Finnar verja Ísland í fyrsta sinn Samúel Karl Ólason skrifar 9. janúar 2025 11:08 F/A-18 Hornet orrustuþota finnska flughersins yfir Íslandi á æfingu árið 2014. Flugher Finnlands Finnskir flugmenn eru væntanlegir til Íslands í lok mánaðarins en þá munu þeir taka að sér loftrýmisgæslu Atlantshafsbandalagsins. Verður það í fyrsta sinn sem finnskir flugmenn taka að sér loftrýmisgæslu hér á landi, eftir að Finnland gekk í NATO í fyrra. Samkvæmt tilkynningu á vef Stjórnarráðsins samanstendur flugsveitin af fjórum F/A-18 Hornet orrustuþotum og allt að fimmtíu liðsmönnum. Haft er eftir Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur, utanríkisráðherra, að þátttaka Finna í loftrýmisgæslu hér á landi marki mikilvæg tímamót. „Þátttaka Finna í loftrýmisgæslu á Íslandi markar mikilvæg tímamót og sýnir með áþreifanlegum hætti hvernig aðild þessarar norrænu vinaþjóðar Íslendinga að Atlantshafsbandalaginu styrkir og dýpkar varnarsamvinnu okkar og eykur öryggi Íslendinga,“ segir Þorgerður Katrín. Flugsveitin, sem verður að mestu frá Lapplandi í Finnlandi, hefur aðsetur á öryggissvæðinu á Keflavíkurflugvelli ásamt öðrum flugsveitum sem sinna kafbátaeftirliti frá íslandi. Loftrýmisgæslu Finna á að ljúka í lok febrúar. Þá er gert ráð fyrir aðflugsæfingum á varaflugvöllum á Akureyri og Egilsstöðum milli 24. janúar og 7. febrúar, verði það hægt vegna veðurs. Mikilvæg reynsla Í tilkynningu frá flugher Finnlands er haft eftir Timo Herranen, yfirmanni flughersins, að þátttaka Finna í loftrýmisgæslu hér á landi styrki varnir NATO á norðurslóðum og sé gott dæmi um norræna samvinnu. Hann segir Norðmenn og Dani hafa tekið reglulegan þátt í loftrýmisgæslu Íslands og því sé eingöngu eðlilegt að Finnar geri það einnig. „Það er í takt við þau markmið Finnlands að NATO viðurkenni hernaðarlegt mikilvægi norðurslóða,“ segir Herranen. Þá segir hann að finnskir flugmenn muni öðlast mikilvæga reynslu og að verkefnið muni bæta samheldni og skilvirkni Finna í NATO. NATO Öryggis- og varnarmál Finnland Mest lesið „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent Minni tekjur góðar fréttir Innlent Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ Innlent Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Lífið Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Innlent Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Auka sýnileika milli rýma á leikskólum Innlent Fleiri fréttir Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Sjá meira
Samkvæmt tilkynningu á vef Stjórnarráðsins samanstendur flugsveitin af fjórum F/A-18 Hornet orrustuþotum og allt að fimmtíu liðsmönnum. Haft er eftir Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur, utanríkisráðherra, að þátttaka Finna í loftrýmisgæslu hér á landi marki mikilvæg tímamót. „Þátttaka Finna í loftrýmisgæslu á Íslandi markar mikilvæg tímamót og sýnir með áþreifanlegum hætti hvernig aðild þessarar norrænu vinaþjóðar Íslendinga að Atlantshafsbandalaginu styrkir og dýpkar varnarsamvinnu okkar og eykur öryggi Íslendinga,“ segir Þorgerður Katrín. Flugsveitin, sem verður að mestu frá Lapplandi í Finnlandi, hefur aðsetur á öryggissvæðinu á Keflavíkurflugvelli ásamt öðrum flugsveitum sem sinna kafbátaeftirliti frá íslandi. Loftrýmisgæslu Finna á að ljúka í lok febrúar. Þá er gert ráð fyrir aðflugsæfingum á varaflugvöllum á Akureyri og Egilsstöðum milli 24. janúar og 7. febrúar, verði það hægt vegna veðurs. Mikilvæg reynsla Í tilkynningu frá flugher Finnlands er haft eftir Timo Herranen, yfirmanni flughersins, að þátttaka Finna í loftrýmisgæslu hér á landi styrki varnir NATO á norðurslóðum og sé gott dæmi um norræna samvinnu. Hann segir Norðmenn og Dani hafa tekið reglulegan þátt í loftrýmisgæslu Íslands og því sé eingöngu eðlilegt að Finnar geri það einnig. „Það er í takt við þau markmið Finnlands að NATO viðurkenni hernaðarlegt mikilvægi norðurslóða,“ segir Herranen. Þá segir hann að finnskir flugmenn muni öðlast mikilvæga reynslu og að verkefnið muni bæta samheldni og skilvirkni Finna í NATO.
NATO Öryggis- og varnarmál Finnland Mest lesið „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent Minni tekjur góðar fréttir Innlent Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ Innlent Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Lífið Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Innlent Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Auka sýnileika milli rýma á leikskólum Innlent Fleiri fréttir Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Sjá meira