Stóru eldarnir hafa áhrif á úrslitakeppni NFL Valur Páll Eiríksson skrifar 10. janúar 2025 11:32 Ástandið er grafalvarlegt í Kaliforníu vegna eldanna. Tiffany Rose/Getty Images Úrslitakeppnin í NFL-deildinni í amerískum fótbolta hefst á morgun. Eldarnir sem geisa í Kaliforní hafa sín áhrif á leik Los Angeles Rams. LA Rams leika síðasta leikinn í umspilsumferðinni sem fram fer um helgina. Þeir mæta Minnesota Vikings, en sá leikur átti að fara fram á SoFi-vellinum í Inglewood suðvestur af Los Angeles. Tekin hefur verið ákvörðun um að færa þann leik, í samráði við opinbera aðila, félögin sem við eiga og leikmannasamtök. Hann fer því fram á heimavelli Arizona Cardinals, State Farm-vellinum í Glendale, en Cardinals komust ekki í úrslitakeppnina. Los Angeles Chargers, hitt NFL-liðið í borginni, á útileik við Houston Texans í úrslitakeppninni um helgina. Allir sex leikir helgarinnar verða í beinni á Stöð 2 Sport 2. Eldarnir sem geisa í Kaliforníu hafa dregið tíu manns til dauða og neytt hundruði þúsunda íbúa af heimilum sínum. Tugir þúsunda híbýla hafa orðið eldinum að bráð. Í gærkvöld var leik Los Angeles Lakers við Charlotte Hornets frestað, en þau lið áttu að mætast í Crypto.com-höllinni í miðbæ Los Angeles. JJ Redick, þjálfari Lakers, er á meðal þeirra sem glataði húsi sínu til eldanna. Söguleg tilfærsla Þetta er aðeins í annað sinn sem leikur er færður í sögu NFL-deildinnar. Fyrra skiptið var fyrir 89 árum síðan. Árið 1936 var leikur Boston Redskins og Green Bay Packers fluttur frá Boston til New York. Eigandi Boston-liðs þess tíma, George Preston Marshall, færði þann leik. Það var við heldur óalvarlegri aðstæður, þar sem honum þótti fólk í Boston ekki styðja liðið nægilega. Ekki gekk betur í New York þó, þar sem Redskins töpuðu leiknum 21-6. Þetta lagði þó grunninn að því að Marshall flutti Redskins-liðið búferlum til heimaborgar sinnar, Washington D.C. Þar hafa Redskins verið síðan, en nafninu þó verið breytt í Washington Commanders. Commanders-liðið mætir Tampa Bay Buccaneers aðfaranótt mánudags. Leikir helgarinnar í NFL-deildinni Laugardagur 11. janúar 21:30 Houston Texans - Los Angeles Chargers (Stöð 2 Sport 2) 01:00 Baltimore Ravens - Pittsburgh Steelers (Stöð 2 Sport 2) Sunnudagur 12. janúar 18:00 Buffalo Bills - Denver Broncos (Stöð 2 Sport 2) 21:30 Philadelphia Eagles - Green Bay Packers (Stöð 2 Sport 2) 01:00 Tampa Bay Buccaneers - Washington Commanders (Stöð 2 Sport 2) Mánudagur 13. janúar 01:00 Los Angeles Rams - Minnesota Vikings (Stöð 2 Sport 2) Þriðjudagur 14. janúar 20:00 Lokasóknin (Stöð 2 Sport 2) NFL Gróðureldar Gróðureldar í Kaliforníu Bandaríkin Tengdar fréttir Stóru eldarnir enn hömlulausir Tíu eru látnir í gróðureldunum í Los Angeles í Kaliforníu í Bandaríkjunum og óttast að um 10 þúsund byggingar séu ónýtar. Eldarnir hafa farið yfir að minnsta kosti 140 ferkílómetra. 10. janúar 2025 06:39 Stjórnlausum eldum fjölgar í LA Mikil óreiða ríkir í úthverfum Los Angeles í Bandaríkjunum vegna stjórnlausra gróðurelda. Að minnsta kosti fjórir eldar loga á svæðinu og dreifist hratt úr þeim vegna þurrka og sterkra vinda. Slökkviliðsmenn ráða ekkert við ástandið. 8. janúar 2025 15:50 Mest lesið Féll á lyfjaprófi á HM íslenska hestsins og missir silfur: „Eins og ég sé glæpamaður“ Sport KR - Stjarnan | Titilvörnin hefst í Vesturbæ Körfubolti Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Enski boltinn „Þetta svíður mig mjög sárt“ Fótbolti Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Íslenski boltinn Benedikt gefur Stjörnunni ráð: Alls ekki hringja í eldri bróðurinn Körfubolti Lausanne - Breiðablik 3-0 | Enn stigalausir á stóra sviðinu Fótbolti Drónabannið í Danmörku skapar vandamál fyrir fótboltafélögin Fótbolti FIFA: Donald Trump ræður engu um það Fótbolti Hákon Arnar skoraði sigurmarkið en Özer stal fyrirsögninni Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Álftanes - Ármann 121-69 | Löng bið gestanna ekki þess virði Afturelding áfram með fullt hús stiga Elías Rafn stóð vaktina í sigri Midtjylland á Nottingham Forest Markaflóð á Akureyri Palace neitar að tapa „Örugglega enginn sem nennir að hlusta á það“ Viktor Gísli og félagar í Barcelona heimsmeistarar félagsliða Lausanne - Breiðablik 3-0 | Enn stigalausir á stóra sviðinu Sævar Atli neitar að fara úr markaskónum Hákon Arnar skoraði sigurmarkið en Özer stal fyrirsögninni Keflavík - ÍR | Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? ÍA - Þór Þ. | Loksins aftur leikið á Akranesi í efstu deild KR - Stjarnan | Titilvörnin hefst í Vesturbæ Gömlu United-mennirnir blómstruðu í Meistaradeildinni Hófí Dóra vann Suður-Ameríkubikarinn Tíu íslensk mörk þegar Magdeburg tók bronsið Ekkert þriggja stiga skot þegar Ármann spilaði síðast í efstu deild Fannst Þórsarar og Lárus þurfa frí frá hvor öðrum Benedikt gefur Stjörnunni ráð: Alls ekki hringja í eldri bróðurinn Gullboltahafinn ekki til Íslands Íranar mega ekki mæta á HM-dráttinn Þorsteinn fær annan aðstoðarmann frá Þrótti „Vorum eiginlega búnar að reka hana í hálfleik“ Pirraður yfir marki undir vegg: „Hann leggst bara í einhverja fósturstellingu“ Drónabannið í Danmörku skapar vandamál fyrir fótboltafélögin „Í DNA okkar Sunderland-manna að þola þennan mann ekki“ Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? Stjörnuþjálfari dæmdur í bann „Eins og það sé ekkert sem hann hræðist“ FIFA: Donald Trump ræður engu um það Sjá meira
LA Rams leika síðasta leikinn í umspilsumferðinni sem fram fer um helgina. Þeir mæta Minnesota Vikings, en sá leikur átti að fara fram á SoFi-vellinum í Inglewood suðvestur af Los Angeles. Tekin hefur verið ákvörðun um að færa þann leik, í samráði við opinbera aðila, félögin sem við eiga og leikmannasamtök. Hann fer því fram á heimavelli Arizona Cardinals, State Farm-vellinum í Glendale, en Cardinals komust ekki í úrslitakeppnina. Los Angeles Chargers, hitt NFL-liðið í borginni, á útileik við Houston Texans í úrslitakeppninni um helgina. Allir sex leikir helgarinnar verða í beinni á Stöð 2 Sport 2. Eldarnir sem geisa í Kaliforníu hafa dregið tíu manns til dauða og neytt hundruði þúsunda íbúa af heimilum sínum. Tugir þúsunda híbýla hafa orðið eldinum að bráð. Í gærkvöld var leik Los Angeles Lakers við Charlotte Hornets frestað, en þau lið áttu að mætast í Crypto.com-höllinni í miðbæ Los Angeles. JJ Redick, þjálfari Lakers, er á meðal þeirra sem glataði húsi sínu til eldanna. Söguleg tilfærsla Þetta er aðeins í annað sinn sem leikur er færður í sögu NFL-deildinnar. Fyrra skiptið var fyrir 89 árum síðan. Árið 1936 var leikur Boston Redskins og Green Bay Packers fluttur frá Boston til New York. Eigandi Boston-liðs þess tíma, George Preston Marshall, færði þann leik. Það var við heldur óalvarlegri aðstæður, þar sem honum þótti fólk í Boston ekki styðja liðið nægilega. Ekki gekk betur í New York þó, þar sem Redskins töpuðu leiknum 21-6. Þetta lagði þó grunninn að því að Marshall flutti Redskins-liðið búferlum til heimaborgar sinnar, Washington D.C. Þar hafa Redskins verið síðan, en nafninu þó verið breytt í Washington Commanders. Commanders-liðið mætir Tampa Bay Buccaneers aðfaranótt mánudags. Leikir helgarinnar í NFL-deildinni Laugardagur 11. janúar 21:30 Houston Texans - Los Angeles Chargers (Stöð 2 Sport 2) 01:00 Baltimore Ravens - Pittsburgh Steelers (Stöð 2 Sport 2) Sunnudagur 12. janúar 18:00 Buffalo Bills - Denver Broncos (Stöð 2 Sport 2) 21:30 Philadelphia Eagles - Green Bay Packers (Stöð 2 Sport 2) 01:00 Tampa Bay Buccaneers - Washington Commanders (Stöð 2 Sport 2) Mánudagur 13. janúar 01:00 Los Angeles Rams - Minnesota Vikings (Stöð 2 Sport 2) Þriðjudagur 14. janúar 20:00 Lokasóknin (Stöð 2 Sport 2)
Leikir helgarinnar í NFL-deildinni Laugardagur 11. janúar 21:30 Houston Texans - Los Angeles Chargers (Stöð 2 Sport 2) 01:00 Baltimore Ravens - Pittsburgh Steelers (Stöð 2 Sport 2) Sunnudagur 12. janúar 18:00 Buffalo Bills - Denver Broncos (Stöð 2 Sport 2) 21:30 Philadelphia Eagles - Green Bay Packers (Stöð 2 Sport 2) 01:00 Tampa Bay Buccaneers - Washington Commanders (Stöð 2 Sport 2) Mánudagur 13. janúar 01:00 Los Angeles Rams - Minnesota Vikings (Stöð 2 Sport 2) Þriðjudagur 14. janúar 20:00 Lokasóknin (Stöð 2 Sport 2)
NFL Gróðureldar Gróðureldar í Kaliforníu Bandaríkin Tengdar fréttir Stóru eldarnir enn hömlulausir Tíu eru látnir í gróðureldunum í Los Angeles í Kaliforníu í Bandaríkjunum og óttast að um 10 þúsund byggingar séu ónýtar. Eldarnir hafa farið yfir að minnsta kosti 140 ferkílómetra. 10. janúar 2025 06:39 Stjórnlausum eldum fjölgar í LA Mikil óreiða ríkir í úthverfum Los Angeles í Bandaríkjunum vegna stjórnlausra gróðurelda. Að minnsta kosti fjórir eldar loga á svæðinu og dreifist hratt úr þeim vegna þurrka og sterkra vinda. Slökkviliðsmenn ráða ekkert við ástandið. 8. janúar 2025 15:50 Mest lesið Féll á lyfjaprófi á HM íslenska hestsins og missir silfur: „Eins og ég sé glæpamaður“ Sport KR - Stjarnan | Titilvörnin hefst í Vesturbæ Körfubolti Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Enski boltinn „Þetta svíður mig mjög sárt“ Fótbolti Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Íslenski boltinn Benedikt gefur Stjörnunni ráð: Alls ekki hringja í eldri bróðurinn Körfubolti Lausanne - Breiðablik 3-0 | Enn stigalausir á stóra sviðinu Fótbolti Drónabannið í Danmörku skapar vandamál fyrir fótboltafélögin Fótbolti FIFA: Donald Trump ræður engu um það Fótbolti Hákon Arnar skoraði sigurmarkið en Özer stal fyrirsögninni Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Álftanes - Ármann 121-69 | Löng bið gestanna ekki þess virði Afturelding áfram með fullt hús stiga Elías Rafn stóð vaktina í sigri Midtjylland á Nottingham Forest Markaflóð á Akureyri Palace neitar að tapa „Örugglega enginn sem nennir að hlusta á það“ Viktor Gísli og félagar í Barcelona heimsmeistarar félagsliða Lausanne - Breiðablik 3-0 | Enn stigalausir á stóra sviðinu Sævar Atli neitar að fara úr markaskónum Hákon Arnar skoraði sigurmarkið en Özer stal fyrirsögninni Keflavík - ÍR | Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? ÍA - Þór Þ. | Loksins aftur leikið á Akranesi í efstu deild KR - Stjarnan | Titilvörnin hefst í Vesturbæ Gömlu United-mennirnir blómstruðu í Meistaradeildinni Hófí Dóra vann Suður-Ameríkubikarinn Tíu íslensk mörk þegar Magdeburg tók bronsið Ekkert þriggja stiga skot þegar Ármann spilaði síðast í efstu deild Fannst Þórsarar og Lárus þurfa frí frá hvor öðrum Benedikt gefur Stjörnunni ráð: Alls ekki hringja í eldri bróðurinn Gullboltahafinn ekki til Íslands Íranar mega ekki mæta á HM-dráttinn Þorsteinn fær annan aðstoðarmann frá Þrótti „Vorum eiginlega búnar að reka hana í hálfleik“ Pirraður yfir marki undir vegg: „Hann leggst bara í einhverja fósturstellingu“ Drónabannið í Danmörku skapar vandamál fyrir fótboltafélögin „Í DNA okkar Sunderland-manna að þola þennan mann ekki“ Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? Stjörnuþjálfari dæmdur í bann „Eins og það sé ekkert sem hann hræðist“ FIFA: Donald Trump ræður engu um það Sjá meira
Stóru eldarnir enn hömlulausir Tíu eru látnir í gróðureldunum í Los Angeles í Kaliforníu í Bandaríkjunum og óttast að um 10 þúsund byggingar séu ónýtar. Eldarnir hafa farið yfir að minnsta kosti 140 ferkílómetra. 10. janúar 2025 06:39
Stjórnlausum eldum fjölgar í LA Mikil óreiða ríkir í úthverfum Los Angeles í Bandaríkjunum vegna stjórnlausra gróðurelda. Að minnsta kosti fjórir eldar loga á svæðinu og dreifist hratt úr þeim vegna þurrka og sterkra vinda. Slökkviliðsmenn ráða ekkert við ástandið. 8. janúar 2025 15:50