Fótbolti

Hilmir Rafn gerði fjögurra ára samning við norsku Víkingana

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Hilmir Rafn Mikaelsson er tvítugur framherji sem ætlar sér stóra hluti með Viking.
Hilmir Rafn Mikaelsson er tvítugur framherji sem ætlar sér stóra hluti með Viking. @viking_fk

Íslenski framherjinn Hilmir Rafn Mikaelsson hefur gengið frá nýjum samning við norska úrvalsdeildarfélagið Viking.

Viking staðfesti samning Hilmars á miðlum sínum í dag. Samningurinn nær út 2028 tímabilið.

Víking fær Hilmir Rafn frá ítalska félaginu Venizia en hann var á láni hjá Kristiansund á síðasta tímabili.

Hilmar skrifaði árið 2022 undir samning við ítalska félagið. Ítalirnir fundu ekki pláss fyrir hann, lánuðu hann til Tromsö og svo til Kristiansund 2024.

Hann spilaði einmitt með Kristiansund á móti Viking. Hilmir skoraði þrjú mörk í 27 leikjum í norsku úrvalsdeildinni síðasta sumar.

„Það er gott að vera ungur leikmaður í Viking því ég hef séð mörg dæmi um það á síðustu árum. Ég man eftir því að Viking var með mjög líkamlega sterka leikmenn og ég vona að ég passi þar vel inn þar með mína líkamsuppbyggingu og mína hæfileika,“ sagði Hilmir Rafn Mikaelsson á miðlum Viking.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×