Finnar verja Ísland í fyrsta sinn Samúel Karl Ólason skrifar 9. janúar 2025 11:08 F/A-18 Hornet orrustuþota finnska flughersins yfir Íslandi á æfingu árið 2014. Flugher Finnlands Finnskir flugmenn eru væntanlegir til Íslands í lok mánaðarins en þá munu þeir taka að sér loftrýmisgæslu Atlantshafsbandalagsins. Verður það í fyrsta sinn sem finnskir flugmenn taka að sér loftrýmisgæslu hér á landi, eftir að Finnland gekk í NATO í fyrra. Samkvæmt tilkynningu á vef Stjórnarráðsins samanstendur flugsveitin af fjórum F/A-18 Hornet orrustuþotum og allt að fimmtíu liðsmönnum. Haft er eftir Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur, utanríkisráðherra, að þátttaka Finna í loftrýmisgæslu hér á landi marki mikilvæg tímamót. „Þátttaka Finna í loftrýmisgæslu á Íslandi markar mikilvæg tímamót og sýnir með áþreifanlegum hætti hvernig aðild þessarar norrænu vinaþjóðar Íslendinga að Atlantshafsbandalaginu styrkir og dýpkar varnarsamvinnu okkar og eykur öryggi Íslendinga,“ segir Þorgerður Katrín. Flugsveitin, sem verður að mestu frá Lapplandi í Finnlandi, hefur aðsetur á öryggissvæðinu á Keflavíkurflugvelli ásamt öðrum flugsveitum sem sinna kafbátaeftirliti frá íslandi. Loftrýmisgæslu Finna á að ljúka í lok febrúar. Þá er gert ráð fyrir aðflugsæfingum á varaflugvöllum á Akureyri og Egilsstöðum milli 24. janúar og 7. febrúar, verði það hægt vegna veðurs. Mikilvæg reynsla Í tilkynningu frá flugher Finnlands er haft eftir Timo Herranen, yfirmanni flughersins, að þátttaka Finna í loftrýmisgæslu hér á landi styrki varnir NATO á norðurslóðum og sé gott dæmi um norræna samvinnu. Hann segir Norðmenn og Dani hafa tekið reglulegan þátt í loftrýmisgæslu Íslands og því sé eingöngu eðlilegt að Finnar geri það einnig. „Það er í takt við þau markmið Finnlands að NATO viðurkenni hernaðarlegt mikilvægi norðurslóða,“ segir Herranen. Þá segir hann að finnskir flugmenn muni öðlast mikilvæga reynslu og að verkefnið muni bæta samheldni og skilvirkni Finna í NATO. NATO Öryggis- og varnarmál Finnland Mest lesið Alelda bíll á Emstruleið Innlent Skotárás á Times Square Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Erlent Fleiri fréttir Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Sjá meira
Samkvæmt tilkynningu á vef Stjórnarráðsins samanstendur flugsveitin af fjórum F/A-18 Hornet orrustuþotum og allt að fimmtíu liðsmönnum. Haft er eftir Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur, utanríkisráðherra, að þátttaka Finna í loftrýmisgæslu hér á landi marki mikilvæg tímamót. „Þátttaka Finna í loftrýmisgæslu á Íslandi markar mikilvæg tímamót og sýnir með áþreifanlegum hætti hvernig aðild þessarar norrænu vinaþjóðar Íslendinga að Atlantshafsbandalaginu styrkir og dýpkar varnarsamvinnu okkar og eykur öryggi Íslendinga,“ segir Þorgerður Katrín. Flugsveitin, sem verður að mestu frá Lapplandi í Finnlandi, hefur aðsetur á öryggissvæðinu á Keflavíkurflugvelli ásamt öðrum flugsveitum sem sinna kafbátaeftirliti frá íslandi. Loftrýmisgæslu Finna á að ljúka í lok febrúar. Þá er gert ráð fyrir aðflugsæfingum á varaflugvöllum á Akureyri og Egilsstöðum milli 24. janúar og 7. febrúar, verði það hægt vegna veðurs. Mikilvæg reynsla Í tilkynningu frá flugher Finnlands er haft eftir Timo Herranen, yfirmanni flughersins, að þátttaka Finna í loftrýmisgæslu hér á landi styrki varnir NATO á norðurslóðum og sé gott dæmi um norræna samvinnu. Hann segir Norðmenn og Dani hafa tekið reglulegan þátt í loftrýmisgæslu Íslands og því sé eingöngu eðlilegt að Finnar geri það einnig. „Það er í takt við þau markmið Finnlands að NATO viðurkenni hernaðarlegt mikilvægi norðurslóða,“ segir Herranen. Þá segir hann að finnskir flugmenn muni öðlast mikilvæga reynslu og að verkefnið muni bæta samheldni og skilvirkni Finna í NATO.
NATO Öryggis- og varnarmál Finnland Mest lesið Alelda bíll á Emstruleið Innlent Skotárás á Times Square Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Erlent Fleiri fréttir Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Sjá meira