mark Chiesa fyrir Liverpool en hann var búinn að koma sér í nokkur færi áður en hann skoraði á lokamínútunni.

Hér fyrir neðan má sjá öll mörkin úr leiknum.

Klippa: Mörk Liverpool í bikarsigri á Accrington Stanley



Fleiri fréttir

Sjá meira


×